Fjallkonan - 08.05.1895, Side 1
Kemr (it um miöja viku.
irg. 8 kr. (erlendisíkr.).
Auglýsingar mjög ödýrar
FJALLKONAN.
ÖJalddagi 15 J411 l rp-
sðgn skrifleg (yrii l.okt.
Afgr.: >ingholtsstr. U.
Reykjavík, 8. maí.
1898.
XII, 19.
Útlendar fréttir.
Noregr. KonstHamálinu þokar ekkert áfram. Óskar konungr
er gallbarðr, og vill í engu slaka til.
30. janóar kom hann til Kristjaníu. Þingið átti þá að taka
fil starfa, og eru vinstrimenn þar í meira hluta þótt eigi sé
mikill munr. Stangsráðaneytið sagði af sér völdum seinasta
janúar. Konungr kvaðst mundu hugsa málið. Kvaddi hann nú
ýmsa menn á fund sinn af öllum þrem flokkunum, enn eigi fór
hann þess á leit við neinn að takast forustu stjórnarinnar á
hendr. Konungr fekk þeim Sivert Nielsen og Stein skriflega
skilmála í hendr, sem vinstrimenn skyldi skuldbinda sig að halda,
ef hann ætti að trúa þeim fyrir stjórn landsins. Skilmálar þess-
ir lutu að því, að konsúlamálið yrði rætt í ríkisráði beggja landa
og heimtaði konungr, að allar ákvarðanir, Bem vinstrimenn hing-
að til hefði gert á þingi og málinu væri til fyrirstöðu, skyldu
marklausar. Vinstrimönnum þótti bréf þetta bera vott um svo
mikinn ójöfnuð, að fram úr keyrði. Stein sýndi fram á, að kost-
ir þessir væri algerlega óaðgengilegir fyrir meiri hluta þings-
ins. Þetta væru alsænskan skoðanir, sem kæmu i bága við rétt
sem Norðmenn hefðu sem sérstakt ríki til að ráða sínum málum.
Hægrimönnum þótti nðg um aðfarir konungsins, og sögðu að
skilmálar hans hefðu gert allar sáttatilraunir erflðari.
Því næst sneri konungr sér seinast í febrúar til Stangs, og bað
hann, að halda áfram stjórnarstörfum. Enn Stang synjaði og
lét bóka þá synjun. Þá snerí konungr sér til Jakobs Sverdrúps,
foringja miðlunarmanna, enn það fór á sömu leið, og segjast
miðlunarmenn algerlega ófÚBÍr á að styðja minnihlutastjórn að
nýju úr því kosningarnar feilu þannig. — 28. febr. hélt svo
konungr heimleiðis, enn Stangs-ráðaneytið varð að sitja að svo
komnu máli.
27. marz kom konungr aftr ásamt ríkiserfingjanum. Grústaf
krónprinz fylgir föður sínum ætíð á Noregsferðnm hans, og ætla
menn að hann bæti eigi skap föður síns. — Konungr fól nú
Michelet auðmanni á hendr að reyna til að mynda samsett ráða-
neyti úr öllum stjórnmálaflokkunum, eða með öðrum orðum nokkurs-
konar bráðabirgða-ráðaneyti. Enn það var ekki skilmálalaust.
Meðan ráðaneyti þetta sæti að völdum, skyldi eigi hreyfa við
konsúlamálinu eða sendiherramálinu. Norska þingið skyldi veita
fé til konsúla og sendiherra eins og fyrir 1892. Norðmenn
hafa um langan tíma barizt fyrir að fá sérstakan fána, enn það
hefir konungr og hægrimenn eigi viljað leyfa. Pánamálinu mátti
heldr eigi hreyfa. Þegar nú kom til kastanna, kváðust hægri-
menn fúsir að styðja þannig lagað ráðaneyti; miðlunarmenn vóru
og þvi meðmæltir, ef allir flokkarnir væru á þvi, enn vinstri-
menn kváðust eigi geta gengið að þessum kjörum. Þeir hafa
áðr frestað þessum málum og nú vilja þeir láta skríða til
skarar.
Tveim dögum síðar, 3. apr., hélt konungr heim. Áðr enn hann fór
skrifaði hann Stang og sagðist eigi að svo komnu máli geta
veitt honum lausn. Hann hefði gert alt það sem i sínu valdi
stæði til þess að fá nýtt ráðaneyti, enn alt árangrslaust.
Þannig stendr nú málið sem stendr. Vinstrimenn segja, að
konungr hafi ekki farið fram á það við nokkurn vinstrimann
að mynda nýtt ráðaneyti. Þar á móti hafl þeir heyrt ýmsar
kröt'ur frá konungs hálfu. Ástandið er ekki glæsilegt. Stangs-
ráðaneytið vill fá lausn, og segist ekki taka á sig neina ábyrgð
af gerðum konungs, enn hann á að vera friðhelgr samkvæmt
grundvallarlögunum. Vinstriblöðin eru hörð í horn að taka og
segja að konungr hafi sjálfr fyrirgert friðhelgi sinni, er hann
breytir á móti vilja stjórnarinnar. Eitt meðal annars hefir eigi
alllítið minkað vinsældir og virðingu konungs hjá vinstrimönn-
um: Á milli ferða sinna til Noregs lét konungr sænsku þing-
deildirnar, velja menn í leyninefnd til þess að ræða með sér
mikilsvarðandi málefni. Nefndarmenn urðu að skuldbinda Big
með eiði að halda umræðum leyndum. Það var ljóst, að hér
var um norska málið að ræða. Varð þetta athæfi konungs mjög
óvinsælt, því slíkar leyninefndir hafa landsdrotnar eigi kallað
saman nema á Krímstríðs tímunum og Slesvíkrstríðsins. — Vinstrim.
furðuðu sig á þessu óvanalega athæfi. Menn spurðu hver ann-
an hvað þetta ætti að þýða. Hvort konungr mundi hafa í
hyggju að senda her manns inn í landið, eða, hvort hann að
eins leitaði friðsamlegra ráða hjá ríkisþingi Svía. Norðmönnum
þótti það eðlilegast, að Norðmannakonungrinn fyrst og fremst
leitaði ráða Norðmanna, ef alt ætti að fara fram á friðsamleg-
an hátt.
Þýzkaland. 1. apríl varð Bismarck áttræðr. Mönnum lék
forvitni á að heyra, hvernig ríkisdagrinn þýzki mundi haga sér.
Það þótti eigi óliklegt, að þingið mundi telja það skyldu sína,
að flytja stofnara þýzka keisaradæmisins hamingjuóskir og þakk-
læti fyrir stórvirki hans. Menn vissu að keisaranum lá það á
hjarta að sem flestir sýndu „einbúanum í Priðriksruhe“ lotningu.
Á hinn bóginn var það fullljóst, að á ríkisþinginu var stór flokkr
manna sem þóttist eiga járnkanzlaranum’ alt annað enn gott
upp að inna. Þar vóru jafnaðarmennirnir, sem Bismarck hafði
ofsótt á allar lundir. Pramsóknarmennina hafði hann einatt
kallað föðurlandBSVikara, þrællyndaða Prakkavini og valið þeim
önnur ill nöfn. Miðflokknum, eða páfatrúarmönnum, hafði hann
gert margt til miska, meðal annars með því, að koma á Jesú-
ítalögunum. Allir þessir flokkar eru mannmargir á þinginu, og
mátti því telja það víst, að erfitt yrði að fá samþykki rikisdags-
ins, til þess að senda honum kveðju. Margir vóru jafnvel á því,
að bezt færi, að því máli væri ekki hreyft.
Þó fór svo, að forseti þingsins bað um leyfi til þess að flytja
Bismarck hamingjuóskir þess, enn það var felt með nokkurum
atkvæðamnn.
Mót.stöðumenn Bismarcks héldu því fram, að hann hefði gert
þýzku þjóðinni svo mikinn skaða með harðstjórn sinni og kúg-
unarvaldi, að hann ætti alt annað enn þakkir skilið. Richter
sagði, að hin innlenda stjórnaraðferð Bismarcks hefði haft spill-
andi áhrif á þjóðina, og enn þá reyndi hann með tillögum sín-
um að koma i veg fyrir að innlenda stjórnarfarið kæmist í af-
farasælla horf. Á líkan hátt talaði Virchow í fulltrúaþingi
Prússa. Afleiðingin af þessari atkvæðagreiðslu var sú, að for-
seti ríkisdagsins lagði niðr völdin, og keisari sendi þegar Bis-
marck hraðskeyti. Kvaðst hann „lýsa djúpri gremjn yfir álykt-
un þingsins11, og taldi hana vera „þvert á móti vilja allra þýzkra
þjóðhöfðingja og þjóðarinnar".
Þannig fór þetta, en Bismarcks fór þð eigi varhluta af gjöf-
um og hamingjuðskum, sem streymdu til hans úr öllum áttum.
Keisari sendi honum gjafir og fór sjálfr á fund hans til þess að
færa honum óskir sinar. Hægrimenn og þjóðfrelsismenn (na-
tionalliberalir) á ríkisþinginu tóku sér ferð á hendr til Friðriks-
ruhe. Stúdentar og háskólakennarar frá öllum háskólum Þýzka-
lands sendu fulltrúa til hans í lotningarskyni. Þar var margt
sagt og mikið ort.
Bismarck var hinn hressasti og þakkaði fyrir með löngum
ræðum.
Langa lengi gerði hvorki að ganga né reka með hið alræmda
lagafrumvarp stjórnarinnar gegn byltingaflokkunum. Nefndin
sem átti að fjalla um frumvarpið varð eigi ásátt. Einn af mið-
flokksmönnum kom með viðaukatillögu við það, og áttu þeir,
sem töluðu eða rituðu illa um trú og kirkju, að sæta frá 600
kr. sektum, og jafnvel fangelsi. Menn hugðu, að miðflokksmenn
hefðu bætt þessu við til þess að gera út af við frumvarpið.
Tillagan var feld, og þá greiddu miðfiokksmenn atkvæði á móti
frumvarpinu. Síðan hefir þeim snúizt hugr. Samkvæmt nýjustu
fréttum hafa þeir greitt atkvæði saman með íhaldsmönnum í
nefndinni, og er því líklegt, að frumvarpið komizt úr nefndinni
að mestu leyti óbreytt. Hitt vita menn ekki, hvort mótstöðu-
menn frumvarpsins í ríkisdeginum hafa bolmagn til þess að
kveða það niðr.
Austrálfnstríðinu er nú lokið. Hefir það þá staðið í tæpa 10
mánuði. Eins og áðr hefir verið sagt, höfðu Japanar tekið Port