Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1895, Síða 2

Fjallkonan - 08.05.1895, Síða 2
78 FJALLKONAN. XII 19 Arthur og Wei-hai-wei, og var þá búið að mestu leyti að ryðja veginn til Peking, höfuðborgar Kínverja. Japanar þokuðn Bér smátt og smátt nær Peking, og unnu marga sigra um miðjan marz. Eins sendu þeir her til Formosa, og lögðu mestan hiuta hennar und- ir sig. Menn bjuggust og við, að þeir mundu þá og þegar ráðast á Hongkong í Suðr-Kína. Hersveitir Kínverja flýðu hvarvetna. Hershöfðingjarnir réðu sér bana hver á fætur öðrum. Þeir þðttust vita, að þeir hlytu þó að deyja, þegar ófarir þeirra fréttust til Peking, og væri eins snjalt að ráða sér sjálfr bana eins og að bíða háðulegan dauða að keisaraboði. Það var fyrst upp á siðkastið, að keisarinn fékk að vita nokk- uð áreiðanlegt um hinar sifeldu ófarir hersveita sinna. Hirðin og Handarínarnir spöruðu ekkert til að telja bæði keisara og öðrum trú um, að kínverski herinn mundi innan skams alger- lega afmá hin „svívirðulegu japönsku kvíkindi" af jörðinni. Á götunum í Peking voru hvarvetna seldar myndir úr stríðinu, þar sem heilar hersveitir af Japönum flýðu sem fætr toguðu fyrir fáeinum Kínverjum, eða skriðu að fótum Kínverja til þess að biðja þá vægðar. Það er sagt, að keisara hafi eigi orðið um sel, er hanu heyrði hið sanna. Vildi hann nú fyrir hvem mun fá frið. Loks sendi hann eftir Lí-Hung-Tsjang, sem er að allra áliti hinn stjórukænasti maðr. Hann er kominn yfir sjötugt. Hann hafði verið í ónáð hjá keisara upp á síðkastið, en nú voru hon- um veitt aftr öll hin fornu réttindi. Keisari fól honum á hendr að koma friði á með hvaða móti sem hann gæti. Lí-Hung-Tsjang fór til borgar þeirrar á Japan er Shímonoseki heitir um miðjan marzmánuð og komu þangað fulltrúar Japanskeisara á friðar- stefnu. Nokkru seinna skaut japanBkr ribbaldi á Lí-Hung- Tsjang, og særði hann í andlitið. Míkadónum likaði verkið illa og bauð 3 vikna vopnahlé. Loks komst friðr á 17. april. Friðarskilmálarnir eru: Kórea er sjálfstæð. Japanar fá 200 millj. taéls i herkostnað, Formosa og skagann Líaótang. Skagi þessi liggr norðanvert við sundið inn í Petschilíflóann. Á honum er Port-Arthur, og á skaga sunnauvert við sundið liggur svo Wei-hai-wei, andspænis Port-Arthur. Ennfremr skuidbindr Kina sig til að opna 6 nýjar hafnir fyrir verzlun útlendinga, þar á meðal hafnarborg Pekings. Auk þess mega Japanar setja verksmiðjur á stofu í Kína. Þannig hefir Japöuum tekizt að gefa Kinverjum allmikla ráðningu, enn að líkindum verðr hún þeim til góðs eins. Jap- anar eru ötulir framfaramenn, sem efalaust gera sér far um að auka framfarir og menuiugu í Kiulandi. Rýmkuu verzlunariun- ar getr og orðið Norðrálfuþjóðum að góðu. Rússar höfðu ætlað sér að maka krókinu þar eystra, þegar til friðarsamnings kæmi, en Japanar urðu þeim snjallari og höfðu samið friðinn áðr Rússa varði. Rússar hafa beig af Jap- önum og þykir þeim það ískyggilegt, að þeir hafa náð fútfestu þar í grend við þá á meginlandinu (Liaótangskaganum). Þeir hafa því talað svo um fyrir Frökkum og Þjóðverjum, að riki þessi ætla að láta sendiherra sína i Japan mótmæla þessum frið- arsamningum. En það þykir þeim ilt, að þeir fá ekki Euglend- inga með sér, því það töldu þeir víst. Englendingar hafa mikla verzlun þar eystra, og þvi þótti stórveldunum á meginlandinu þeim Bkyldast að reisa skorður gegn ,yfirgangi Japana’. Eng- lendingar svara því svo: Friðarsamningrinn er kominn á. Eng- in þjóð hetir nokkurn rétt til að rifta gerðum samningi. Þess eru engin dæmi, að það hafi verið gert. Það væri brot gegn sögulegri venju og almennum stjórnarsiðum. England. Deila er risin upp milli íhaldsmanna annars- vegar og Chamberlains-flokksins hinsvegar. Chamberlain var áðr í flokki framsóknarmanna, en skildist við Gladstone, þegar hann gerði stjórnarskrármál íra að kappsmáli, og hefir síðan fylgt í- haldsmönnum að málum. Chamberlains-flokkrinn er meðmæltr frumvarpinu um aðskilnað ríkis og kirkju í Wales, en það er meira eu íhaldsmeun þola. Hafa þeir gefið honum allmiklar á- kúrur fyrir. Chamberlain hótar að skiljast við íhaldsmenn, ef þeir halda sér eigi í skefjum. Framsóknarmenn brosa í kamp- inn, og óska að þeir mótstöðumenn sínir eigist ilt eitt við. Jarðskjálftar miklir urðu í Austrriki sunnanverðu dagaua frá 15.—20. apríl. Urðu mest brögð að þvi i Laibaeh og Triest. Laibach liggr að mestu leyti í rústum. AUmargir létu lif sitt og fjárskaðinn er afarmikill. 1 Serbíu hafa nýlega farið fram kosningar. Framsóknarmenn tóku eigi þátt i kosningunum. Stjórnin ræðr þannig öllum úr- siitum. Mílan sitr í Belgrad þvert ofan í öll lög. í Grikklandi búa menn sig af kappi til kosninga. Ðanmörk. Fjárlögin náðu samþykki beggja þifjg- deilda. Þingi slitið í marzlok. Kjörtími þingmauna var þá útrunnin (frá 1892). Þingkosningarnar fóru fram 9. apríl og úrslitin urðu þau, að mótstöðuflokkr 8tjórnarinnar vann sigr. Þingmenn eru samkvæmt nýju kjördæmalögunum 114 að tölu. Þar af eru 61 mótstöðumenn stjórnariunar, Bojsensliðar 28, og hægri- menu 25. Frá Færeyjum kemr einn þingmaðr (hægri- maðr). 8 jafnaðarmenn eru á þingi. Samgöngur. Eftir Bjöm Bjarnarson. III. Af því sem ég þegar hefi tekið fram, má ráða, að ég áfelli eigi forgöngumenn samgöngumálsins fyrir járnbrautar-hugmyndina eða afskifti þeirra af því máli á aukaþiuginu í fyrra. Yiðleitni þeirra tel ég jafn- virðingarverða fyrir því, þó að félag það, er veita átti réttinn til að annast samgöngurnar, eins og ná- kvæmar var tiltekið í frumvarpinu, væri í reyndiuni eigi til, og þó að bráðabirgðastjórneudr hins vænt- anlega hiutafélags væru eigi auðmenn, er lagt gætu fram fé, svo nokkuru verulegu næmi til svo umfangs- mikils fyrirtækis. Ég álít þakklætisvert að málinu var hreyft, á hvern hátt sem það var gert, og þarf- legt að ræða það, til að vekja eftirtekt almennings á því. Alþýða þarf að fá skilning á, að þetta sam- gaugnafyrirkomulag er ekkert skýjatildr, heldr alvar- legt, þýðingarmikið mál, bygt á heilbrigðri skynsemi og sönnum rökum, alveg eðlilegt og sjálfsagt, ef vér viljum vita af, að þjóðin haldi áfram að vera til, þó lít- il sé, gagnvart umheimiuum og með tilliti til tímaus, seui ytir stendr. Hvað þingið snertir, þá var það þegar í fyrra sýnt, að meiri hluti þess (þó lítill væri) viðrkendi stefnu (stóra’ samgöngufrumvarpsins þá, að auka og bæta samgöngurnar við útlönd og beina þeim til Eng]., auka og bæta strandferðirnar og koma á járnbr. á landi. Nú úr því þingið viðrkendi þetta, og áleit laudssjóði kleyft að leggja fram fé til stuðnings fyrirtækiuu (vexti af' höfuðstólnum), svo því yrði framgengt, ef aðrir, sem yfir nægilegum höfuðstól befðu að ráða, fengjust til að framkvæma það — hvað var þá eðlilegra, enn að einmitt þingið hryndi málinu á rekspöl til framkvæmda með því að láta uppi, með hverjum kostum það sæi sér fært að bjóða fyrirtækið út, og knýja stjórnina til að bjóða það út meðal annara þjóða, þó að ekk- ert félag að fyrra bragði byðist til að framkvæma það? Vitanlega fáum vér þessu eigi framgengt íýr enn vér getum boðið þau kjör, er einhverir auðs- ráðendr annara þjóða viija ganga að til að koma

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.