Fjallkonan


Fjallkonan - 09.07.1895, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 09.07.1895, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr ) Auglýsingar mjög ðdýrar. FJÁLLKONAN. Gtjalddagi 15. júli. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18. XII, 28. Reykjavík, 9. júlí. 1898. H. CHR. HANSEN, stórkaupmaðr, (Rörholmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði íslenzka umboðsverzlun 1882, tekr að sér innkaup á vörum fyrir ísland, selr einnig íslenzkar vörnr í Kaupmanna- höfn og Leith. Kaupir ísl. frímerki fyrir hæsta verð. (H omo’, eða síðasta sending til kanpfélaganna. III. (Niðri.). Eitt af því sem ,Homo’ finnr kaupfé- lögunum til foráttu er það, að þau sleppi hjá öllum opinberum gjöldum, sem á verzlun hvíla, nema toll- um. Hér er helzt að ræða um (aukaútsvarið’, og er það einmitt kostr félagsverzlunarinnar, að sú gjald. skylda dreifist á félagsmenn sjálfa, — sem auðvitað hafa meira gjaldþol af því að þeir eru í félaginu, — og kemr þannig réttlátara niðr á héruð þau, þar sem félagsmenn eru búsettir, heldr enn ef félagið ætti að greiða útsvarið í einu lagi, þar sem það hefir aðalstöð sína, svo að eitt sveitarfélag fengi alt gjaldið. Þá gerir (Homo’ ekki lítið úr því, hve há út- svör hinir útlendu kaupmenn greiði hér á landi og talar hann um þá sem bjargvætti landsins í því efni, þótt það sé öllum kunnugt, að þeir greiða svo nlægi- lega lítið til almennra þarfa hér á landi að tiltölu við innlenda menn, að einmitt sá ójöfnuðr hefir knúð alþingi til að samþykkja lögin um búsetu fastakaup- manna. Enn segir (Homo’: tÞegar hörðu árin koma, hvað gera þá kaupfélög- in, eða meistari þeirra þá (sic). Hjálpar, nei, ...lofar viðskiftamönnum að bjargast meðan vandræðin vofa yfir, einmitt þá, þegar þeir þurftu hjálpar við’. Nú er það nálega hverjum manni kunnugt, að umboðsmenn kaupfélaganna hafa einmitt lánað kaup■ félögunum stórfé í hörðum árum, hvað eftir annað, svo sem 1885 og 1892, og oftar, og nú síðast G-arð- félaginu í vor, sem getið hefir verið um í Þjbðblfi. Þó eru þau Homo og Isaf. svo fífldjörf og blind- uð af hatri til kaupfélaganna, að þau slengja þessum ósannindum framan í þjóðina, vitandi vel, að þau hljóta að verða brennimerkt í almenningsálitinu! Auðvitað væri það æskilegt, að kaupfélögin yrðu sem fyrst svo efnum búin, að þau þyrftu aldrei að vera komin upp á lán hjá umboðsmönnum sínum, þótt þau hafi furðanlega bjargazt með þeirri aðferð hingað til. (Það væri allfróðlegt, að sjá kaupstaðaskuldafram- tal landsmanna áðr enn kaupfélögin byrjuðu og sjá það núna’, segir .Homo’, og gefr í skyn, að kaupstað- arskuldir hafi beinlínis aukizt af völdum kaupfélag- anna. í þeim héruðum, Dalasýslu og Þingeyjarsýslu, þar sem kaupfélögin hafa haft mest og lengst áhrif, segja kunnugir menn að kaupstaðarskuldir hafi tals- vert minkað á síðari árum, enda mun vera hægt að fá áreiðanlegar skýrslur um það. — Hitt getr verið, að kaupmenn hafi á sumum stöðum lánað ráðiauslega út vörur sínar af blindri samkeppni við kaupfélögin og fyrir það hafi skuldir aukizt á þeim stöðum. Eitt af því sem kaupfélögunum, sem verzla við Zöllner & Vídalín hefir verið brugðið um er það, að þau flyttu óvandaðar vörur til landsins. Þessu ámæli hefir hr. Pétr Jónsson á Gautlöndum hrundið með góðum rökum í Stefni (11. og 12. tbl. þ. á.), þar sem hann lýsir hinum helztu nauðsynjavörum, sem kaupfélag Þingejinga hefir pantað og gerir grein fyrir af hverri tegund þær séu. — Til viðbótar má geta þess, að kaupfélögin fá álnavöru (það litla, sem sem þau kaupa af henni) frá hinum sama seljanda (í Manchester), sem fjöldi íslenzkra kaupmanna kaup- ir álnavörur hjá. (Homo’ klykkir út með svívirðilegustu aðdrótt- unum til kaupfélagsstjóranna, sem eru Pétr á G-aut- löndum og Torfi í Ólafsdal, sem áðr er getið o. fl. heiðrsmenn, og gefr í skyn, að þeir ef til vill þiggi fé af Zöllner til að prédika verzlunarfaiskenningar og halda mönnum í villu. Þekkir nú almenningr röddina? Það er enn sama hljóðið í bjöllunni og í vetr, að kaupfélögin hangi ekki saman á öðru enn svikum og prettum og mútuþágum; þá átti flestum blöðunum að vera mútað, og er það eftir þeim nöfnum, að geta svo nærri sjálfum sér, að ætla helztu mönnum í hér- uðum þann drengskap, að þeir sé falir hverjum sem vill fyrir peninga. Þeir eru iðnir að fylgja reglunni: (Rægðu röggsamlega, ætíð mun eitthvað við loða’. — Og hvað gerir það til, þótt þeir standi strípaðir eftir fyrir almenningi? Ekki er ærunni fyrir að fara. — (Smámsaman saxast á limina hans Björns míns’. Kaupfélagi. Blóðlaus hugmynd. ,Ég veit það verðr eitthvað veðr á morgun’, sagði karlinn, þá er hann hafði gónt um stund upp í skýin. Þetta rættist; enn þó fanst nágrönnum hans þetta enginn spádómr. Á sama hátt er það og eng- inn spádómr, þótt sagt sé, að riddarar bindindisorð- unnar muni segja eitthvað. Það er gefinn hlutr, að þeir segja æfinlega eitthvað. Það var um tíma í vetr, að varla sá til sólar fyrir bindindisbréfdúfum þeim sem austanvindrinn bar yfir landið. Yið stélið á dúfum þessum voru bund-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.