Fjallkonan


Fjallkonan - 09.07.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 09.07.1895, Blaðsíða 2
114 FJALLKONAN. XII 28 in umburðarbréf til kvenþjóðarinnar, þar sem skorað var á alþingi, að bauna innflutniug, sölu og tilbú- ning áfeugra drykkja, og var ætlazt til, að öll kven- þjóð landsins skrifaði undir skjölin. Ég veit eigi með vissu, hvaða undirtektir mál þetta hefir fengið hjá kveuþjóðinni. Eun þegar varð ég næsta skelkaðr um, að af þessu myndi leiða sundr- þykkju í hjónabandinu, fjandskap og jafnvel algerðan skiluað. Ég bjóst sem sé við, að konur myndu skrifa undir áskorunina í trássi við bændr sina. Framtíðin sker úr þessu. Enn hvort sem bindindisbréfdúfur þess- ar draga á eftir sér lengri eða skemri hala, þá eru miklar líkur til, að hin blóðlausa samþykta hugmynd verði vakin upp úr grafreiti síðasta þings, og henni síðan hottað út á almenninginu. Það er ekki líklegt, að hún myndi tapa hjartanu fyrir augnaráði konung- sins, og þaðan af ólíklegra, að ráðherrann myudi kljúfa hana í herðar niðr, svo aðalborin sem húu er. Enn þó væri það lítið þrekvirki af manni, sem hefir 5 í einu höggi, eins og Úlfar sterki og félagar hans. — Ég skal játa, að flutningsmönnum þessarar sam- þyktar hugmyudar gengr gott til. Eun ,þegar fara á betr enu vel, þá fer ver enn illa’, segir meistari Jón. Þessari setningu vildi ég mega beina að ridd- urum og skjaldmeyjum samþyktarorðunnar og tileinka þeim hana. — Að svo mæltu sný ég mér að samþykta hugmyndinui og kryf hana. — Samkvæmt fyrirmælum frumvarps síðasta þings, um bann gegn innflutniugi, sölu og tilbúningi áfengra drykkja, er sýslunefndum gefin heimild til þess, að greiða atkvæði um málið; greiði a/8 fundarmanna atkv. með banninu, og ef amt- maðr setr amen undir gerninginn, þá gildir samþyktin sem lög í því héraði, sem hún nær yfir. Flutnings- menn þessa máls halda því fram, að samþyktir þessar geti eigi talizt til nauðungarlaga, með því að þær standi og falli frjálsum vilja meiri hlutans. Nú skyldi óveðr eða veikindi hamla héraðsbúum, að sækja fund- inn, að undanteknum þeirn, sem næstir búa fundar- staðnum, og leiða svo þessir fáu samþyktina til lykta. Verðr ekki samþyktin í slíku tilfelli nauðungarlög gagnvart þeim sem heima sitja, ef þeir eruhennimót- fallnir? Auk þess mýndu samþyktir þessar ætíð verða svipa á hrygg viunumanna og lausingja, yfirleitt. Ég þori að fullyrða þetta, og er orsökin sú, að mestr hluti vinnumanna og lausingja eru menn á unga aldri, og þá eru menn ekki heilir heilsu, ef þeir hneigjast ekki til almennra nautna og lystisemda. Það má vel vera, að þetta ætti ekki svo að vera; enn svona er það, heflr verið og verðr að líkindum. Ennfremr getr það vel verið, að flutningsmenn þessa máls vilji ekk- ert tillit taka til þess, sem þessir atkvæðislausu menn vilja. Þó hygg ég, að ervitt muni verða að sanna, að þeir eigi ekki, sanngirnislega skoðað, heimting á því, að njóta borgaralegra réttinda, þótt þeir sé eigi kvaddir til málanna. Það er all-sennilegt, að sam- þyktirnar komist á í einni sýslu enn ekki í annari. Er þá hægt að fyrirbyggja það, að mörlandinn bregði sér ekki yfir sýslutakmörkin til þess að fá sér neðan í því? Ékki myndi efnahagr manna batna við það, þótt flakk jykist milli héraða í slíkum erindum. — Eða hver ætti að sjá um, að þessir væntanlegu drykk- jutilberar flyttu ekki heim með sér í (belanum’ og spýttu í náungann? Það má víst gera ráð fyrir því, að íslendingar verði ólöghlýðnir hér á eftir eins og hiugað til. Það er því verra enn þýðingarlaust, að kingja yfir þjóðina lögum, sem víst er og áreiðanlegt, að mestr þorri manna myndi virða að vettugi og brjóta. í þeim löndum, sem hafa ötulli löggæzlu á að skipa, getr slíkt orðið að gagni. Enn hér á landi alls ekki, þar sem næstum alla löggæzlu vantar og framkvæmd- arvaldið er mest á pappírnum. Ég hefi nú bent á sterkar líkur til þess, að sam- þyktir þessar yrðu brotnar blátt áfram og hlífðar- laust. Enn auk þess myudi og farið í kringum þær á allar lundir. Sölusmyglar myndu þjóta upp eins og gorkúlur á haug, enn eigi myndu þeir halda eins kyrru fyrir og gorkúlurnar; þeir myudu fijúga um þverar og, endilangar sveitirnar og selja áfengi í bakdyrum og launkofum og jafnvel á þjóðvegum og gatnamótum. Ekki myndi hagr landsmanna batna við það, að þessháttar embættismenn bættust við aila embættismannaþvöguna, sem fyrir er. Það er hugsanlegt, að samþyktirnar næðu yfir alt land. Ennfremr má setja dæmið þannig niðr, að allr iunflutningr, sala og tilbúningr verði bannað með lögum. Enn hvað myndu íslendingar þá taka til bragðs? Þá myndu þeir hrista af sér klyfjar og reið- inga og stökkva úr landi burt hópum saman í hund- raða tali og þúsunda, eitthvað út í buskann, eitt- hvað þangað, sem þeir fengju að njóta almennra mannréttinda og sólin fengi að skína á þá fyrir mold- ryki laganna. Og þótt öll lönd verði numin, eða út- flutningar fólks bannaðir með lögum, þá gætu þó allir orðið hómopatar fyrir sjálfa sig og fengið meðalaspritt til að slökkva í sér þorstann! Ég nefni þetta sem dæmi þess, að í lengstu lög muni mega koma vilja- num fram að því takmarki, sem haun endilega vill ná. Ég er þeirrar skoðunar, að landið væri betr farið, ef enginn dropi áfengis flyttist inn í það; enn svo mætti og segja um kaffi, tóbak o. fl. munaðarvöru. Mannskepnurnar vilja hafa brunnana opna, og það er ekki rétt af löggjafarvaldinu, að loka þeim með of- beldi. Þau lög gilda hér á landi, að Bjarna er heimilt, að stinga hendinni í pyngju Árna, og taka úr henni hneíafylli sína af peningum, ef þeir eru þar til. Þessi lög þykja alltannsár og naglhvöss, enn ekki bætir það úr skák, að bæta þar á ofan lögum, sem banna Árna að kaupa svaladrykk fyrir eigið hold sitt og blóð, ef hann vill leggja það í sölurnar, eða innan- sköfur þær, sem Bjarni skildi eftir, ef nokkrar eru. Og þegar svo er komið högum þjóðarinnar, að svo má að orði kveða, að búið sé að negia hana á ristunum niðr í gaddinn norðr undir heimskautabaug, þar sem allra veðra er von: stórhríðar í dag og bruna- næðings á morgun, — skyldu íslendingar þá ekki, sér að meinlausu, geta haft vistaskifti við ríka mann- inn. sem getr um í dæmisögunni? — Ég held vissu- lega. O. F. Aths. ritstj. Fjallk. er ekki að öllu leyti sam- dóma höf. þessarar greinar, enn með því að skoða þarf málið vendilega í krók og kring, þótti rétt að gefa honum hljóð. Alþingi. I. ÞingsályktunartiUögur tvær eru komnar fram í tveimr stórmálum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.