Fjallkonan


Fjallkonan - 09.07.1895, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 09.07.1895, Blaðsíða 4
n u* FJALLKONAN. xn 28 frægstu’ og bcztu raeðal manna minnzt þín skal æ fjær og nær. — Þér skal aidrei, aldrei gleyma öld þótt hverfi’ og komi ný; þína skal sem gimstein geyma góða miuning brjóstum í. Heilagt bergmál Hellas-fjalla, hörpuljóð frá Tempe-dal oft þinn heyrði andi gjalla undir norðurs stjörnu-sal. Andi þinn nam ólymps día orðin vitru’, og bjartan sá blika’ og leika’ of bólstrum skýja bjarmann þeirra sölum frá. Præðin grisku, Hómers harpa hrifu þig um æfistund; Bá þin anda-sjónin skarpa sólblik skært frá Hellas-grund. Tungan (frikkja göfga, snjalla guðmóð’ fylti þína sál, — kærst þó var þér æft alla eigin þjóðar snildar-mál. Rómu-sveitír sástu í anda, Sesars, Regúls frægðarbrant, sást við himin blika branda, blóði roðið foldarskaut. Ljóðin Hóraz’, ljúfu, þýðn lyftu þinni sál á flug; oft þau vöktu ást og blíðu öldungsins í göfgum hug. Vængir norðurs Valkyrjanna vaggað hafa löngum þér; ym af geirleik Einherjanna oft að þinum hlustum ber. Björt þó sýnist sáln þinni suðræn dýrð cg Hellas-fold, kærst er þér í andans inni eigin þjóð og fósturmold. íslands harpa, Grikklands gigja glymji lof þitt samstiltar; þökk þér saman senda hlýja sælu menta-gyðjurnar. Bergmál Hekiu’ og Ossu óma einum hljómi lofstír þinn; nafn þitt Saga’ í sigurljðma setti á gullna skjöldinn sinn. Lærisveinar kveðju kærri kveðja þig með virðing nú; þess vér minnast munum fjærri, mentir vel hve kendir þú, bentir á hið bezta, sanna, bentir feðra verkin á, vegabrjótur vísindanna varstu traustur æ oss hjá. Þú ert hlynur, — þaki undir þinna greina sátum vér; margar liðnar lífsins Btundir ljúfar runnu fyrir hér; ávöxt fagran ætíð barstu, — aldrei skyldum gleyma því, — íslands helzti hlynur varstu, hvild þar skugga fundum í. Þú ert orðinn aldinn hlynur, æfi þinni halla fer; þú ert samt vor sami vinur, sama skjól og fyr hjá þér; beygist stofninn, bogna greinar, bregður fölva laufskrúð á, enn þó kyljur aldrei neinar ávöxtunum grandað fá. Verk þín fjölgi, vaxi hróður, vinn til sóma landi’ og þjóð! Styð og auðga málið móður meðan streymir hjartablóð! — Þér skal aldrei, aldrei gleyma, öld þótt hverfi’ og komi ný, þína skal sem gimstein geyma góða minning brjóstum í. Guðm. Guðmundsson. Leiðréttíng. Hér með bið ég yðr hr. ritstjóri, að ljá eptirfylgjandi lin- um rúm i blaði yðar. Eins og meðfylgjandi vottorð sýna, eru það hrein og bein ósannindi, sem ritstj. Þjóðv. unga Begir í 28. tbl. sama blaðs, n. 1., að ég hafi á nokkurn hátt reynt að koma í veg fyrir, að kosnir væru 2 menn í Mosvallahreppi til að mæta á þingmála- fundinum á ísafirði 4. þ. m. Einnig sitr það mjög illa á 2. þm. ísfirðinga, að álasa mönnum fyrir að sækja ekki þingmála- fundi úr allri sýslunni á ísafjörð, því ekki hefir hann sýnt þá röggsemi at sér ennþá, að hann hafi farið oft, eða langt til að halda þá. Að endingu vona ég, að ritstj. Þjóðv. unga finni eitthvert heppilegra verkefni fyrir blað sitt, enn að gerast upp á menn með óhróðrsdylgjum, sem ekki er minsti fótr fyrir, eins og hann hefir gert í ofannefndu tölubl. um mig, og í þeirri von, að hann láti mig framvegis í friði, tilfæri ég ekki fleira máli mínu til sönnunar. Þorfinnsstöðum, 21. júní 1895. Guðm. A. Eiríksson. ▼ V ▼ Vér undirskrifaðir vottum hér með, eftir beiðni Guðm. A. Eiríkssonar, að engin tilhæfa er í því, að hann — Guðm. A. Ei- ríksson — hafi á nokkurn hátt reynt til að koma í veg fyrir, j að kosnir væru 2 menn til að mæta á þingmálafundinum á ísa- firði 4. þ. m., að því vér frekast tilvitum. Á hreppskilaþingi Mosvallahrepps, 22. júní 1895. Guðm. Pálsson. Sumarliði Jónsson. Guðmundr Jóhannesson. Kjartan Jónsson. Vigfús Eiriksson. T. Halldórsson. Brynjólfr Daviðsson. Arngrímr V. Jónsson. Sveinn Jónsson. Guðmundr Einarsson. Sigurðr Jónsson. Eyjólfr Jónsson. Jónatan Jensson. Sigurðr Ólafsson. Pinnr Eiríksson. Steinþór Jónsson. Páll Guðlaugsson. Jón Guðmundsson. Kristján Bjarnason. Hvanneyrarskólinn. Að búnaðarskólarum á Hvanneyri verðr alls fjór- um námspiltum veittr aðgangr á komandi hausti, og verða bænarskrár hér að lútandi að vera komnar til undirskrifaðs amtmanns fyrir 15. ágúst næstkomandi. Námspiltum á skólanum veitist 10 kr. styrkr til bóka- kaupa. Skrifstofu Suðramtsins, 6. júlí 1895. J. Havsteen. 10 Kirkjustræti 10. Maskinuolía 2 pottr á 1,25. Fæst einnig í smærri skömtum. H. J. Bartels. Tvær kýr óskast tii kaups, önnur geld, vel mjólk- andi, önnur síðbær, einnig góð mjólkrkýr. Upplýsing- ar á itfgreiðslust. þessa blaðs. Leiðarvísir til iífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. J. Jónassen, sem einnig gefr allar nauðsynlegár upplýsingar um lífs ábyrgð. íverzlun Magnúsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margs konar vandaðar vörur með mjög gððu verði_________ Norðlenzkt ullarband, ágætt j hvítt þelband, er til sölu á 2 kr. 25. au. í Þingholtsstræti 18. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmihjan

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.