Fjallkonan


Fjallkonan - 09.07.1895, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 09.07.1895, Blaðsíða 3
9. júlí 1895. FJALLKONAN. 116 1. um stjórnarskrármálið. Flutningsmenn: Guðl. Guðmundsson, Björn Sigfússou, Jón Jóusson, Ólafr Briem, Valtýr Guðmundsson. Till. hljóðar svo: iUm leið og neðri deild alþingis iýsir því yfir, að hún heldr fast við sjálfstjórnarkröfur íslands, eins og þær hafa komið fram á undanförnum þingum, ályktar hún að skora á stjórnina, að taka þær til greina og sér- staklega að hlutast til um: 1. að löggjafar- og landsstjórnarmálefni. er heyra undir hin sérstöku mál íslands, verði eftirieiðis eigi lögð undir atkvæði hins dauska ríkisráðs eða borin upp í því; 2. að gerð verði með nýjum stjórnarskipunarlög- um breyting á ábyrgð liinnar æstu stjórnar Islands sérstöku máia, þannig að neðri deild geti ávalt, er á- stæða þykir til og fyrir sérhverja stjórnarathöfn, er til þess gefr tilefni, komið fram ábyrgð beinleiðis á hendr hér búsettum innlendum manni, er mæti á þingi; 3. að stofnaðr verði sérstakr dómstóll hér á landi skipaðr innlendum mönnum (landsdómr) er dæmi í málum þeim, er neðri deild alþingis eða konungr lætr höfða gegn hiuum æsta stjórnanda hér á landi’. 2. um samgöngumál landsius. Samþ. að setja 5 manna nefnd til að íhuga þau. Stjórnarskrármálið hefir tekið nýjastefnu með þingsályktunartillögunni. — Málið var einnig lagt fram i frumvarpslíki í gær, enn sett í nefnd, sem þessir þingmenn skipa: Guðlaugr sýslum. Guðmunds- son, Jens Pálsson, Jón Jensson, Jón prófastr Jóns- son, Ólafr Briem, Pétr Jónsson og Valtýr Guðmunds- son (5 hinir fyrsttöldu kosnir með 12 atkv., enn 2 hinir síðasttöldu með hlutkesti). — Þingsályktunar- tillagan kom og fram í gær og var vísað til hinnar sömu nefndar (Guðjón Guðlaugsson vildi hafa sér- staka nefnd, enn sú tillaga var feld). — Þá er stjórn- arskrármálið var tekið fyrir í gær, gerði forseti Ben. Sveinsson þau afbrigði, að hann settist á þingmanna- bekk og krafðist að greiða þar atkvæði um málið þvert ofan í þingsköpin. Varaforseti kvað hann ekki hafa rétt til þess og siðan skar deildin úr því með atkvæðagreiðslu og vildu að eins 2 leyf'a forseta atkvæði: Sighvatr Árnason og Sigurðr Gunn;'rsson (Skúli Thoroddsen og Þórðr Guðmundsson greiddu ekki atkvæði). Gekk þá varaforseti úr forsetastól- num enn forseti neitaði að setjast í hann og gekk úr þingsalnum. Nokkur smámál eru fram komin á þingi og verðr þeirra getið næst. Til Gests á Grafarbakka. Eitt af málum Jieim, sem tíðræddast heíir verið um í blöðun- um nú uppá síðkastið, er mál þeirra Zöllners ogVídalíns. Hefir ísafold einkum tekið að sér, að flytja greinir á móti þeim, svo sem allar greinir Björns Kristjánssonar, sem þó það verðr talið til gildis, að hann hefir þorað að sitja nafn sitt undir þær, svo að honum má þó altaf ganga. Aftr hafa aðrir tekið pennann í hönd sér, enn þar á móti ekki þorað, að setja nafn sitt undir greinir sínar. Sá sem mest hefir látið til sín taka, af þessum greinahöfundum, er (festr nokkur á Grafarbakka. Þessapersónu þykjast menn þekkja, þótt dularklæddr sé, á rithætti hans. Hann hefir fyrri komið fram á leiksviðið í blöðunum í líkum búningi. Hann virðist liggja á því lúalagi, að læðast í skúma- skot, þar sem enginn sér hann, og senda þaðan skeyti sín mönnum, sem einskis ills eiga sér von og aldrei hafa lagt nokk- urn skapaðan hlut til hans og ef til vill skoðað hann sem vin sinn. Maðr þessi er einkar vel að sér i fornsögunum, og hefir miklar mætur á þeim og er tamt að vitna í þær, þegar hann er að svívirða aðra í skjóli sómakonunnar ísafoldar, og yfir höfuð má segja um hann, eins og stendr í formála Snótar eftir Gísla sál. Magnússon: „Margvís er hann Mangi sá, megum vér þess kenna“. Einnig þykir flestum hann skrifa mjög vel íslenzku og með nokkuð fornum blæ. Sumir, sem ekki eru vel kunnugir hafa samt vilzt og ætlað höfund þessar greinar þar vestra, enn það er misskilningr. Hann er Árnesingr, borinn þar og barn- fæddr, og skiftir sér æði mikið af pólitik, og mundi ekki telja eftir sér að greiða ferjutoli fyrir menn, sem viidu kjósa ein- hvern vildarmann hans íyrir þingmann, þótt yfir strangan iðu- ferjustað á stórvatnsfalli væri að ræða. Enn sleppum nú þessu. Grein þessi stefnir að því, að gera Jón í Múla og Thor Jensen, sem vér ekki vitum annað, enn séu heiðrsmenn, svivirðilega í augum ailra, svo að enginn maðr trúi þeim til nokkurs skapaðs hlutar, og væri það slæmt fyrir menn eins og þá, sem geta átt langt líf fyrir höndum, yrði fuilr trúnaðr lagðr á það. Það er eigi svo að skiija, að Zöllner og Vídalín séu alveg settir hjá; þeir fá líka sinn mæli fullan. Enn hvernig stendr nú á, að höfundr þessi skuli ekki setja nafn sitt undir greinir sínar. Það kemr auðvitað af því, að hann álítr innihald þeirra svo, að eigi sé samboðið heiðvirðum mauni að láta nafns síns getið við þœr, og hlýtr það hjá skyn- sömum mönnum að veikja trúnað þann, sem á þær er lagðr, og það því fremr, sem flest það, sem mest er meiðandi, er á huldu, þótt hver maðr reyndar geti skilið það. Vér viljum alls eigi hér íara út í einstök atriði greinar þessarar eða málið yfir höfuð, þar sem aðrir eru búnir að rita svo mikið um það, og þeir sem greinin beinist að geta fyllilega svarað fyrir sig hjáiparlaust. Að eins viljum vér geta þess, að höfundrinn hefir sjálfr skensað sig meira enn versti óvinr hans befði getað gert, þar sem hann telr eigi öllum gefið, að meta drengskapinn dýrst af öllu. Svo vér tölum um biaðagreinir yfir höfuð, þá getr svo stað- ið á, að stundum sé betra, að höfundrinn eigi sé kunnr, þegar ritað er um almenn mál, án þess að nokkur sé persónulega meiddr, til þess, að ef ritað er á móti, þá sé að eins talað um málefnið, í stað þess að beinast ef til vill að þeim, er um það hefir ritað. Stundum getr einnig, undir þessum kringumstæðum, borið við, að einhver sakir feimni eða kurteisi — sem reyndar enginn mun brigzla Isaföld um — ekki vilji iáta sín getið, enda varðar engan um greinarhöfund, þegar svo stendr á, sem hér um ræðir. Þegar blaðagreinir eru þar á móti persónulegar, cins og ó- hróðursgreinir þessa höfundar, þá er alt öðru máli að gegna, og verðr æði-hlægilegt, að hann skuli vera að brigzla öðrum um skort á drengskap eða að vera riddaralegir. Ritstjórinn þykist sýkn, hafi hann ekki sjált’r samið greinarnar, enn höíundrinn eigi þorað að láta nafns síns getið sakir óvildar, sem hann býst við, eða fyrirlitningar góðra manna. Getr þetta eigi talizt annað enn mesta ragmenska og ódrengskapr, bæði af hölundunum og blöðunum, sem skjóta skjólshúsi 'yfir þá, og kemr miklu illu til leiðar, einkum í smáum mannfélögum, og geta oft saklausir sætt hatri og fyrirlitningu fyrir. Vér getum annars hryggt greinarhöfundinn með því, að með þessum greinum sínum um Thor Jensen og Jón í Múla hefir hann eigi áunnið eins mikið og hann hefir búizt við. Satt að segja mun almenningsálitið það, að hver sem nú skoðun manna er um málið sjálft, þá eru flestir sem um þetta tala samdóma i því, að álíta þessa framkomu Gests á Grafarbakka mjög svívirði- lega og ódrengilega, og er ekki nærri laust við, að illr kurr sé í mörgum til hans, sakir þessara róggreina, því að euginn veit hvenær röðin muni koma að sér. Gesti hlýtr að vera kunnugt, að þótt vig væru almenn í fornöld, þá voru launvig svo sjaldgæf, að varla eru dæmi til þeirra, enda voru þau mjög fyrirlitin af almenningsálitinu. Porn- menn níddu einnig fólk, eins og hann gerir, enn þeir þorðu að láta nafns síns getið. — Væri óskandi að Gestr hefði borið gæfu til að taka þá sér til fyrirmyndar í þessu efni. O. Til Jóns rektors Þorkelssonar. Heill þér, vinur vísindanna, vizku-dísa mögur kær!

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.