Fjallkonan


Fjallkonan - 30.07.1895, Side 1

Fjallkonan - 30.07.1895, Side 1
Kemr út um miðja yiku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýaingar mjög ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júll. Cpp- sögn skriíleg fýrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18. XII, 31. Reykjavlk, 30. júlí. 1898. Kvæöa-upplestr. Eftir tilmælum nokkurra þingmanna les Þorst. Erllngsson upp kvæði í Öood-Templarahúsinu mið- vikudaginn 31. júlí kl. 8V2. Aðgöngumiðar fyrir 25 aura fást í bókasölubúð Sigfúsar Eymundssonar kl. 12—3 og 4—6 á morgun og við innganginn. Góð verzlun. Af því vörupantanir til mín næstliðið ár urðu svo miklar, þá hefi ég — til þess að geta stundað þær enn betr — flutt mig aftr hingað til bæjarins, og leigt öðrum verzlun þá er ég hafði úti á landinu. Ég býðst til, eins og áðr, að selja og kaupa vörur fyrir landa mína, og með því ég kaupi eingöngu gegn borgun út í hönd, get ég keypt eins ódýrt og nokkur annar, eins og ég líka mun gera mér ómak til þess að fá svo hátt verð sem unt er fyrir þær vörur er ég sel fyrir aðra. Ég leyfi mér að vísa til meðmæla þeirra er stóðu í ísafold og Austra f. á., og hefi ég einnig í höndum ágæta vitnisburði frá nokkrum af merkustu kaup- mönnum landsins. Yerzlunarprincíp: Stór og áreið- anleg verzlun, lítil ómakslaun. Utanáskrift til mín: Jakob Gunnlögsson, Nansensgade 46 A, Kjöbenhavn K. Háskóla-málið. Eftir Jón Ólafsson. 3. HásJcóli á Islandi. Þegar um háskólastofnun hefir verið að ræða á íslandi, hefir bersýnilega verið talað um embættis- mannaefna-skóla. Stofnunin hefir verið nefnd háskóli, síðan landsskóli og svo aftr háskóli. Frumvörpin um stofnun hans hafa ávalt byrjað svo: ,í Reykjavík skal stofna háskóla [l&ndsskóla] fyr- ir íslenzk embættismannaefni’. Að vísu hefir verið haidið opnum dyrum fyrir fleiri námsdeildum, en inum þremr (lögum, læknisfrœði og guðfrœði), með því að segja , að auk þess skuli kenna þar önnur þau vísindi, er síðar kynni verða ákveðið með lögum. Sumir kynnu nú vilja segja, að það mundi draga mega af orðum forvígismanns málsins (B. Sv.), að ekki væri um annað að ræða í alvöru, að minsta kosti ekki um langa tíð, en þetta þrent. Satt er það, að hann hefir oft haldið því fram, að hér væri um ekkert annað að ræða, en stofnun lagakenslu, og sameining hennar og læknakenslunnar og gnðfrceðis- kenslunnar í eina stofnun. En vilji menn vera rétt- vísir, er ekki leggjandi mikil áherzla á þetta; því að það getr hafa komið til af því, að framsögumaðr átti jafnan í vök að verjast, að sanna, að ekki leiddi meiri kostnað af þessari stofnun, en af stofnun laga- skóla. Hins vegar mátti stundum heyra á ræðum hans, að hann gerði ráð fyrir, að stofnun þessi yrði mjór vísir til meiri stofnunar með tímanum. Satt er og bezt að segja, að hefði flutningsmönn- um há8kólamálsins ekki búið annað í hug en laga- skóli, þá var það berlegasti hégómi, að gera sér rellu út úr nafninu. Ég fylgdi fram háskólafrumvarpinu fyrst er það kom fram á þingi, og landsskólanum á næsta þingi. Síðar varð ég á móti háskólafrumvarpinu, en með lagaskólafrumvarpinu, og breytti þó aldrei skoðun um aðalefnið sjálft. Ástœðan til að ég studdi háskólamálið var sú, að það var, og er enn, sannfœring mín, að ísland þyrfti lífsnauðsynlega að efla og auka vísinda-iðkun í iandinu. Ég álít það ekki nema tímaspurning, að komið verði upp kenslu í Reykjavík í ýmsum frœði- greinum, svo sem sögu landsins og bókmentum, nor- rœnni málfrœði (með því er þar til heyrir), þjóðmeg- unarfrœði, einhverju af náttúrufrœði, og virðist auð- sætt, að ef einhver þjóðleg œðri mentastofnun, þótt upphaflega væri að eins embættaskóli, hvaða nafn sem hann hefði, væri á fót komin, þá mundi þess skamt að bíða, að smátt og smátt yrði við bætt fleiri mönnum til að kenna ýmislegar vísindagreinir. Ég hefi enda hugsað mér, að slíkt mundi einatt að bera, án þess að stofnuð væri föst hálaunuð em- bætti, þannig, að mönnum, sem framtak er í í ein- hverri frœðigrein, yrði veitt árleg þóknun fyrir að halda fyrirlestra og veita tilsögn í ment sinni, án þess þeir væru gerðir að föstum kennurum. Væri þetta bæði til þess að gefa þeim er vildu færi á að njóta góðs af fróðleik þeirra, og frœðimönnunum kost á að iðka vísindi sín og hvöt til þess. Þet.ta er altítt við háskóla erlendis, og tíðast í Þýzkalandi. Er auðsætt, að þessa er þó hvað mest þörf í fámennu og tátœku landi, þar sem vart gæti ella verið um vísindaiðkun að ræða í ýmsum greinum. Þetta, ásamt gersamlegri breyting á fyrirkomu- lagi safna vorra, sérstaklega landsbókasafnsins, er ó- hjákvæmilegt skilyrði fyrir, að nokkurt vísindalegt líf geti átt sér stað á íslandi. Og það þarf að greiða götu fyrir slíku; það er skilyrði fyrir allri landsins framför, því að án þess víkkar aldrei vor þröngi sjóndeildarhringr. Samfara því ætti að vera ferðastyrkr til útlanda fyrir nokk- ura mikilhæfa menn, eldri og yngri. (Heimskt er heima- alið barn’. Auk þess stendr það ljóst fyrir mér sem árangr af kynning minni við menn af ýmsum þjóðflokkum, að í hlutfalli við mannfjölda er vafalaust engin þjóð sú, sem framleiði jafnmarga menn með hæfiieikum til vísindalegra starfa, sem íslendingar, jafnvel þótt eng- in mentuð þjóð í heirni geri eins algerlega ekkert til eins og íslendingar, að gera nokkurn kost á vísinda- iðkun í landinu sjálfu.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.