Fjallkonan


Fjallkonan - 30.07.1895, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 30.07.1895, Blaðsíða 3
30. jtiií 1896. FJALLKONAN. 127 mj'óg nýlegt skip, 1—2 ára, annars gætn katl- arnir verið farnir að skemmast til muna, enn það kostar ærið fé að setja katla í gufuskip. 3. Hinn áætlaði kostnaðr, 103,000 kr. á ári, er kætt við að sé í lægra lagi, enn tekjurnar ættu líka að verða til muna meiri enn 90,000, ef fargjaldi og farmgjaldi verðr haldið hér um bil jafnháu sem nú er. 4. Skipið ætti endilega að ganga beina leið frá Reykjavík til útlarida, og væru borgirnar Liver- pool, Newcastle, Hamborg og jafnvel (t. d. 3. hver ferð) Kaupmannahöfn hentugir lendingar- staðir erlendis. Að láta skipið flækjast suðr til Spánar, Ítalíu og Sikileyjar, og til Stettínar, eins og heyrzt hefir að komið hafl til mála, gæti helzt orðið til þess: 1. Að skipið yrði allsendis óhafandi til póstftutn- ings og farþegaflutnings vegna hins langa tíma, sem gengi til slíks hringsóls, því ferðir þess hlytu að verða miklu strjálli enn nú gerist. 2. Að það gæti ekki staðið í haganlegu sambandi við strandferðaskipið, sem ætti að mæta því hér í Reykjavík og taka úr því vörur og póst til hafnanna á íjörðum landsins. (Ég geri ráð íyrir, að samningr verði gerðr um strandferðaskip, sem gengr kringum landið enn fari eigi til útlanda, nema ef það væri einstaka sinnum látið skreppa til Færeyja). Þessar suðrlanda-ferðir skipsins gætu að eins orðið einstöku (helzt kaup-) mönnum til hagnaðar, og danska gufuskipaféiaginu, sem gæti þá haft hér alla sína hentisemi, er ísl. skipið væri leugst suðr í heimi, og gæti hvorki flutt hingað dautt né lifandi nema endr og siunum. Sumir munu ætlast til þess (þó naumast þingm.), að ísl. guíuskipið flytji mest fisk (og fé) út, enn hing- að salt og kol. Yæri ekki nær að láta kaupmenn um slíkt? Vanalegt farmskip (Lastdrager) hæfir tii slík- ra flutninga. Eins og ég las í ,ísaf.’ 46. þ. á., vildi ég ráða til að 3. pláss væri útbúið, og einnig álít ég nauð- synlegt, að farstjóri sé reyndr (gufu)skipstjóri eða útgerðarmaðr, hvorki stúdent, kandídat né verdunar- tnaðr, því slíkir menn eru ófærir að gæta slíks starfa. Laun farstjóra, 4,000 kr., virðast saungjörn, sé hann hæfr, enn hundraðsgjöld 4°/0 eru alt of há; ættu alls eigi að vera yfir 2°/0 af tekjum skipsins, því útlendu ageutunum verðr að greiða ómakslaun einmitt með hundraðsgjaldi, og gera þeir sig naum- ast ánægða með 2°/0; þeir fá oftast engin föst Iaun. Auðvitað getr farstjóri ekki annast um afgreiðslu skipsins erlendis, en eftirlit verðr haun að hafa með þeim umboðsmönnum (agenter), sem þar eru fengnir, og getr haun það að miklu leyti, með aðstoð skip- stjóra, hér heiman að. Ekki eru farstjórar (direk- törar) hinna útlendu gufuskipafélaga á sífelduflakki milli ageuta þeirra í hinum ýmsu löndum. Að endingu má enn minna hina taphræddu þing- menn á, að upphæð þeirri, sem varið verðr fyrir skipið, er alls ekki kastað í sjóinn, einkum sé skip- ið nýtt og gott, því ef selja þyrfti, fengist meiri hluti upphæðarinnar aftr. Ekki væri heldr rétt að gugna fyrsta árið, þótt ekki gengi allt sem bezt, því „í byrjuninni er alt erfiðast“. Þegar útlendingar færu að þekkja kosti þessarar nýlundu, mundu þeir fljótt nota ísl. skipið sem mest. Ántíhúmbúgist. Alþingi. IV. Lög frá alþiugi. Auk þeirra sem áðr er getið hefir nú þingið samþ. lög um hvalleifar, eftirlaun handa séra Pétri í Grímsey, löggilding verzlunarst. hjá Bakkagerði í Borgarfirði, um samþyktir gegn skemdum af vatnagangi, um brúargerð á Blöndu (á- ætlaðar til þess 20,000 kr.), um stefnur til æðri dóms, um eftirlaun (samhljóða frumv. alþingis 1893: 4/5 hluti embættislauna og 20 kr. fyrir hvert þjónustuár). Lóg um breyting á 5. gr. tilskipunar um bæjarstj. í Rvík 20. apr. 1872, sem veita Reykvikingum rýmri kosningarrétt enn áðr, híjóða svo: 1. gr. Við kosningar í bæjarstjórn Reykjavíkr er bæjarfulltrúum skift í tvo hluti, og skal annar þeirra vera einum fjölmennari enn hinn. Meiri hlutinn skal kosinn af öllum karlmönnum 1 kaupstaðnum, sem eru orðnir fullra 25 ára að aldri, þegar kosning fer fram, eru eigi öðrum háðir sem hjú, hafa óflekkað mannorð, eru fjár síns ráðandi, er ekki lagt af sveit, eða, hafi þeir þegið sveitarstyrk, þá endrgoldið hann eða verið gefinn hann upp, hafa verið heimilisfastir í kaupstað- num næsta ár á undan kosningunni frá nýári til ný- árs, og greitt það ár að minsta kosti 8 kr. í bein bæjargjöld. Kosningarrétt hafa og ekkjur og aðrar ógiftar konur, er fullnægja skilyrðum þeim fyrir kosn- ingarrétti, er sett eru í lögum 12. maí 1882 um kosn- ingarrétt kvenna og í þessari grein. Minni hluti bæjarfulltrúa skal kosinn af 4/5 hluta allra hinna áðr töldu bæjarbúa, er kosningarrétt hafa og mest hafa greitt í bæjargjöld síðasta ár frá nýári til nýárs, ef þessi 4/5 hluti hefir goldið minst 2/g hluti allra gjaldanna. Nái fimtuugr ekki þessari upphæð, skai svo mörgum viðbætt af þeim sem mest greiða, úr hinum 4/5 pörtunum, að þessari gjaldaupphæð verði náð. Hafi fleiri greitt jafnmikil gjöld á því ári, og það verðr nauðsynlegt, að nokkrir þeirra gangi til kosn- ingar til þess að ná hinum fyrnefnda fimtung af kjós- endum eða 2/g pörtum af gjaldaupphæðinni, skulu þeir allir ganga til kosningar. Kjörgengr er hver sá karlmaðr, er atkvæðisrétt á við kosningu meiri hluta bæjaríulltrúa. Feðr og afkomendr mega ekki sitja í bæjarstjórn- inni í senn. 2. gr. 5. gr. í tilskipun 20. apríl 1872 um bæj- arstjórn í kaupstaðnum Rvík er úr lögum numinn. Fiskimannalög. Nú er þá komið fyrir þingíð frumvarp til fiski- mannalaga, og eru ef það fær framgang numin úr gildi farmannaiögin frá 22. marz 1890 eítir mjög óvinsæla 6 ára reynslu. Hefi ég í (ísafold’ 17. febr. f. á. leitt næg rök fyrir því, hversu farmaunalögin væru þil- skipaútveginum skaðleg. Ailir sem hlut eiga að máli

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.