Fjallkonan - 30.07.1895, Qupperneq 4
128
FJALLKONAN.
xn 3i
eru jafnóánægðir með þau, nema ef vera kynni nokk-
rir af skipstjórunum, sem í sjálfu sér er eðlilegt, því
þau gera skipstjórana al-einvalda yfir útgerðinni og
aiveg ábyrgðarlausa gagnvart útgerðarmönnum. Þar
að auki eru þau farmannalög, enn ekki flskimanna-
lög, og hafa víst aldrei verið ætluð fyrir fiskiskip,
heldr svona laumað inn á þau í pukri.
Á fundi útgerðarmannafélagsins við Faxaflóa í
vetr, var samþykt í einu hljóði að fá farmannalögin
afnumin og kosin 5 manna nefnd til að semja frumv.
til fiskiraannalaga. Á þeim fundi vóru einungis út-
gerðarmenn og skipstjórar og Markús Bjarnason
skólastjóri, sem útgerðarmanuafélagið hafði með sér
á fundinn í þeirri von, að tillögur hans gætu komið
einhverju góðu til leiðar. Hann var sá aleini, sem
hafði á móti að hreyfa við farmannalögunum og áleit
að þeim fengist aldrei breytt.
Nú hefir heyrzt, að hr. Markús Bjarnason sé bú-
inn að safna mörgum undirskriftum skipstjóra og sjó-
mannaskólapilta til að biðja um að farmannalögin
haldi sínu gildi fyrir íslenzk fiskiskip og lýsa ánægju
sinni og velþóknan yfir þeim.
Það er mjög sennilegt, að piltar, sem lært hafa
hjá Markúsi Bjarnasyni, geri það fyrir hann, að gefa
þannig lagaða undirskrift, ef hann biðr þá og sýnir
þeim hverju þeir ef til vill sleppi. Eun væri það
rétt gert af Markúsi, að æsa skipstjóra og skipstjóra-
efni upp á móti útgerðarmönnum til að óska eftir
því sem þeir vita, að útgerðinni er til óheilia. Nei,
slikt væri mjög ósamboðið stöðu Markúsar, sem maðr
hefir ástæðu til að vonast eftir að sýni sig vinveitt-
an þilskipaútgerðinni, og það er næsta undarlegt, ef
hann er sá þverhaus, að vilja berja áfram farmanna-
lögin, þó þau sé smíðisgripr eftir sjálfan hann, og vita
þó fyllilega, að allir útgerðarmenn hér sunnanlands
og víðar eru sérlega óánægðir með þau.
Þó þetta fiskimannalaga frumvarp sem Jón Þór-
arinsson er flutningsmaðr að, sé mörgum sinnum styttra
enn farmannalögin, þá er þó margt tekið fram í því,
sem ekki er minzt á í farmannalögunum. Þau geta
verið góð sem farmannalög, enn ails ekki sem fiski-
mannalög, og ég vona svo góðs af alþingi, að það
samþykki þetta frumvarp óbreytt, þegar það sér að
það er vilji hlutaðeiganda. Þilskipaútgerðin er þó
svo þýðingarmikil fyrir landið, að það virðist í fylzta
máta sanngjarnt, að útgerðarmenn fái þessu fram-
gengt, þar sem útvegrinn er alls ekkert styrktr
af hinu opinbera.
Nesi, 28. júlí 1895.
Ouðmundr Einarsson.
Þorsteinn Erlingsson skáldið er nýkominn til
Bvíkr úr ferð sinoi austr um Rangárv.s. og Árness.
Hann hefir á ferð sinni gert ýmsar rannsóknir á forn-
leifum (fornnm tóftum) þar eystra og rekr hann það
erindi fyrir ameríska merkiskonu, Miss Horsford, dótt-
ir Horsfords þess sem mikið hefir ritað um Vínlands
fundinn. Hún heldr áfram sögurannsóknum föður
síns, og vill leitast við að sanna, að leifar af bústöðum
gömlu íslendinga finnist enn þá í Ameríku. Til þess að
geta geugið úr skugga um það, er nauðsynlegt að
rannsaka hinar fornu tóftir á báðum stöðum jafnframt,
á íslandi og í Ameríku. — Héðan ætlar hr. Þorst.
Erlingsson vestr um land, og mun síðar verða ná-
kvæmar sagt frá ferðum hans í þessu blaði.
Þjórsárbrúin var vígð, eins og til stóð, 28. þ.
m. Var þar saman komið á 3. þús. manna. Hannes
Hafstein landritari hélt skáldlega ræðu.
Þegar brúin var opnuð og fólkið fór að flykkjast
út á hana, urðu þyngslin of mikil. svo að stöplar
er haida strengjum brúarinnar að austanverðu létu
undan. Var því um kent, að sementið væri ekki
nógu harðnað. Við þetta hefir brúin lækkað og stöpl-
arnir hailast að austanverðu. Verðr brúin því ófær
að svo stöddu, og hefði brúin verið full af fólki, þá
hefði það eflaust alt farið í ána.
Mr. Vaughan, brúarsmiðrinn, verðr að sjálfsögðu
að bæta þessa vansmíð, hvernig sem það verðr af
hendi leyst.
Brúagerðir í Árnessýslu.
Prestrinn sr. Stefán á Mosfelli hefir í 21. tbl. Fjallk. þ. á.
skrifað grein um brýrá 2 ósum i Árnessýslu (Stóraðs og Lang-
holtsðs). Þ6 að í grein hans sé margt rétt hermt, vil ég þð
leyfa mér að gera athugasemd við hana, því að þar sem hann
talar um Langholtsðs, þá er hann ekki eins kunnugr og ég,
sem ég svo að segja hefi alizt upp á ósbakkanum.
Þar sem prestrinn segir, að sá ðs verði aldrei illfær, þá er
það svo, að hann verðr ekki einungis illfær, heldr mörgumsinn-
um ðfær; það má ganga að því vísu, að í hverri leysingu á
vetrardag verðr ósinn ðfær, og það svo að dögum skiftir. Það
hefir mörgum sínnum komið fyrir, að menn hafa orðið að brjðt-
ast suðr yfir Stðru-Laxá, sem ðsinn rennr í, til að komast fyrir
ósminnið, sem er líka í leysingum ilt yfirferðar, og hefir verið
oft glæfraför. Líka getr ósinn orðið ðfær á sumardag, og hefir
komið fyrir, að hann hefir verið sundriðinn, og ætti enginn að
leggja slíkt í vana sinn, þar sem eru bakkar báðumegin og ilt
afburðar. Þar sem prestrinn segir, að ekki hafi orðið slys að
honum, þá er það rétt, að ég man ekki til þess, og virðist það
vera ástæða fyrir neitun hans um styrkveitingu úr vegasjóði
sýslunnar; enn því skyldi þurfa að bíða eftir slysi? Það slys
getr þð viljað til, að menn mundu vilja mikið til vinna að ekki
hefði orðið, og mundi margr þá kalla það of seint gert, að gera
vegabótina.
Hvað Stðraós áhrærir, þá er öðru máli að gegna með hann,
að því, að slys hafa þar orðið helzt til mörg, og líka oft legið
við slysum, og mætti prestrinn sjálfr muna, er hann fðr ekki
rétt vaðið, enn það er ekki fýrir ðkunnuga að rata það. Þar
sem hann segir að megi fara fyrir ðsbotninn, þá er það að vísu
satt, enn þar verðr að halda við mörgum brúm, sem allar eru í
mýri og verða oft ófærar. Hvað viðvíkr ástæðum þeim, er prestr-
inn færir fyrir neitun sinni um styrkveitingu af vegasjóði sýsl-
unnar, þá virðast mér þær léttvægar, og skal ég sýna fram á
það. Það er kunnugt, að sýsluvegr liggr að ferjustaðnum á
Auðsholti, að utanverðu, enn nær ekki lengra; því skyldi hann
ekki þurfa að liggja frá ferjustaðnum líka, þar sem Hvítá er
hér um bil í miðri sýslu og eftir áliti kunnugra manna verðr
hann lengdr áðr langt um líðr og verða þá báðar þessar umtöl-
uðu brýr á þessum sýsluvegi? Setjum nú svo, að vegasjóðr
sýslunnar legði til nú þegar 60 kr. til beggja brúnna, enn
sveitasjóðir hitt sem vantaði, og brýrnar kæmust á í ár; væri
svo þetta gert að sýsluvegi eftir 1—2 ár, sparaði það vegasjóði
sýslunnar 140 kr., ef hvor brú kostaði 100 kr.
Þ6 að vegasjóðr sýslunnar sé illa að efnum kominn, þá eru
sveitasjððirnir það líka, og væri því nauðsynlegt að hver léði
öðrum krafta sína til að vinna þarfleg verk, sem gætu orðið til
þess, að hvorki menn né skepnur þyrftu að bíða líftjón eða slys
af hirðuleysi, kvikinzku eða hugsunarieysi manna, sem oft hefir
átt sér stað að undanförnu. Mætti telja æðimörg dæmi þess,
að menn hafa farið að brúa, þegar slys hafa verið orðin, og
sannast þar málsháttriun, að seint er að byrgja brunninn, þeg-
ar barnið er dottið í hann. Mig hefir oft óað við, að demba
hestum á vetrardag ofan í illfæra ósa og læki, stundum í frosti
og kulda, sem verða allir sýlaðir og frosnir, og má það eflaust
telja illa meðferð á skepnum.
Sðleyjarbakka, í júni 1895. Brynjólfr Einarsson.___
Útgefandi: Yald. Ásmundarson.
Félagsprentsmiðjan