Fjallkonan


Fjallkonan - 13.08.1895, Qupperneq 2

Fjallkonan - 13.08.1895, Qupperneq 2
134 FJALLKONAN. XII 33 fyrir framkomu sína í því máli; það hefir honum samt ekki þóknazt, heldr hreytt úr sér dálítilli bull- grein í (ísaf.’ 7. þ. m., ekki um fiskimannalögin, heldr slettur og háðglósur til mín og annars útgerðarmanns. Enn það er eðlilegt, að honum mislíki við mig, sem hefi vogað að hafa á móti gerðum hans, slíks snillings, enn þeir sem muna hve mikill maðr hann var, þegar hann kom fyrst til Rvíkr og fór á skútu til hr. Geirs Zoéga, og þeir sem þekkja hvað hann mannaðist undir Geirs stjórn, þeir álíta víst, að hr. Geir Zoéga eigi annað af honum skilið, enn að hann setji sig beint upp á móti honum og óvirði hann með því að kalla orð hans ,gól\ Sannast hér sem oftar, að engir menn eru óþakklátari og hrokafyllri enn upp- skafningar. Hr. Markús þykist hafa í (ísaf.’ í fyrra hrakið það sem ég hefi sagt um farmannalögin, enn það á- líta víst ekki margir nema hann. Enn það merki- legasta er, að hann tekr það sjálfr fram, að ekki hafi verið hrakið það sem ég sagði, að farmannalögin bökuðu hverju skipi um 3—400 kr. skaða árlega og bar Geir kaupm. Zoéga fyrir því; máske Markús beri líka á móti því, sem hann þó heyrði, að það var Geir Zoéga, sem bar upp á fundinum till. um uý fiski- mannalög. E»að var líka Geir Zoéga, sem sagði, að það dytti víst engum í hug, að kjósa Markús til að semja þau. Á þessu má sjá, að hr. Geir Zoéga er ekki vel við farmannalögin, og ekki heldr við Mar- kús sem fiskimannalaga-smið. Enn það eru margir fleiri, sem ekki eru ánægðir með farmannalögin. í (Andvara’ 1895, bls. 109, segir alþingism. Sigurðr Stefánsson svo: (t. a. m. farmanna- lögin, sem flestir eru nú sáróánægðir með, og sem ekki verðr neitað, að í mörgum greinum geta alls ekki átt við sjóferðir vorar og siglingar’. Þetta eru mjög sönn orð, enda er ég reiðubúinn til að sanna hvenær sem er, að farmannalögin hafa bakað þil- skipaútgerðinni stórtjón. Það er hlægilegt, þegar Markús fer að Iátast vera talsmaðr sjómanna. Hann er ekki taismaðr ann- ara sjómanna enn skipstjóra. Ég hefi sagt það áðr, að hvað hásetum á þilskipum viðvíkr, þá mundu þeir sannarlega skoða huga sinn áðr enn þeir færu út í þilskip, ef þeim væri sagt áðr að farmannalögunum yrði beitt, enn sem stendr vita þeir að þeim er ekki beitt við þá; og helzt af öllu vildi ég óska að hr. Markús léti þilskipaútgerðina alveg hlutlausa, að minsta kosti þangað til hann íer sjálfr að gera út þilskip og fer að fá þekkingu á því. Vonandi er, að fortölur hr. Markúsar hafi ekki þau áhrif á þingið, að það samþykki ekki hið nýja fiskimannalaga írumvarp, því þingmönnum er full- kunnugt um, að farmannalögin eru óvínsæl, hvað sem þessi eini maðr segir. Það er satt, við höfum hvorugr komist innfyrir alþingishúsdyrnar sem löggjafar og þurfum hvorugr annan að öfunda af því. Aldrei hefi ég heldr sent snikjupoka þangað inn í von um nokkur hundruð krónur. Það þætti mér óvirðing. Það er leiðinlegt, að mega ekki tala um opinbert mál, án þess að komast í persónulegar deilur. Enn það vildi ég ráðleggja Markúsi að fara nú ekki að skamma Sigurð Stefánsson, þótt hann sé á sömu skoð- un og ég um farmannalögin, sízt meðan á fjárlögun- um stendr. Það gæti dregið dilk á eftir sér. Að slæpast endiiangt sumarið, og ganga á milli til að spilla og sundra nytsömu málefni undir því yfirskyni, að látast vera talsmaðr (fyrir fólkið’, mundi meðlimum útgerðarmannafélagsins ekki þykja heiðar- leg atviuna. Nesi, 10. ágúst 1895 Guðmundr Einarsson. Prentun ísl. frímerkja og bankaseðla. Eftir Sigm. Guðmundsson prentara. Fyrir löngu síðan stakk ritstj. (Fjallk\ upp á því, að prentuð væri ný frímerki til ábata fyrir landssjóð. Nýlega hefir dr. Ehlers stungið upp á hinu sama, til styrktar holdsveikis-spítala, og hefir nú þingið loks þetta frímerkjamál til meðferðar. Dr. Ehlers tekr það fram, að nauðsynlegt sé að frímerkin séu falleg, og mundi það áreiðanlega auka eftirsókn útlendra frímerkjasafnenda. Það verðr að vísu naumast sagt, að frímerki þau sem nú gilda hér séu Ijöt, enn að segja það, að þau séu smeklckg eða fálleg, getr að eins sá, sem lítið — eða ekkert — vit hefir á þesskonar. Fyrst og fremst eru engir drættir (Jeikning’) á þeim nema kröna, horn, laufblað, og auðvitað lands- nafnið og gildi frímerkisins með stöfum; þar að auki eru litirnir á flestum frímerkjanna óhentugir, og á 3 aura frímerkjunum hreint öhafandi, á 6 aura lítt þol- andi. Rauði litrinn á 10 aura frímerkjunum væri einnig óhafandi, ef myndir ættu að prentast á frí- merkin. Amerísku Columbusar-frímerkin eru hin falleg- ustu er ég hefi séð. Sænsk frímerki eru vel prentuð, einnig sum hinna frakknesku; þýzk og ensk frímerki mega yfir höfuð heita ómynd, og virðist Danskrinn hafa haft þau til fyrirmyndar. Ef prenta ætti frímerki með myndum — eins og Ehlers bendir á — þá væru dimmgrænir og dökkbláir litir hentugastir, því með þeim takast fíngrafnar mynd- ir einna bezt, næst fínu svörtu bleki, sem naumast þætti eiga við á frímerki; rauðir og gulir litir eru óhæfir á myndir nema sem (tón’-litir. Ef myndir ætti að prenta á fríinerkin, þurfa þau að vera álíka stór og Columbusar-írímerkin, til þess að myndin geti orðið nokkurnveginn skír, t. d. af landgöngu Ingólfs, Heklu eða Geysi, o. s. frv.; 10, 20 og 40 aura frím. mættu vel vera stór, þar eð sjaldan þarf að nota meira enn eitt eða tvö af þeim á bréfsumslag; 3, 6 og 5 aura frím. ættu að vera minni, vegna þess að oft verðr að setja mörg af þeim á sama bréfið. * * * Enn þó að íslenzku frímerkin séu ekki sem á- kjósanlegast af hendi leyst, hvað prentun snertir, þá eru þau sannarlegt (meistarastykki’ borin saman við

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.