Fjallkonan


Fjallkonan - 04.12.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 04.12.1895, Blaðsíða 2
198 FJALLKONAN. XII 49 átt að kosta 32 a. enn hinn 42 a. Verðmunrinn átti að vera 10 aurar á alin, enn kaupmaðrinn jafnaði hann niðr i 5 aura. Hann sagði mér, að ef hann hefði selt þá á 32 a. og 42 a. alinina, þá hefði allr ódýrari stranginn selst þegar, enn hinn legið óseldr; með þessu móti seldust þeir jafnara, þó betr sá ódýr- ari. í þessu dæmi verðr krónuvirðið lakara í 35 a. dúknum; haun er því í rauu og veru dýrari enn hinn, sem kostaði 40 a. Þetta dæmi sýnir, hve ósanngjörn er umkvörtun' Ármanns og fleiri, sem ég hefi heyrt kvarta um lélegar vörur hjá kaupmönnum — þeir fást varla til að kaupa betri vöruna, jafnvel þótt þeim sé vilnað í á henni á kostnað heimskingjanna, sem að eins spyrja eftir verði, enn athuga ekkert um gæði vörunnar. Þessir menn mega kenna sjálfum sér um, að útlendu vörurnar eru ekki eins góðar og þær ættu að vera. Þegar og að því leyti sem kaupmenn jafna vöru- verðið, eins og sýnt var í dæminu, þá er tvöföld á- ástæða til að fylgja þeirri góðu og gömlu reglu, sem ég nefndi áðau: að kaupa jafnan betri vöruna, þótt hún sé nokkru dýrari í bráðina. Og þá er það um leið tvöföld heimska, að kaupa ódýrustu tegundirnar, því að þær eru þá einmitt dýrari, þótt alinin kosti færri aura. Þetta ætti Ármann að hugleiða, og hver sá maðr, sem gengr inn í sölubúð til að kaupa þar eitthvað. Láti þeir lélegu vöruna liggja óselda hjá kaupmönnunum; það ráð mun duga, þeir muuu fljótt bregða við, að pantá það sem viðskiftamennirnir vilja kaupa. Þórshöfn í Færeyjum, 11. nóv. 1895. Kr. Jónasarson. Landseimskipið. Yið það sem áðr er sagt má bæta þessu, eftir skýrslu frá farstjóranum hr. D. Thomsen til þessa blaðs: — Skipið er dálítið hraðara enn (Laura’, og verðr 600 smálestir netto, þegar búið er að gera við það, og því lítið eitt minna enn (Laura\ Það er alt yfirbygt. Hr. D. Thomsen kveðst hafa sent út 1000 bréf á dönsku og ensku til ýmsra skipaútgerðarmanna, enn ekkert skip fekkst, sem fyllilega samsvaraði á- ákvæðum laganna. — Tvö skip vóru boðin til kaups og einn bauðst til að smíða nýtt skip eftir fyrir- mælum laganna fyrir 396,000 kr. Gufuskipafélagið afhendir skipið 1. marz og tekr aftr við því í lok nóvembermánaðar. Síðar verðr skýrt frá í þessu blaði, hvernig ferðunum verðr hag- að, og eins ferðum skipanna frá gufuskipafélaginu sem eiga að fara hér 13 ferðir næsta ár. Yiðgerð á (Vestu’, til að gera hana hæfilega til þessara ferða, kostar 50,000 kr., sem eigandi borgar. Dýralæknir norskr, Bruland, amtsdýralæknir í Bergenshus-amti, kom með (Laura’ og ætlar að rann- saka bráðapestina hér á landi samkvæmí fjárveiting alþingis (2500 kr.). Haun gerir ráð um að dvelja hér til janúarloka. Er hann nú að búa sig undir rannsóknir sínar, sem að líkindum geta byrjað bráð- lega, því pestin gerir vart við sig á ýmsum stöðum hér í grendinni. Strandferðaskipið (Thyra’ hafði orðið íýrir vond- um áföllum í síðustu ferð sinni frá Austfjörðum á dögunum. Misti einn hásetann, og þrjá báta tók út, enn hinn fjórði varð ófær. Talsvert fleira hafði og farizt af skipinu, og lá nærri, að það færist sjálft. Tliordal kaupmaðr er enn kominn hingað 28. f. m. á skipinu .Orianda’ til að sækja fé það sem eftir varð um daginn og kaupa um 600 fjár í viðbót. — Hafa viðskifti hans fært inn í landið yfir 100,000 kr. að sögn. Frímann B. Anderson rafmagnsfræðingr kom með (Orianda’ og hefir nú að færa ný tilboð frá ýms- um rafmagnsfélögum um að raflýsa Reykjavík og eitt tilboð frá heimsfrægu félagi, Siemens & Halske í Ber- lín, bæði um raflýsing og rafhituu bæjarins. — Er vonandi að bæjarstjórn Rvíkr taki nú liðlega í málið. — Notkun rafmagns er nú mjög að aukast á Norðrlönd- um, einkum í Svíþjóð og Noregi, og er þar nú í ár farið að nota fossa til rafmagnsframleiðslu í mjög stórum stíl. Ilr. Einar Benediktsson kom með þessu sama skipi aftr frá Skotlandi. Hefir að sögn keypt prent- smiðju og ætlar að setja á stofn dagblað hér í Rvík á næsta sumri. Holdsveikisspítalinn á ekki að verða undir um- sjón kaþólsku kirkjunnar, eins og helzt er að skilja á ísaf. — Samkvæmt orðum Jóns prests Sveinssonar, sem tilfærð eru í síðustu Fjallk., ætla hinir kaþólsku menn að tgefa landinu hann’, þegar þeir hafa komið honum á fót. Dr. Ehlers hefir nú lokið ferðabréfum sínum i (Berlingatiðindum’ og eru þau einnig prentuð sérstök. Ber hann Norðlendingum vel söguna og lætr mikið af náttúrufegurð landsins. Um holdsveiku mennina talar hann mjög fátt i bréfum þessum. Jón Jónsson (Ráðgerðingr) kand. fil. hefir ritað (Rejseskildringer fra Island’ í ^HöjskoleUadet’ danska. Út af útdrætti þeim af fyrirlestri Finars Bene- diktssonar, sem stóð í Fjallk. um daginn, hefir stjórn Stúdentafélagsins birt yfirlýsingu nokkura, þar aem sagt er að það sem stendr í útdrættinum sé ekki rétt hermt. — Útgefandi þessa blaðs var ekki við fyrirlestrinn, enn fekk þennan útdrátt hjá mjög skil- ríkum og réttorðum áheyranda, og má því fullyrða, að útdráttrinn sé að mestu réttr að efni til, það sem hann nær, enn auðvitað hefir mörgu verið slept úr og þar á meðal jafnvel meiri stóryrðum enn í út- drættinum standa. Ný lög. Þessi lagafrumvörp frá síðasta alþíngi hefir konungr samþykt: 1. Fjáraukaiög fyrir árin 1894 og 1895. 2. Lög um stefnur til æðra dóms i skiftamálum. 3. Lög um breyting á 5. gr. tilsk. um bæjar- stjórn í Reykjavík 20. apríl 1872. 4. Lög um brúargerð á Blöndu. 5. Yiðaukalög um Iög um prentsmíðjur 4. des- ember 1886. 6. Lög um sérstök eftirlaun handa séra Pétri Guðmundssyni fyrv. sóknarpresti í Grímsny.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.