Fjallkonan


Fjallkonan - 04.12.1895, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 04.12.1895, Blaðsíða 1
G)alddagi 15. Júll. Upp- Bögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18. Kemr flt nm miöja vikn. Árg. 8 kr. (erlendÍB 4 kr.). Anglýsingar mjögódýrar. FJALLKONAN. XII, 49. Reykjavík. 4. desember. 189S. (Vöruvöndun’ er títt efni blaðagreina í seinni tíð. Flestar hljóða þær um íslenzku vöruna. Nýlega hafa mér samt bor- izt í hendr tvær ritgerðir, þótt langt sé síðan þær vóru skráðar, um vöndun á útlendum vörum. Sú fyrri, eftir Ármann, er í tStefni’ 24. jan. þ. á. Sú seinni er svar Pétrs Jónssonar á G-autlöndum til þessa Ármanns; það er í ,Stefni’ 4. og 8. júní þ. á. JafnVel þótt Ármann undanskilji ekki neina vöruteg- und, lítr samt svo út, sem hann hafi einkum átt við kornvörur eða matvörur yfir höfuð, í grein sinni, enn ekki iðnaðarvörur. Mestr hlutinn af svari Pétrs er og um matvörurnar. Það hefir þannig mjög lítið ver- ið minst á vöndun á iðnaðarvörum. Ég er þeirri hlið málsins dálítið kunnugr og vil því fara um hana nokkurum orðum. Hvað iðnaðarvöru snertir, einkum vefnaðarvöru, þá er það víst, að kaupmenn flytja það eitt til lands- ins, sem þeir halda að vel seljist. Það sér líka og skilr hver heilvita maðr, að það er lífsspursmál fyrir kaupmennina, að geta selt vörur sínar fljótt og vel. Það er þetta, sem þeir hafa hugfast, þegar þeir kaupa vöruforða sína; þeir vita af margra ára reynslu, hvað viðskiftamenn þeirra muni vilja kaupa og hvað ekki; þeir hljöta að haga sér eftir því, hvað sem þeirra eigin skoðun líðr. Það eru því viðskiftamennirnir, sem þannig óbeinlínis ráða því, hvort kaupmenn flytja vandaða eða óvandaða vefnaðarvöru. Þessi sannleikr er deginum Ijósari — svo aúðsær, að enga nánari skýringu ætti að þurfa til að gera öllum þetta skil- janlegt; það getr ekki verið öðruvísi. Það er í sjálfu sér rangmæli, að segja, að vefn- aðarvara í einni búð sé misdýr; hjá sama kaupmanni er öll varan eiginlega jafndýr, — öll krónuvirðin eru jafngóð, hvort sem það eru 5 álnir af 20 aura lérefti, 2 álnir af 50 aura lérefti eða 1 alin af dúk, sem kostar eina krónn; það hefir jöfn auratala úr hverri þessari krónu farið til verksmiðjueigandans, umboðs- mannsins og kaupmannsins; hann (kaupm.) hefir alls ekki meiri hag af þeirri krónu, sem hann fekk fyrir krónudúkinn, heldr enn þeirri sem kom inn fyrir 20 aura léreftið. Verksmiðjueigandinn reiknar sitt verð nákvæmlega eftir kostnaði þeim öllum, sem hann ver til vörunnar, hvort sem hann býr til 20 aura léreft eða krónu léreft. í hverri grein — segjum t. d. í léreftum — hefir hann svo mörg tröppustig, sem hann álítr að útheimtist til að fullnægja þeim þörfum, sem varan er alment ætluð til. Oft er það, að lægsta gæðastig (Kvalitet) kostar ^Á, eða jafnvel að eins % eða */4 af því sem bezta tegundin kostar. Umboðs- mennirnir taka jöfn umboðslaun af öllu, og hver ein- stakr kaupmaðr leggr hér nm bil jafn hátt hundraðs- gjald á alla sína vefnaðarvöru. Það er því komið undir kaupanda sjálfum, að hann velji vel það sem hann vanhagar um, og svo sjálfsagt einnig því, að forði kaupmannsins sé nógu fjölhæfr. Ómögulegt er að gefa reglur fyrir slíku vali. Enn samt er ein regla, sem óhætt er að fylgja, því að hún hefir víst ekki margar undantekningar; það er sú regla, að kaupa ávalt betri vöruna, jafnvel þótt alinin kosti fleiri aura; það verðr ódýrara, þegar til endingarinn- ar kemr. Þessa reglu kunna reyndar fjölda margir, og vitna jafnvel til hennar, enn fylgja henni samt ekki. Þegar kaupmenn panta vörur eftir þeim sýnis- hornum, sem ég hefi meðferðis, mæli ég mest með beztu tegundunum, af því að það er sannfæring mín, að það borgi sig betr fyrir njótanda að kaupa þær, heldr enn ódýrari vöruna. Svar kaupmannnana er þá gjarnan á þessa leið: (Það er ekki til neins fyrir mig að panta þetta; fólk kaupir það ekki, því þykir það of dýrt. Fyrir mitt leyti vildi ég miklu heldr flytja góða vöru; það er æði mikið ánægjulegra’. Auðvitað panta allir kaupmenn nokkuð af góðum vör- um með, eftir því hlutfalli, sem þeim hefir reyuzt að þær seldust. Stundum hygg ég að þetta ólag, að mest selst af óvönduðu vörunni, eigi rót sína að rekja til þeirrar skoðunar, sem áðr var almenn og er alls ekki útdauð ennþá, að öll verzlun sé eintóm ásælni og fjárdráttr kaupmanna. Ég man vel eftir þessari fyndni: ,Ég vil síðr kaupa hlutinn, sem kostar 10 kr., enn þann sem kostar 5 kr., af þeirri einföldu ástæðu, að ég vil síðr láta (siiuða’ mig um 10 kr. enn 5 kr’. Það fara víst margir eftir þessari kenningu, enn slíkt er hrap- arlega misráðið. Að gefa 5 kr. fyrir lélegan hlut, getr oft verið það sama sem að skaðast um 5 kr., eða ennþá verra: fá hlut, sem bregzt þegar mest ríðr á, enn fyrir 10 kr. hefði verið hægt að fá góðan og gagnlegan hlut. Ég hef heyrt á það í búð einni, að gestr spurði eftir verði á smáhlut nokkrum. Búðar- piltr svarar: (10 aura’. Gestrinn kvaðst geta fengið hlutinn fyrir 8 aura annarstaðar, leit ekki á það sem á boðstólum var og fór þegar burt. Nú vill svo til, að ég hef meðferðis nokkur sýnishorn af þessum sama hlut. Verðmunr á þeim eftir gæðum, samkvæmt reikningi þess sem býr hann til, er sá, að það dýr- asta er ferfalt að verði við það ódýrasta; svo eru auðvitað mörg tröppustig þar á milli. Það er eðli- legt, að sá kaupmaðr, sem oft fær svona gesti í búð sína, panti ódýrari tegund næst, til þess að hann geti selt hlut þennan á 8 aura, eða minna. Á sama hátt fer víst með aðrar vörutegundir. Ég sagði áðan, að öll krónuvirði í álnavöru hjá sama kaupmanni væri jafngóð. Þetta er, ef til vill, nokkuð ofsagt. Ég veit til þess að sumir kaupmenn leggja að tiltölu heldr meira á lakari tegundirnar. Þeir segja, að það kosti oft eins mikinn eða meiri tíma, að selja eina alin, af 25 aura lérefti, eins og 1 alin af klæði á 4 kr. — enn tíminn er pen- ingar — þess vegna sé það rétt, að leggja meira hundraðsgjald á ódýrari vöruna. Ég skal setja hér dæmi til skýringar. Kaupmaðr hafði í búð sinni 2 stranga af skyrtudúk. Annan seldi hann á 35 aur., hinn á 40 a. alinina. Að réttu lagi hefði sá ódýrari

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.