Fjallkonan - 11.12.1895, Side 1
Kemr út nm miöja viku.
Árg. 8 kr. (erlendis 4 kr.).
Anglýeingar mjögódýrar.
FJALLKONAN.
OJalddagi 15. Jdll, TJpp-
sögn skrifleg fyrir 1. okt.
Afgr.: Þingholtestrœti 18.
XII, 80. Reykjavík, 11. desember. 1898.
í dönskum blöðum hefir cand. polit. F. J. West
ritað allmiklar greinir um JDanmark og Island’, og
er hann íslendingum velviljaðr. Hann getr þess að
Danir sé furðulega ókunnir landi voru og þjóð, og
af þeirri vanþekkingu stafi það, að stjórnin hafi svo
lítið sint kröfum íslendinga né reynt að bæta at-
vinnuvegu og stjórn landsins. — Hann rekr sögu
stjórnarskrármálsins frá upphafi, minnist á þær fram-
farir, sem hér hafi orðið í einstökum greinum á síð-
ari árum, og tekr það sérstaklega fram, að landinu
ríði einna mest á, að samgöngurnar séu bættar til
þess að afurðir Iands og sjávar geti komið að fullum
notum. Getr hann um hið nýja landsskip, og minn-
ist á Færeyja-ferðir ísl. póstskipanna, sem meðal ann-
ars geri ferðina milli Khafnar og íslands 9—18 kr.
dýrari enn hún annars væri fyrir hvern farþega.
Hann ræðr að lokum Dönum til að sinna íslandi
betr enn að undanförnu og láta ekki Englendinga
eina um landið.
Um háskólamálið segir þessi sami hr. West, að
það sé staðleysa (utopi), sem fáeinir skammsýnir menn
hafi farið fram á, enn telr þó þörf á, að hér væri stofnaðr
lagaskóli. Kostnaðrinn við háskóla hér á landi segir
hann mundu verða meiri enn landið gæti tiltölulega
borið, og mundi þó háskóli þessi ekki geta fylgt tím-
anum. — Það virðist nú sem háskólamálið sé alveg
fallið í dá; því var ekki hreyft á síðasta alþingi, enn
þar á móti samþ. frumv. um lagaskóla. — Tillagan um
að afnema styrk þann er ísl. stúdentar njóta við há-
skólann í Khöfn mun að vísu vera runnin undan rif-
jum háskóla-krefjendanna, enn árangrinn afslíkritil-
lögu getr naumast orðið annar enn sá, að styrkrinn
verði afnuminn, án þess nokkuð komi í staðinn, og
væri þá vel að verið.
Ekki mun háskólamálið verða notað sem brýn-
ingarfæri i viðreign þjóðar og stjórnar, því þjóðin
vill ekki fylgja því fram, nema ef til vill fáeinir
menn.
Annars virðist svo sem þjóðin sé nú orðin leiðá
þeirri pólitik, sem fylgt hefir verið fram á alþingi í
stórm álum, og kjósi heldr að fara hægra og halda
meira í praktiska átt. — Stjórnmálamennirnir hafa
sífelt verið að tala um (söguleg landsréttindi’, og þó
styðzt stjórnarskrárfrumvarpið alls ekki við þessi (sögu-
legu landsréttindi’, enda geta (söguleg réttindi’ ein-
mitt verið hinn mesti ójöfnuðr. Þeir hafa aftr á móti
naumast tekið nægilegt tillit til eðlilegra réttinda,
andlegs þroska og efnahags þjóðarinnar.
Pasteur.
Louis Pasteur, hinn frægi franski efnafræðingr,
dó, sem kunnugt er orðið, 28. sept. í haust. Hann
var langfrægstr vísindamaðr, ekki einungis á Frakk-
landi, heldr í öllum heimi. Margar þúsundir manna
eiga honum lífið að þakka, og enn fleiri mega þakka
uppfundningum hans, að atvinnuvegir þeirra hafa
stórum blómgazt.
Frá efnafræðisstofu hans í París skein ljós yfir
allan heim, sem leysti menn frá ótal vandkvæð-
um, sjúkdómum og dauða, enda streymdu til hans
lærisveinar úr öllum löndum.
Hann er fæddr 27. des. 1822 í Dðle á Frakk-
landi, og varð háskólakennari í efnafræði 32 ára,
síðast við Sorbonne-háskólann í París, enn lagði niðr
embætti 1875 til þess að geta eingöngu gefið sig við
vísindalegum störfum, enda vóru honum í því skyni
veitt rífleg eftirlaun.
Hann var þá orðinn heimsfrægr fyrir fundn-
ingar sínar á bakteríunum, sem hafa gert algerða
byltingu í læknifræðinni og fleiri vísindum.
Þær rann-
sóknir leiddu
tilþess,aðhann
fór að rann-
saka silkiorma
sýki og vín-
berjasýki, sem
áðr höfðu gert
bændum þar í
landi ógurlegt
tjón. Tókst
honum svo að
ráða bót á mis-
brestum þess-
um, að talið er
aðmeð því einu
hafi hann fyr-
ir löngu unnið
Frakklandiinn
þá 5 miljarða,
erþeir urðu að
borga Þjóðverjum.
Enn frægari hefir hann þó orðið af uppfundningum
sínum er snerta bólusetningu gegn sjúkdómum (mílt-
isbrandi, hundaæði o. fl.). — Það eru hans uppfund-
ningar, sem leitt hafa til þess, að lærisveinar hans
hafa nú fundið nær óyggjandi meðal við barnaveik-
inni (difteritis).
Hann var mjög heilsutæpr á efri árum, og staf-
aði heilsubrestr hans af því, að hann hafði lagt langt-
um of mikið á sig við rannsóknir sínar, sem hann
var vakinn og sofinn í.
Pasteur mun ávalt verða talinn meðal hinna
mestu velgerðamanna mannkynsins, og hann var einn
af þeim fáu mikilmennum, sem enginn bar annað
enn gott.
Raflýsing Reykjavíkr.
Hr. Frímaim B. Anderson flytr nú májið um
raflýsingu Reykjavíkr, og hefir bæjarstjórnin samþykt