Fjallkonan


Fjallkonan - 28.01.1897, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 28.01.1897, Blaðsíða 1
GJalddsgii 15. Júli. Opp- sögn skrifleg íyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 Kemr ftt nm miöja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýsingar mjög ödýrar. FJALLKONAN. XIV, 4 Reykjavík, 28. janúar. 1897 Skilnaðr ríkis og kirkju. í 45. og 46. tbl. Fjallkonunnar þ. á. er ritgerð eftir Jóhannes L. L. Jóhannsson um kirkjuféð, eða meðferð þess, ef kirkjan yrði aðskilin frá ríkinu. Rit- gerð þessi er eiginlega skrifuð á móti uppástungu Sigrjóns Friðjón8sonar í 18. tbl. ,Fjallk.’ þ. á. Herra J. L. L. J. vill láta allar kirknaeignir, sem nú eru taldar, fylgja kirkjunni, þótt hún verði aðskilin frá ríkinu, enn herra S. F. vill láta taka allar kirknaeignir, það er kirkjujarðir og ítök, sem kirkjum eru eignuð, undir ríkið, ef aðskilnaðr verðr gerðr á riki og kirkju. Báðir þessir herrar þykjast hafa mikið til síns máls, enn mig grunar, að ef önnur hver tillagan þeirra gengi fram óbreytt, þá mundu afleiðingarnar ekki sem beztar. Ef tillaga S. F. gengi fram, og allar kirkjueignir gengu undir ríkið, og kirkjan yrði svo óháð ríkinu og nyti einskis styrks frá því, þá mundi söfnuðum ofvaxið að halda presta upp á sitt eindæmi, til þess að launa þeim svo að viðunanda væri, og mundi þá margr söfnuðr heldr kjósa,aðvera prestiaus, enn að leggja afar þung gjöld á sig, því það kæmi þá ríkinu ekkert við, þótt enginn prestr væri. Ef aftr á móti tillaga J. L. L. J. gengi fram, og kirkjan héldi öllum þeim eignum, sem henni eru nú eignaðar, og væri svo aðskilin frá ríkinu og ríkið hefði svo ekkert með hennar málefni að sýsla framar, þá mundi myndast nokkurs konar ríki, sem öll kirkju- stjórn heyrði undir, og þetta kirkjuríki hefði nægan auð til umráða, þar sem aliar kirkjueignir á landinu heyrðu því til, og ríkið gæti ekki neinstaðar haft hönd í bagga með þá fjárstjórn. Stjórnendr þessa kirkjuríkis mundu verða klerkarnir með einhvern æðsta prest eða biskup sem forseta, og í öllum kirkjumálum mundi þetta kirkjuríki hafa sína dóm- stóla, enn ekki þá dómstóla, sem ríkinu til heyrðu. Enn hvaða dómstólar dæmdu, ef ríkið og kirkjuna greindi á, er ekki gott að vita, því líklega yrðu ekki brúkuð vopn til að skera úr málum, enn af kirkj- unnar hendi mundu nú ekki duga bannfæringar, eins og á fyrri öldum. Það munu flestir hafa heyrt getið um klerka- og biskupavaldið á miðöldunum og eÍDnig hversu heillaríkt það var fyrir þjóðirnar, og get ég því ekki skilið, að nokkurn alþýðumann hér á landi langi til að lifa undír því. Það er svo fyrir þakkandi, að það eru enn til prestlegrar stéttar menn þeim hæfileikum búnir, sem nauðsynlegir eru til þess að geta fetað í fótspor hinna fornu biskupa og klerka, sem uppi voru hér þegar presta- og biskupavaldið var sem mest, enn nú hvorki þurfa eða geta látið til sín taka meðan kirkjan er háð ríkinu. Enn hvað yrði, ef kirkjan yrði aðskilin frá ríkinu með miklum eignum og yrði því að öllu leyti óháð?— Það mundi tíminn leiða í Ijós. Það er ekki meining mín, að setja mig upp á móti því, að kirkjan verði aðskilin frá rikinu, heldr er ég beint með því, að aðskilnaðr ríkis og kirkju fengist, því meðan kirkjan heyrir undir rikið og prestarnir eru í ríkisins þjónustu, þarf ekki að búast við, að embættisverkum þeirra verði breytt, því eins og prestsverkin eða skylda þeirra í embættinu er nú. kemr prestastéttin ekki að þeim notum, sem æskilegt væri, enn gæti verið sú nýtasta stétt, ef umbætr væru gerðar á störfum hennar. Af þvi ég er talsverðr presta vinr, þá vil ég láta breyta stöðu prestanna og aðskilja kirkjuna frá rik- inu. Ef kirkjan yrði aðskilin frá ríkinu að stjórn- inni til, þá yrði kirkjustjórnin fengin hverjum söfn- uði í hendr sem kirkju hefði, enn ríkið tæki allar þessar svo-köllnðu kirkjueignir, sem áðr eru taldar, og héldi þeim sem sinni eigin eign, eins og þær eru líka auðsjáanlega. Meðan kirkjan er sameinuð ríkinu, þá á hún ekki full ráð á eignum sínum, þótt hún sé talin að eiga svo og svo mikið og prestr- inn njóti eftirgjaldanna eftir kirkjueignirnar. Það er engan veginn f'rá kirkjunni, heldr frá rikinu og kirkjunni í sameiningu, enda heyrir það undir ríkið að veita brauðin. Enn ríkið ætti að veita hverjum söfnuði, sem nú er á landinu, nokkur hundruð króna styrk árlega til þess að hjálpa presti sínum, með því skilyrði, að þeir hefði á hendi unglingakensluna, svo ekki þyrfti að kosta meiru af landssjóði til barnakenslu. Svo ætti ríkið að létta öllum pólitískum störfum af prestunum, og bæta þeim á aðra embættismenn, sem þau eftir eðli sínu heyra undir. Einnig ætti ríkið að halda uppi prestaskóla. Með þessu fyrirkomulagi finst mér að prestar mættu verða ánægðir með fjárskifti kirkjunnar; auð- vitað mundi margr söfnuðr hafa minna enn uú sam- svarar eftirgjaldi eftir kirkjujarðirnar og prestsetrin, sem ég tel með eignum kirkna, enn aftr á móti hefði líka margr söfnuðr meiri fjárstyrk enn nú legst til prestsins af þeim svo-kölluðu kirknaeignum. Svo semdi hver söfnuðr viðsinn prest um það, hvernig hon- um væri launað, enginn biskup yrði framar til, eng- inn prófastr og engin synódus, engin prestvígsla, að eins vitnisburðr frá prestaskóianum og svo samningr- inn við söfnuðinn, og öll mál, sem eru milli safnaðar og prests, yrðu dæmd af dómstólum ríkisins. Séra J. L. L. J. ber kvíðboga fyrir því, að engir prestar fengist, enn það mun ekki að óttast með þessu fyrirkomulagi, enn það er fyrir það, sem hann saknar þeirra mest, að hann telr þá sjálkjörna leið- toga alþýðu í „framfara- og frelsismálum“. Um það ætla ég nú ekkert að segja, enn samt mun það nokk- uð misjafnlega hafa gengið alt frá Árna til Hallgríms, enn þó að prestanna misti við í þessu tilliti, mundi ekki stór skaði skeðr, því þá mundu aðrir fara að verða leiðtogur, sem hæfileika hefðu til þess, og prest- arnir legðu grundvöilinn á æskuskeiðinu. Ritað 4 preBtBsetri á gamlárskveld 1896. Prestavinr.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.