Fjallkonan


Fjallkonan - 28.01.1897, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 28.01.1897, Blaðsíða 4
16 FJALLKONAN. XIV 4. hinu sanna, fagra og góða; kennir manninum margt þarflegt, eigi að eins hvað vinnu og starfsemi snertir, heldr jafnvel að hugsa rétt og klæða hugsanir sínar í fagran bóning. Auk þess er bóklestrinn hin bezta skemtun, sem fongizt getr. Hér í hreppi er einnig Good-Templarafélag, og munu vera í því nálægt 60 manns. Og fyrst ég minnist á félag þetta, vil ég leyfa mér að gera dálitla athugasemd við grein þá af Vatus- leysustriind, sem stendr í 51. tbl ,Fjallk.’, dags. 14. des. f. á. Hið eina, sem satt er i grein þessari, að því er snertir mig og mitt heimafólk, er það, að ég var að minsta kosti hlyntr félagi þessu, og vil einnig vera það framvegis, ef auðið er. Ef þessi örverpisgrein, eða öllu heldr auglýsing, hefði verið sannleikan- um samkvæm, mundi hún hafa verið orðuð hér um bil á þessa leið: „Sunnudaginn hinn 15. nóv. (1896) vildi eídri sonr prests- ins og vinnudrengr hans fá inntöku i stúkuna, og við var búið að fleiri af börnum hans og heimilisfólki og máske sjálfr hann kæmi á eftir. Já, hvernig átti nú að fara að? Ég fyrir mitt leyti vildi engan af hans heimili í stúkuna. Nú vóru góð ráð dýr, því við ramman var reip að draga, þar sem ég vissi, að allr þorri manna í stúkunni mundi vilja taka þá inn. Veiztu „Fjallkona“ góð, hvað ég (o: greinarhöf.) gerði? Ég brá mér til og fekk 4 hrausta drengi i fylgd með mér til þess að greiða atkvæói móti drengjunum. Auðvitað brutum við lög stúkunnar, enn hvað gerði það til? Ég sá það fyrir, að ef ég gæti komið þessu í verk, og það tókst ágætlega, — þá mundi enginn fram- ar af heimili prestsins knýja á stúkudyr vorar. Var ég ekki smellinn? Og ég vann raeira, þvi sá eini, sem kom- inn var í félagið trá prestinum, tók strax í hattinn og kvaddi okkr. Bravó! við erum lausir við þetta hyski alt saman“. Einnig segir í greininni að flestir hinna betri manna hér séu komnir í félagið. Ég játa, að mér er ekki geflð að dæma hjörtu manna. Ef nú einir 60 (því þeir munu ekki vera fleiri í félaginu) eru flestu betri mennirnir af um 800 manns, sem eru í hreppnum, þá eru fleiri enn ég ætla hér af lakari sortinni. Og ef betri á að þýða sama sem nýtari menn, þá skal þess getið, að eigi munu vera fleiri enn 6—7 húsráðendr eða bændr í félaginu af 118 húsráðendum eða bændum. 0, jæja, skyldi þerta ekki vera nokkuð strangr dómr um alla hina? Einir 6 eða 7 eru flestu betri mennirnir af 118. Ekki vildi ég hafa felt slikan dóm. Enginn af hinurn 5 hreppsnefndarmönnum eru í félaginu; mun þó hreppsnefnd sjaldan vera valin af verri end- anum. Það er nú annars farið að tína flest í blöðin, þegar farið er að auglýsa fyrir fram hverir ætli að ganga i Goodtemplara- félag. Að skrökva vísvitandi í dagblöðunum er að minsta kosti ekki fallegt; og aldrei hefir það þótt lýsa drenglyndi, að þora ekki að segja til nafns síns. Hins er vert að geta hreppsfélagi okkar til maklegs lofs, að hér er yfir höfuð mikil reglusemi að því er vínnautn snertir; jafnvel sjálft Goodtemplarafélagið má gæta sín, ef það íþvíefni á að taka hinum mikið fram. 14. janúar 1897. Árni Þorsteinsson. til jalns við það til að þola stórskot, og er því ágætt til að klæða með því brynskip. Öflugustu stórskot vinna ekki á því. Sömuleiðis er það hentugast allra málma í hjólaása í vélum og vögnum. Lækniug krabbameins. Rússneskr læknir þyk- ist hafa fundið læknislyf við krabbameini, og kveðst hafa læknað nokkra menn af þeim sjúkdómi, bæði í innyflum og utan á líkamanum. Tíðarfar. Siðustu daga hefir verið stilt veðr og allmikið froat. Snjólítið hér nærlendis. Aflalaust hér sunnanlands, nema allvel fiskvart í Grindavík, þegar gefið hefir að róa. Tíðræddast er nú hér í bænum um mál Þorv. lög- regluþjóns við útgef. Fjallk. Þegar málið er komið dálítið lengra áleiðis, verðr skýrt frá því í blaðinu eða í sérstöku fyigiriti. ■=T=^T==jL=T=^=T=Jt=T=J^rT=^L=TtdLrr=a=T=L^^ IEtE3 Skriflð mér og sendið 1 kr. með liverri stimpilspöntun. fil Samtíel Ólafsson Vestrgötu S8, Reykjavík, pantar nafnstimpla af hvaða gerð sem þið óskið. Nafnstimplar eru nettustu sumargjafir. Ég, sem undir er skrifuð, hefi i 14 ár þjáðst af magalasleik og taugaveiklun ásamt máttieysi, matar- ólyst og uppköstum. Ég fór því að reyna Kína-lífs- elixír frá hr. Yaldemar Petersen í Frederikshavn og þegar ég hafði brúkað 7 flöskur fann ég mikinn bata á mér; er ég sannfærð um, að ég má ekki vera án þessa ágæta Kína-lífs-elixírs, enn af því að ég er ör- snauð, get ég ekki fullnægt þörfum mínum í þessu efni. Samkvæmt minni reynslu vil ég ráða öllum, sem þjást af ofannefndum sjúkdómum, að reyna þenna ágæta meðalasamsetuing. Húsagarði á Landi, 25. febrúar 1896. Ingiríðr Jönsdóttir. Uppfundningar. Nikkel er hvítgrár harðr málmr, sem er nú orð- inn alkunnr. Enn mesta þýðingu hefir það, að nú hefir tekizt að blanda saman járni og nikkel og verðr þessi blendingsmálmr fyrirtak að styrkleika og seigju. Nikkel flyzt nú einkum frá Ástralíu (Ný-Kaledoníu) og Kanada, enn er hreinsað í Evrópu. Það hafa verið gerðar margar tilraunir til að blanda saman járni og nikkel, enn hafa mistekizt að í meira eða minna leyti, þar til Krupp, hinum alkunna kanónusmið, hefir tekizt það ágætlega, og er málmr þessi nefndr nikkel-stál. Það er svo hart og seigt, að enginn málmr kemst j Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönn- um á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína- lífs-elixir, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir i því, að gtandi á flöskunni 1 grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. «»» verzlun Magnósar Einarssonar á Seyðis- firði fást ágæt vasaúr og margskonar smékkleg- i ar, fásénar oz vandaðar vörur með mjög sanngjörnu verði. Étgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiöj an.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.