Fjallkonan


Fjallkonan - 28.01.1897, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 28.01.1897, Blaðsíða 3
28. jan. 1897 FJALLKON AN, 15 Það er ógrynni fjár, sera landið heíir eignazt í hftsum og öllum þeim munum, eem aðrar þjöðir nota, enn ekki gáuet hér fyrir 30 árum að kalla mátti. Klukkur, stígvél, ofnar, eldavélar, eaumavélar og moirgt fleira, og eyðslan um árið er naumast minni enn ferföld eða fimmföld við það, eem hún var 1850. Kaupstaðarekuldir eru miklar taldar, enn þær eýna meiri enn ekki minni afla, því ekbi er það neitt smáræði, eem kaup- menn taka í vexti af þeim. Landemenn afla í vextina handa kaupmönnum, fyrir utan það sem þeir þurfft til nauðsynja einna. Enn jafnaðariega er enginn arðrinn fyrir lántakanda. Lands- menn hafa komizt i skuldirnar af gáleysi og fávizku, þar sem þær eru ekki sprotnar af neyð i harðindum. — Maðr nokkur eagði við Hannibal: „Þú kant að sigra Hannibal, enn þfi kant ekki að fsera þér eigrinn í nyt“. Svo virðist mér megí að orði kveða um framfarir vorar; þó þær megi eigi litlar heita, koma þær að minna gagni enn öskandi væri. Hryggr landsmanna er í mörg- nm héruðum eins og kaupmannabanki; þar láta kaupmenn vöru sína á vöxtu og skamta sér sjálfir vextina. Landsmenn komast í skuldirnar fyrir ýmsan hégóma og óþarfa; arðrinn af atvinnu þeirra hrökkr ekki, þó þeir láti alla sína beztu vöru fit úr landinu og lifi á lélegu mjöii, og ruslinu fir því, sem landið af sér gefr; bæta svo upp nautnarskortinn með ýmsum munaði. Enn alt þetta kemr af eðlilegum mentunarskorti. Eng- inn leiðbeinir. Nei kaupstaðabúar og þeir, sem helzt mætti vænta leiðbeiningar af, villa og afvegaleiða og ganga á undan með fávizkuna. Þessi óhagsýni með efnahag landsins gerir nfi framfarirnar gagnslitiar. Á undangeugnum öldum, og lengi fram eftir þessari öld, gátu landsmenn ekki án þess verið að halda fastara utan að efnum sínum heldr enn hæfa þykir, þegar efnahagrinn lifnar við, enn þetta hóf er vandratað, og má ekki furða eig á þvi, þótt alþýðu mistækist það, þegftr hvergi var leiðbeining, enn víða af- vegaleiðslur og margr áleit mistökin vatn á sína mylnu. Ég sagði hér að framan, að landið hefði eignazt ógrynni fjár í hósum. Framan af vóru víða engin hús fyrir fénað, eða fullorðinn fénað að minsta kosti, og ailstaðar ill, þar sem þau vóru til. Bæjabyggingar hafa lika víða skánað, enn óvíða er framförin mikil. í Borgarfirði er hfin mikil og á Suðrnesjuoi, og svo eru á einstöku stöðum ágætar framfarir, sem bera þá af öllu í kringum sig eins og gull af eiri t. a. m. í Bólstaðarhlíðarhreppi (Bóistaðarhlíð, Mjóidalr, Finnstunga) og Svínavatnshreppi (Stóridalr fagr og velbygðr bær og Btóreflis tfin sléttað út í yztu æsar o. s. frv.). Framfarirnar i Svínavatnshreppi munu meir eða minna nálgast þessa bæi, og þar ætla ég rnuui vera beztar framfftrir á landi voru. Snjór var fallinn á jörð þegar ég fór þar um, svo ég gat ekki séð sveitina svo vel sem skyldi. Aðalfjármagnið er samt í kaupstaðarhúsunum. Landsmenn eru matvinnungar, enn kaupmenn græða. Enn þá eru arfgengir hiekkir frá verzlunaránauðinni á landsmönnum, svo á þeim sann- ast það, sem hertekin konungsdóttir sagði: „Voldugur eigandi er nú með kvölum annara herfang í móðurlands dölum“. Þeir sem atvinnuvegina hafa í höndunum, eiga að drottna og leggja upp, ef nokkuð er að græða, enn ekki vera annara herfang í sínum eigin herbfiðmn. (Framh.). Af Yatnsleysuströnd. Ég man ekki til að ég hafi séð neitt það í dag- blöðum vorum, er gæti gefið mönnum út um land rétta hugmynd um búnaðarháttu manna o. fl. hér við sjóinn. Það má vel vera, að sumir hverir ætli, að hér sé lítið eða ekkert annað starfað, enn róið út á sjóinn, sjófangið sumpart soðið strax og étið, eum- part verkað til verzlunarvöru, og þar með sé allri starfsemi sjávarmanna lokið; um annað sé ekki hugsað. Að vísu er sjávarafli aðalbjargræðisvegr manna hér, og hann rekiun með miklum dugnaði, og hér við sunnanverðan Faxaflóa með ærnum kostnaði. Enn hér er líka, að minsta kosti í mínu prestakalli, talsverðr landbúnaðr, og hefir hann um síðast iiðin 10 ár tekið miklum framförum. Fyrir 9 árum reyndi ég að koma á fót búnaðarfélagi (garðrækt.arfélag var það nefnt) og leitaðist við að sýna fram á, hve mik- inn arð velræktaðir jarðeplagarðar gæfu af sér. Þó það kunni engan veginn að vera því að þakka, þá mun eigi sanni fjær, að nú sé hálfu rneiri jarðepla- uppskera enn þá var, því að bæði haf'a jarðeplagarð- ar verið stækkaðir að mun, nýjum bætt við og miklu betr hirtir og meir um þá hug3að, enn áðr var títt. Hve margar tunnur af jarðarávexti fáist árlega, get ég ekki sagt með neinni vissu, því menn eru ófúsir á að gefa skýrslur um það, enn óhætt mun að fuíl- yrða að í meðalári fáist um 1000 tunnur af jarðará- vexti, mest jarðepíum, í hreppnum. Hér er einnig mikil framför 1 túnarækt, bæði þúfnasléttun og túna- útgræðslu, sem þó er mjög erfið, þar eð jarðvegrinn er hér alstaðar mjög grýttr. Túngarðar eru hér al- staðar, og víða nátthagar fyrir kýr. Hér í hreppi munu vera nálægt 70 kýr, og er mesta furða hve gott gagn þær gjöra hér á samrin, ekki loðuara hag- lendi enn þær hafa. Fiestir bændr og tómthúsmenn eiga sauðkindr; að vísu eru þær örfáar hjáflestum, enn hjá sumum aftr á móti margar. Alstaðar eru nú orðið hús handa fénaðinum, og lömbum er hér víðast gefið inni yfir meiri hluta vetrar eins og til sveita. Fullorðnu fé er sumstaðar ekkert gefið, örsjaldan t. d. i Vogunum og á Vatnsleysunum, enda þarf þess eigi. Hross eru hér allmörg, og ganga þau víðast úti hjúkrunarlaust, eða hjúkrunarlítið, því fjöru- beit er ágæt, og hross mjög vel útlítandi á vorin. Samt hygg ég að hross hér séu ekki eins þróttgóð og sveitahross, þótt í betri holdum séu. Afkoma manna fer eftir afianum það og það árið, því að um aðra verzlunarvöru er ekki að ræða. Að VÍ8U eru hér nokkrir velefnaðir menn, sem þola afla- leysi um nokkur ár, enu þó einungis með því, að skerða höfuðstól eigua sinna eða taka lán. Nú hefir hvert aflaleysisárið rekið annað, og er hið síðast iiðna ár hið mesta allaleysisár, sem nokkur maðr mau eftir. Tekr nú sultrinn að sverfa sárt að allmörgum, eins og vonlegt er, þar sem ekki hefir fengizt svo mikið sem koli úr sjó síðan fyrir vetr. Það er mesta furða, að ekki skuli vera farið að stór- sjá á fólki. Það er hulið rnínum augum, á hverju fólk lifir hér eftir, ef guð sendir ekki björg bráð- lega. Þá vil ég minnast á nppfræðing barna. Hér í hreppi ern 2 barnaskólar; annar þeirra er aðalbarnaskóli hreppsins og eru i honum nær 40 börn; hinn er aukaskóli, og munu i honum vera 15 börn. Það eru 3 skólar í prestakallinu og ganga í þá samtals 70 börn. Árið 1893 kom ég hér á fót lestrarfélagi; hefir það átt býsna erfltt uppdráttar; telr enn ekki fleiri enn 34 meðlimi. Þó ekki séu fleiri meðlimir félags þessa, er það alls ekki því að kenna, að menn séu hér ekki hneigðir til bóklestrs, heidr af fé- lagsleysi og sömuleíðís af því, að sumir vilja láta það dragast að ganga í félagið, þangað til það er búið að eignast álitiegt bókasafn, enn þeir hinir sömu gæta þess ekki, að bókasafnið kemr ekki sjáifkrafa, heldr með því að leggja fé fit fyrir;bækrn- ar, og því færri sem meðlimirnir eru, þess færri króuur þarf til I bókakaupa. „Blindr er bóklaus maðr“, sogir máltækið, og er það sannleikr. Lestr góðra bóka gefr dýrmætan arð, auðgar manninn að þekkingu, meutar anda haus, opnar augu hana fyrir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.