Fjallkonan - 25.03.1897, Síða 4
48
FJALLKONAN
XIV 12.
Mýrddl, 19. febrúar: „Dorrinn er nft að líða og fær hann
alment lofsorð fyrir, að hafa verið gððr. Það var að vísu nokk-
uð gjaffeld tíð fram eftir honum, enn snjðkomur litlar og frost
vægt (hæst frost 8 gr. R.); i þriðju vikunni gerði þíðveðr, sem
hefir haldizt síðan, svo nft sést ekki snjðr, nema í fjöllum uppi.
Fénaðarhöld munu vera gðð hér og beyjaforði víðast hvar nægi-
legr; enda hefir verið hagfeld tíð yfirhöfuð í vetr.' Þrisvar var
rðið hér í fyrstu viku þorra, og tískaðist lítið eitt fyrsta dag-
inn, enn varð ekki lífsvart hina dagana og kendu menn um það
jökulgormi úr Skeiðará, að hann hafi fælt burtu fiskinn. —
Pöntunarfélag Skaftfellinga hélt aðalfund sinn í vetr, rétt fyrir
jðlin, og var séra Magnús á Prestbakka kosinn formaðr þess í
stað Halldórs umboðsmanns í Vík, sem ekki vildi lengr gegna
þeim starfa. Enda bera menn alment gott traust til núverandi
form. þess og líkaði mjög vel framkoma hans á aðallundinum.
Sú breyting kom líka á félagið, að ekkert vín fæst pantað í
því; vínmönnum þykir það að vísu skaði, en hera sig þð furðan-
lega. Aftr munu aðrir vera komnir á þá skoðun, að helzt ekkert
vín ætti að flytjast hingað í kanpstaðinn; það dregr furðanlega
til sín peninga almennings, þð enginn sé ðreglumaðrinn! Vísir
til bindindisfélags hefir myndazt í Hvammshreppi í vetr fyrir
framtakssemi nokkura duglegra manna, enn lítt mun almenn-
ingr trúaðr á slíkt fyrirtæki. — Blaðakaup vaxa hér stöðugt,
eftir því sem hlöðin fjölga; þó munu fáir segja sig úr gömlu
blöðunum fyrir þau nýju, enn hvort það er af trygð við gömlu
blöðin eða trúleysi á nýju blöðunum, læt ég ðsagt; hitt er víst,
að hér þrífst ekki til lengdar allr þessi blaðasægr. — Mentnnar-
og lestrarfýsn almennings virðist mikið fara vaxandi hér. — Tveir
nmgangskennarar hafa verið hér í Mýrdalnum í vetr og njóta
kenslunnar um 60 börn“.
Mýrasýslu, 26. febrúar: „Allir horfa með kvíða fram á
verzlunaróöldina, sem í hönd fer. Matvara í Borgarnesi nú
hækkuð við báðar vérzlanirnar; var hækkuð strax í haustkaup-
tíð við aðra þeirra. Kornvöruverð er nú: Rúg 7 a. pd., rúg-
mjöl 8 a. pd., bankabygg 12 a., Vs grjón 12 a., s/4 grjón 12V2
eyri, baunir 12 a. Kaffi er 1,10 pd., enn hingað er sagt, að
það hafi lækkað til muna í Rvík.
Hér er deyfð yfir öllu félagslífi; opinber mál heyrast varla
nefnd. Varla sést bér nokkur ný bók, þó einlægt sé verið að
prenta í Rvík. „Bóksalafélagið“ er einkennilega lagið á að
gera mönnum örðugt fyrir með bókakaup; það tímir víst ekki
að sjá af bókum sinum upp um sveitimar. Sennilega ætti það
þó að vera hagsvon fyrir félagið að hafa duglegan útsölumann
i Borgarnesi eða þar nærlendis.
Nú er mönnum tíðræddast hér um baðanir; — það er ljóta
stautið með það málefni. Bændr fá hvert kaldabaðið á fætr öðru
af yfirvalda skipunum yfir sig, sem sumar hverjar eru ó-
framkvæmanlegar á þessum tíma. Baðmeðul engin til nær enn
ef vera skyldi í Rvik, enn örðugt að ná þeim þaðan, — og hver
gerir það? Kaupmenn vænti ég! — Enn hver borgar baðmeðul
handa þeim, sem ekkert lánstraust hafa; og hver borgar öll
þau fóstr, sem drepin verða i lambfullum ára, með því að byrgja
þæT inni í karbólsýru lofti, eða sleppa þeim nýboðuðum út í
vetrargadd? — Og hver gefr heimild til að stofna bústofni
bænda i voða, með þeim fyrirskipunum sem vel geta orðið til
ómetanlegs tjóns, meðan reynslu vantar, sem sýnir hið gagn-
stæða? Lögin vænti ég! Nei og aftr nei. Annars þyrftu lög-
gjafar vorir sjálfir að fá þrifabað sem fyrst og bústaðr þeirra
að vera sótthreinsaðr. — Rétt í þessari svipan fréttist hingað
að 10 kindur, sem áðr vóru heilbrigðar, hafi drepizt af böðun í
Höfn í Leirársveit, og viðar farið kind og kind.
Hvað segir dýralæknirinn"?
Strandferðaskipið „Tliyraa koxn hingað í gær
og með því allmargir farþegar, þar á meðal frú
María Finsðn.
Lík póstmeistara 0. Finsens kom með skipinu.
Aflabrögð. Það hefir aflazt allálitlega í net í
Garðsjó í fyrstu iagningum, og líklegt að það haldi
áfram, því fiskigengd er sögð austan með landi. —
Skyldi menn nú geta sannfærzt um, hvaða ógagn
getr stafað af takmörkunum samþyktanna?
Skip fórst af Eyrarbakka fyrir helgina með 9
mönnum. Formaðrinn hét Torfi Nikulásson frá Sönd-
um í Stokkseyrarhverfi.
r
Islenzk iimboðsyerzlun.
Undirskrifaðr selr íslenzka verzlunarvöru á mörk-
uðum erlendis og kaupir allskonar útlendar vörur
fyrir kaupmenn og sendir á þá staði sem gufuskipin
koma. Söluumboð fyrir ensk, þýsk, sænsk og dönsk
verzlunarhús og verksmiðjur. Glöggir reikningar,
lítil ómakslaun.
Jakob Gnnniögsson.
Cort Adelersgade 4,
Kjöbenhavn K.
scr1=1=1=1=1=15
Él
Samúel Óiafsson
Vestrgötu 88, Reykjavík,
pantar n a f n s t i m p 1 a
af hvaða gerð sem þið óskið.
Skrifið mér og' sendið 1 kr. með hverri stimpilspöutun.
Nafnstimplar eru nettustu
sumargjaflr.
Bezta og ódýrasta þakjárn.
Það tilkynnist heiðruðum almenningi heimaáFróni,
að á komandi sumri mun ég hafa miklar birgðir af
mínn vandaða þakjárni, af ýmsum lengdum.
Þið. sem byggið, varist, varist að brúka þunt og
slæmt járn, því það svíkr ykkr áðr en varir.
pt. Khöfn Hótel „Dania“ 1. marz 1897.
W ó Breifífjörð.
Prír duglegir menn
geta fengið atvinnu við landvinnu frá 14 maí n. k.
ti! næstu rjetta. Gott kaup og áreiðanleg borgun
Semja má við
Rafn Sigurðsson
í Reykjavik.
verzlun Magnúsar Einarssonar á Seyðls-
flrði fást áfjæt vasaúr og margskonar smekkleg-
i ar, fásénar og vandaðar vörur
með mjög sanngjörnu verði.
Stam.
Þeir, sem stama, geta fengið leiðbeining til þess
að losast við þann kvilla, ef þeir vilja koma hingað
tií Reykjavíkur 20. dag maímánaðar næstkomandi og
dvelja hér 3—4 vikur.
Morten Hansen.
Útgefandi: Vald. Ásmundarson.
Fólagsprentsmiöj an.