Fjallkonan


Fjallkonan - 16.06.1897, Síða 2

Fjallkonan - 16.06.1897, Síða 2
94 FJALLKONAN. XIV 24. Ég ætlast til, að landssjóðr þurfi ekki að leggja fé fram til eimskips-ferða lauda á milli, og ætti þá slík útgerð, sem hér er gert ráð fyrir, að geta orðið ódýrari enn „Vestu“-útgerðin. Eitt sýnist mér vert að taka fram: Ef vér vil- jum hafa verzlun landsins í vorum höndum, þá verð- um vér að hafa samgöngurnar í vorum höndum. Gufuskipa sambandið við Danmörku er hið traustasta band til að halda verzluuinni við Dani. Sjálfstæð verzluu getr ekki átt sér stað nema með sjálfstæð- um samgöngum. Fréttaþráðarmálið er nýtt stórmál, sera reyndar hefir að eins verið hreyft á þingi nokkrum sinnum áðr. Það er talið víst, að fréttaþráðafélagið („Store Nordiske11), sem nú hefir tekið málið að sér, muni fara fram á sanngjarnar kröfur við alþingi, og má því telja víst, að þingið sinni málinu. Enn þá kemr síðar til kasta landssjóðs, að láta leggja frétta- þráð yfir landið, og verðr það ærið dýrt, því ekki getum vér búizt við, að félagið leggi þráðinn nema til Reykjavíkr. Kostnaðrinn að leggja fréttaþráðinn til Akreyrar t. d. er þó ekki svo mikill, að hann sé ókleyfr, og meðan verið væri að leggja þráðinn mætti verja minna fé til vegagerða. — Að öðru leyti er ekki hægt að ræða um mál þetta, meðan ókunnugt er um fyrirætlanir og tilboð félagsins. Frumvörp þau sem stjórnin ætlar að leggja fyrir þingið eru enn ekki orðin kunn, og vitum vér því ekki, hve rnig tillögur stjórnarinnar eru t. d. í lækna- málin u eða spítalamálinu. Hvað spítalamálið snertir, vill nú svo vel til, að þing og þjóð þarf engar á- hyggjur að hafa fyrir stofnun holdsveikisspítalans, nema að því er snertir litið fjárframlag til áhalda. Enn þá kemr eflaust landsspítali eða spítali í Reykjavík til sögunnar. Ef læknaskólinn á að geta þrifizt, og flestir munu óska honum fremr viðgangs enn eyðingar, þá er óumflýjanlegt að koma upp við- unanlegum spitala. Eitt af því, sem líklega verðr rætt um á næsta þingi er bygging fyrir söfnin hér í Reykjavík. — Enn nú hefir verið minst á nokkur fyrirtæki, sem hafa svo stórkostleg útgjöld í förjmeð sér fyrir lands- sjóð, að helzt eru líkindi til að féhirzlurnar tæmdust, ef þau ættu öll að komast í kring á einu eða tveimr fjárhagstímabilum og þykir þvi ráðlegast að láta hér staðar numið að sinni. Póstskipið „Laura“ (Christiansen) kom til Reykjavikr 12. júní og með henni alimargir farþegar. Dr. Valtýr Guðmundsson háskólakennari og alþingismaðr kom með póstskipinu frá Vestmannaeyjum. Hafði haldið þar þingmálafund 8. þ. m. I)r. Þorv. Thoroddsen kom með póstskipinu frá Kaup- mannahöfn. Hann ætlar að rannsaka jarðskjálftasvæðið í Ár- ness. og Rangárvallas. og fara um ýms héruð norðanlands (Húna- vatnssýsln), sem hann heiir ekki áðr rannsakað jarðfræðilega. Enskir ferðamenn nokkrir komu með póstskipinu. Einn þeirra er Collin-Wood, frægr málari. Hann ætlar að ferðast hér um land í sumar og gera myndir af fornum sögustöðum. 1 för með honum er Dr. ,)ón Stefánsson, landi vor, frá Lundún- um. Danskt lierskip „Dagmar“ (With) kom hingað 11. júní frá Kaupmannuahöfn. Það dvelr hér til mánaðamóta. Yeðrátta. Með þessari viku hófst norðankast með snjókomu til fjalla. Mannalát. 31. maí lézt í Keflavík Magnús Zakaríasson, verzlunarbókari, hálffertugr að aldri. Hann var nokkur ár aðstoðarmaðr póstmeistar&ns í Reykjavík, vænn maðr og dugandi. 14. júní lézt í Reykjavík frú Ástríðr Melsteð, ekkja Sigurðar Melsteðs prestaskólastjóra, enn dóttir Helga biskups Thordersens rúmlega sjötug að aldri, gáfuð og skemtiieg kona, hreinskilin og drenglynd. Nýjar bækr sendar Fjallk.: Eimreiðin Illa. Þar er í: jSalthólmsferð’ eftir Jónas Hallgrímsson, skáldið. Það er dálítið ferðasögubrot, fjörlegt og skemtilegt eins og við er að búast. Það heíir ekki getað komizt í „Ljóðmæli hans og önnur rit“, sem Bókmentafélagið gaf út. Enn mun vera til talsvert óprent- að eftir Jónas bæði í handritasöfnum og annarsstaðar. — 2. (Refsidómrinn’, skýring höggmyndar eftir Einar Jónsson mynd- höggvara (með mynd). — Tobías slátrari, saga eftir Jónas Lie; þýðingin er ágæt, eftir Þorgils gjallanda. — 4. ,Um nýjan skáld- skap’, vel rituð grein, eftir Vilhj. Jónsson. Sami höfundr hefir ritað í Nordisk Tidskrift (Letterst.) um nýíslenzkar bókmentir og hefir dr. Georg Brandes aftr ritað um þá ritgerð í „Poli- tiken'-. 5. ,Hundrinn Garmr’ eftir Jóhannes Þorkelsson á Syðra- fjalli (Þingeyíng.). 6. Fyrsta sjóferð Finns Magnússonar. 7. William Morris (með mynd) eftir dr. Jón Stefánsson. I. Ríki og þjóðhöfðiugjar heimsins (með smáum myndum). 9. Kvæði (3) eftir séra Valdimar Briem. 10. Hafnarlíf, framh. af ritgerð Jóns Jónssonar (Mýrhýsings), skemtilega ritað, eins og öll sú ritgerð. 10. Landsbankinn og landfógetinn eftir Olaf G. Eyjólfsson verzl- unarfræðing. Um þá ritgerð verðr talað síðar í þessu blaði. 11. Bókafregn (Biblíuljóðin) eftir Harald Níelsson og 12. ,ís- lenzk kringsjá’ (um isl. bækr og ísland og íslenzkar bókmentir erlendis). Finnr Jónsson: Den oldnorske og oldislandske Litteraturs Eistorie. II2. 1 þessu hefti hefst um söguritunina. Lífsábyrgðarfélagið danska (livsfors. og forsörg. anstalteu fra 1871), sem flestir skifta við hér á landi, ætlar &ð útbýta uppbótum (bonus) næsta sumar 1898, enn hefir ekki gert það síðan 1889. Þó er þessi út- býting undir ríkisþinginu komin, svo að óvíst er, hvort nokkuð verðr úr henni. Dr. Peters, þýzkr Afríku-könnuðr, sem oft hefir verið get- ið, er mikill vinr VilhjálmB Þýzkalands keisara og þýzka rikið gerði hann að umboðsmanni sínum í Austr-Afríku 1890. Ári síðar tók hann sér bólfestu í Kilimandeharo. Um haustið var brotizt inn í hýbýli dr. Peters, enn innbrotsmaðrinn komst und- an og náðist ekki. Ýmsu hafði verið stolið þar skömmu áðr, og með því torvelt var að leita uppi þjófinn, gerði dr. Peters heyrum kunnugt, að ef þjófrinn segði til sín, skyldi hann fá væga- refsingu, enn yrði þjófnaðrinn uppvís með rannsóknum, skyldi þjófrinn drepinn. Skömmu síðar varð einn af hinum svörtu þjónum Peters upp vís að vindlastuldi. Það var gengið hart á hann um það, hvort hann hefði ekki framið innbrotið, og játaði hann því að síðustu. Haldið var, að hann hefði ætlað að nema burtu eina af lagBkonum dr. Peters, sem áðr hafði verið unn- usta svertingjans. Hann var þvi dæmdr til dauða og þótt hann félli til fóta dr. Peters og bæði um Hf, var hann vægðarlaust tekinn af lífi. Þegar dr. Peters reisti bú i Kilimandcharo, gaf svertingja-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.