Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1897, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 06.08.1897, Blaðsíða 1
Gjalddagi 15. jdli. Upp- Bögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þmgholtsstræti 18. Kemr öt um miðja viku. Árg. 9 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar mjög ódýrar. FJÁLLKONAN. XIV, 81. Reykjavík, 6. ágúst. 1897. Dansk-íslenzka nefndin. Það kom í ljós í umræðunum um stjórnarskrár- málið, að til orða hefði komið hjá stjórninni í Kaup- mannahöfn, að sett væri nefnd af Dönum og Islend- ingum til að íhuga stjórnarbótarmál íslands og koma fram með tillögur, sem leitt gæti til samkomulags í því máli. Það er ekki full-ljóst, hvernig á því stóð, að þetta fórst fyrir, hafi stjórninni verið alvara með það. Sú málaleitun hefði verið miklu myndarlegri og líklegri til samkomulags, áreiðanlegri samnings-grund- völlr, heldr enn þessi málaleitun, sem nú hefirkomið frá stjórninni fyrir milligöngu eins einasta manns. Mikil líkindi eru til, að talsvert hefði getað unnizt við það, að fá þannig nokkra fulltrúa stjórnarinnar til að ræða ágreiningsatriðin, ekki sízt ríkisráðsspurn- inguna, sem nú veldr mestum glundroða í málinu, í stað þess að vér höfum nú að eins einn fulltrúa að ræða við, sem alveg er á okkar máli í þessu atriði. Vér þurfum að geta sannfært stjórnina um, að þessi ríkisráðsseta íslands-ráðgjafans er lögleysa, og til þess hefði einmitt verið gott tækifæri, ef stjórnarbótar- málið hefði verið rætt í þessari nefnd af báðum þjóð- unum. Það hefir eitt sinn áðr verið skipuð af konungi nefnd (Danir og íslendingar) til að ræða um stjórnar- mál íslands. Það var 1861, og vóru í þessari nefnd af íslendingum Jón Sigurðsson og Oddgeir Stephensen. Það var einkum fjárhagssambandið, sem sú nefnd átti að fjalla um, og hún komst yfirleitt að þeim niðr- stöðum, að hafa árstillagið frá Danmörku talsvert hærra enn það varð á endanum. Sömuleiðis varð þessi nefnd samdóma um, að skora á stjórnina að bæta stjórn landsins bæði að skipulagi og verklegum framkvæmdum, þótt árangrinn yrði smár. — Vér höf- um þannig reynslu fyrir oss, að slík nefnd, sem hér er um að ræða, hefir gefizt vel, og öll líkindi eru til, að hún mundi geta haft mikla þýðingu í stjórnarbót- armáli voru. Þj óðminningardagr. Það mun hafa verið upphaflega fyrir tillögur stú- dentafélagsins, að afráðið var að hafa hátíðahald á þjóðhátíðardaginn 2. ágúst í sumar, í líkingu við há- tíðahöld íslendinga í Ameríku á „íslendingadegi" þeirra. — Reyndar hefir þjóðhátíðardagrinn 2. ágúst verið haldinn hátíðlegr hér fyrri, einstöku sinnum, i minningu þjóðhátíðarinnar 1874, svo að hugmyndin er ekki frá íslendingum í Ameríku. Hátíðin var haldin á Rauðarártúni og komu þar saman um 3000 manns. Þar af vóru auðvitað flestir Reykvikingar, fáeinir útlendingar og margt af fólki úr nærsveitunum, úr suðurhluta Gullbringusýslu, Ar- nessýslu, Kjósarsýslu, Borgarfjarðarsýslu; úrRangár- vallasýslu kom og eitthvað af fólki. Undirbúningr undir hátíðahaldið virðist ekki hafa verið nægilegr, því þegar til kom vantaði margt sem nauðsynlega hefði þurft að hafa, svo sem sæti og skýli. Auk þess var stjórn hátíðahaldsins ekki í góðu Iagi. Staðrinn, Rauðarártúnið, var heldr ekki vel valinn. Þessa hátíð ætti að halda á Arnarhóli, þar sem öndvegissúlur Ingólfs komu að landi, eða á Hóla- velli (Landakotstúninu). Þá skorti og mjög veitingar, því hvorki gátu menn fengið kaffi eða aðra hressingu, og því síðr mat, eftir þörfum. Hefði þó mátt selja þar mjög miklar veitingar. Á undan hátíðarhaldinu fóru fram kappreiðar á Skildinganesmelunum. Þær fóru fram kl. 9—10. Hafði Englendingr einn, Richardson, sem hér dvelr í sumar við laxveið- ar í Elliðaám, sýnt þá rausn, að gefa 200 kr. til verðlauna fyrir kappreiðar, og var því fé skift í 6 hluti. Skeiðvöllrinn var 158 faðmar á lengd. Til fyrstu verðlauna fyrir stökk, 50 kr., vann grár hestr, sem Einar Benediktsson rítstj. á, og reið hon- um hestasveinn hér úr bænum, Guðmundr að nafni Jónsson frá Helgastöðum; til annara verðlauna, 30 kr., vann grár hestr, er Sigrgeir nokkur Jónsson frá Stokkseyri á og reið sjálfr; enn þriðju, 20 kr., móa- lóttr hestr frá Arnarbæli í Grímsnesi, eign Stefáns Jónssonar þar á bæ, og reið hann honum sjálfr. Alls reyndn sig 18 hestar á stökki, í 3 flokkum, enn 2 hinir fljótustu úr hverjum flokki vóru látnir reyna sig aftr, 6 saman, með nefndnm úrslitum. Tuttugu sekúndur var fljótasti hestrinn (E. B.) að komast þessa 158 faðma, enn munrinn milli hans og hins næsta við skeiðsendann á að gizka 2 þuml. Skeiðið þreyttu að eins 7 hestar, í 2 flokkum. Þar lentu 1. verðlaun, 50 kr., á tvítugum hesti mó- sóttum, er háyfirdómari L. E. Sveinbjörnson á, enn sonr hans, Jón stúdent, reið. Næstr honum varð rauðblesóttr hestr Jóns alþm. frá Múla Jónssonar, er hann reið sjálfr og hlaut 2. verðl, 30 kr., enn þriðju, 20 kr., jarpr hestr Tvedes lyfsala í Rvík, og reið honum vinnumaðr hans, Pétr [Guðmundsson. Tíminn fljótasta hestsins 25 sekúndur sömu vegalengd og á stökkinu (158 faðm.). Það mun vera rétt athugað, að kappreiðar þessar hafi ekki tekizt svo vel sem skyldi. Reiðbrautin mun hafa verið of mjó, og hestarnir fælzt mannfjölda þann sem við var staddr, svo að þeir hafa ekki farið eins hart og þeir annars hefðu gert. Auk þess er miklu réttara, að reyna einn og einn hest í einu, enn að hleypa fleirum saman, og mun það líka vera venja annarsstaðar. Þá kemr síðr hyk á hestana. Glímur fóru fram kl. 3 e. h. á Rauðarártúni. Þar hlaut 1. verðl., 60 kr., Þorgrímr Jónsson söðlasmíðis- lærisveinn, ættaðr úr Árnessýslu, 2. verðl., 40 kr.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.