Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1897, Síða 4

Fjallkonan - 06.08.1897, Síða 4
124 FJALLKONAN. XIV 31. Fyrri þm. Ísíirð. (Sig. St.) um 800 kr. ársstyrk handa Hólmgeiri Jenssyni til að stunda dýralækn- ingar í norðrhluta Vesturamtsins. Sigurðr Jónsson í Lambhaga um 500 kr. ársstyrk til þess að geta h&ldið áfram lækniugum. Sira Þorsteinn Benediktsson í Bjarnarnesi um 900 kr. uppbót af landssjóði fyrir tekjumissi. Prestrinn í Vestmannaeyjam um 300 kr. árl. uppbót ábrauðið. Sami um 600 kr. til að kaupa orgel í kirkjnna. Prestrinn í Gaulverjabæ um 1600 kr. uppgjöf á láni á prestakaliinu. PrestrinD á Staðarhrauni um Iinun á árgjaldi. Prestrinn á Eyvindarhólum um styrk til að byggja upp staðinn. Jón Jónsson söðlasm. frá Hlíðarendakoti um 600 —800 kr. styrk til að leita að Stórasjó. Stjórnarskrármálið er afgreitt til efri deildar, enn þar heflr verið kosin flmm manna nefnd í það: Kristján Jónsson, Jón A. Hjaltalín, Hailgr. Sveinsson Sigurðr Stefánsson og Guttormr Vigfússon. Fjárlögin. 2. umræðu lokið í gær, enn eftir að ræða um samgöngurnar o. fl., sem kemr inn i frv. til 3. umræðu. Strandferðaskipið „Thyra“ kom hingað með margt af farþegum, flesta af Vestriandi (eink- um sjómenn). Afl ilaust á Vestfjörðum og eru því hingað komn- ir margir sjómenn, er þar vóru ráðnir til fiskiveiða í sumar. — Þar á móti er nægr afli norðr í Húna- flóa og víðar þar norðr um, enda kom eitt af þil- skipum G. Zoega þaðan með yfir 20 þúsund af fiski. Heiðrssamsæti. Fyrir forgöngu alþingisforsetanna héldu flestir þingmenn og um 30 Reykvíkingar, embættismenn ritstjórar og kaupmenn, erindrekum Odd-Fellow- reglunnar dr. Petrus Beyer og Thuren húsagerðafræðingi heiðrBsamsæti í Iðn- aðarmannahúsinu. Forseti sameinaðs þings mælti fyrir minni heiðrsgestanna og þakkaði spítalagjöflna. — Dr. P. Beyer mælti fyrir minni íslands og fór fögrum orðum um hve erindið hefði gengið greiðlega og um viðtökur þær, sem hann hefði fengið hér, — bæjarstjðrn Reykjavíkr bauð þeim að vera gestir sínir meðan þeir væri hér og kostaði ferð þeirra til Geysis. Hann mælti einnig fyrir minni kvenna. ísienzk Odd-Fellow-stúka er stofnuð hér í bænum; stofnaði dr. P. Beyer hana. Félagið er góðgerðafélag, enn heldr leyndum reglum sinum eins og t. d. frímúrarar. Landsyflpréttardómr. 2. þ. m. var kveðinn upp dómr í landsyfirréttinum í máli þvi, sem höfðað var af hálfu réttvísinnar gegn prófasti Halldóri Bjarnarsyni í Presthólum. Áleit héraðsdómarinn (Ben. Sv.), að prófastrinn hefði gert sig sekan í gripdeiid og dæmdi hann í 5 daga hegningu við vatn og brauð og að greiða Bkaðabætr 24+16 kr. til Guðm. bónda Guðmundssonar og Dórarins bónda Benjamínssonar og 5 kr. sekt fyrir ósæmilegan rithátt og ennfremr allan málskostnað. Prófastrinn var kærðr fyrir þrent: 1. að hann hefði notað sér fáeinar spýtur af trjávið, sem lá á Presthólareka og hafði verið skilinn þar eftir af Guðm. bónda Guðmundssyni í Nýjabæ án vitundar prófasts. Vóru þessar spýtur hafðar í fjárkofa, sem bygðr var þar við sjóinn, er prófastr var fjarverandi, enn bygg- ingarmenn álitu þær eign prófasts; 2. að prófastr hefði hirt eitt- hvað af molviðarreka i Magnavík, eftir að yfirréttardómr var fallinn, sem ákvað að reki þessi heyrði undir Einarsstaði (og Valþjófsstaði), enn það gerði hann að dæmum forvera sinna og með þeirri Banufæringu, að Presthólar ættu rekann, enda hafði hann eigi heyrt dóminn; 3. að hann hafl hagnýtt sér meira enn vera bar af skipsböndum af strandskipi, sem hann átti í félagi með nokkrum öðrum mönnum, enn engar sannanir hafa komið fram fyrir þvi aðrar enn þær, að allir sameigendrnir haii reynt að ná svo miklu af viðnum, sem þeir frekast gátu. Dómr yfirréttarins í máli þessu hljóðar svo, að prófastr Halldór Bjarnarson er algerlega sýknaðr af kæru réttvísinnar í þessu máli og málskostnaðr greiðist úr landssjóði. Mál þetta gæti verið efni í litla athugasemd, sem ekki verðr komið í þetta blað fyrir rúmleysi. Skagafjarðarsýsln, 21. júlí: „Yeðrið hefir verið kalt tii skamms tíma, enn nú eru komnir hitar. Um og fyrir miðjan þenna mánuð vóru ákafir vatnavext- ir, svo að flæddi víða yfir láglendi, og barst þá leir og sandr upp á engi manna. Það er farið að slá; túnin eru illa sprottin, enn votengi líta allvei út og spretta enn. — Verzlun stendr nú sem hæst, kaup- menn borga hvíta ull 60 au., mislita 35 au. Rúgr 7 au., bankabygg 12 au. rísgrjón 15 au, Það er ný- farið gufuskip af Sauðárkrók með um 300 hross frá pöntunarfélagi Skagfirðinga og Húnvetuinga. Stór- kaupmaðr Jón Vídalín lét halda hér hrossamarkað og vóru hestar borgaðir bezt um 70 kr. — Fiskafli hefir verið aligóðr hér á firðinum þegar beita hefir verið. Þeir sem stunda sjó hér með sjávarsíðunni eru mjög að fjölga. — Almenn heilbrigði. Hinn nýi iæknir okkar, Sæmundr Bjarnhéðinsson, er nýkominn hingað“. Á Hússtjórnarsls.01- a.n lim í Iðnaðarmannahúsinu fæst keypt fæði um lengri og skemri tíma; sömuleiðis getr fólk fengið keyptar máltíðir á hverjum tíma dags sem er. Inngangr á norðrhlið. íslenzk uniboðsverzlun selr allskonar islenzkar verzlunarvörur á mörkuðum erlendis og kaupir inn útlendar vörur fyrir kaup- menn og sendir um ait land. Umboðssala á vörum fyrir enskar, þýskar, sænskar og danskar verksmiðjur og verzlunarhús. Glöggir reikningar, lítil ómaks- laun. Jakob Gunnlögsson. Cort Adelersgade 4, Kjöbenhavn K. verzlun Magnúsar Elnarssonar á Seyðis- firðl fást ágæt vasaúr og margskonar smekkleg- JL ar, fásénar og vandaðar vörur með mjög sanngjnrnu verði. Útgefandi Kvennablaðsins kaupir þessar bækr: Matreiðslukver Mörtu Stephensen, Lltunarbók Ólafs Ólafssonar. Útgefandi: Tald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.