Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1897, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 06.08.1897, Blaðsíða 2
122 FJALLKONAN. XIV 31. Guðm. Guðmundsson verzlunarmaðr á Eyrarbakka, 3. verðl, 30 kr., Sigfúa Einarsson söðlasmiðislæri- sveinn, ættaðr úr Múlasýslum (Fljótsdal); 4. verðl., 20 kr., Einar Þorgilsson hreppstjóri í Hlíð í Garða- hreppi. Yerðlaunaféð gaf stórkaupmaðr Jón Vídalín, og að auki 50 kr. til annars kostnaðar við hátíðarhald- ið, alls 200 kr. Því næst var þreytt kapphlaup á sama stað, Rauð- arártúni. Fyrst reyndu sig börn á aldrinum 6—10 ára, 40 faðma, og varð sveinninn Sigurðr Markús Þorsteinsson fljótastr, á 15 sekúndum, verðl. 5 kr.; og af telpum Þórunn Brynjólfsdóttir, á 16 sekúnd- um, verðl. 2 blómstjakar. Þá reyndu sig 10—12 ára börn, 80 faðma, og varð fljótastr Vilh. Finsen skóla- piltr á 28 sekúndum, verðl. 5 kr. Þá 12—15 ára börn 120 faðma; þar varð Hannes Helgason fljótastr, á 47 sekúndum, verðl. 5 kr. Loks karlmenn eldri enn 15 ára, 200faðma; fljótastr varð Pétr Þórðarson hreppstjóri frá Hjörsey, á 71 sekúndu, verðl. ferða- veski. Af kvennmönnum eldri enn 15 ára gaf sig engin fram til kapphlaups. Skeiðvöllrinn var að eins 40 faðmar, og urðu þeir, sem lengra hlupu, því að snúa við, og hlaupa hann fram og aftr, 2, 3 og 5 ferðir. Þá reyndu nokkrir drengir 3 leggja hlaup, þ. e. 2 og 2 saman, með samanbundnum fótum, hinum vinstra á þeim til hægri handar, enn hægra á hin- um; fljótastir úrðu þeir Jón Lárusson og Júlíus Árna- son, 40 faðma á 23 sekúndum; verðl. 6 kr. Loks reyndu sig nokkrir á að stökkva, bæði lang- stökk og hástökk. Langstökk tókst Vilh. Finsen skólapilti bezt, 12x/a fet, verðl. seðlaveski og úrfesti; enn hástökk Jóai Blöndal læknaskólastúdent, 2 álnir 3 þml., verðl. stundaklukka og seðlaveski. Kvceðin, sem sungin vóru, eru þannig: ísland. Oft minnast þin, fsland, á erlendri slóð Þeir arfar, er fjaryistum dvelja, Og saknandi kveða sín landmuna ljóð Og ljúfan þér minnisdag velja; Þó milli sé úthafsins ómælis röst, Þú ei hefir slept þeim, þín tök eru föst. Mnn oss þá, er.ættjarðar búum við brjóst, Ei blóðið til skyldunnar renna? Því bvar mundu eldar svo hýrt og ljóst Sem beimlands á örnunum brenna, Og blasa’ ei bér við oss þau bólin vor, Þar börn böfum leikið og fyrst stigið spor? Já, verjum þess sóma og hefjum þess bag, Þá höldutn vér réttlega þess og vorn dag. Ó styrkist til hauðurs vors tryggðanna taug Og tjáð verði í reyndinni skýrast, Að hugð fylgi málinu og munur ei laug, Sem móðurjörð heitið vann dýrast, Yort fornaldar, nútíðar, framtiðar láð, Þú farsælt þá verðr í lengd og í bráð. Stgr. Th. Alþingi. í ægum alda straumi þá á oss röðull skein, var fult af gleði og glaumi þá glóði ástin hrein. Landvættir landið vörðu og létu ekkert ná að beita hatri hörðu og herja landið á. Enn tíminn tók að breytast og tign og manndáð hvarf, og þjóðin fór að þreytast, og þessum glcymdi arf; þá svefn og doða drungi á dala-vættir sveif, og illur þrauta þungi með þjáning landið hreif. En sól úr svölum öldum með söng og glaumi steig, og dreifði diunga köldum með dýrri frelsis veig; hún vakti drótt úr draumi og dáið fjör og hrós og þrótt með þakkar glaumi við þúsund ára ljós. Hún vakti vættir nýjar og veitti krapt og þor með óskir hugar hlýjar að hitta feðra spor; á þingi þær nú sitja með þjóðar ráðin sling; þar aldir aflsins vitja, er ekkert draumaþing. Alþing! þú altaf heitir vort óskaharnið kært! Landvætta ljúfir reitir, landvarnar vígið skært! Landvættir í þér lifa, landverðir kúgun mót, sem aðrir ekki bifa og ekki skelfa hót. Sjá, himinn og grundin og girðandi sær Og gnípur og vötnin, er streyma, Og túnin og bærinn og tindarnir fjær Alt tjáir: „Hér eigið þið heima“. Oss fætt hefir land þetta, fóstrað og nært, Það framvegis byggjum og oss er það kært. Því vitum vér einnig, að arf hlutum þann, Sem eigum vér sjálfir ei aðrir; Vort eigið, sem gott er, víst gagnast oss kann, Því girnumst ei lánaðar fjaðrir; Enn virðum vort þjóðerni, og vörðum vort jeg 1 veikleika sterkir, þó auðnan sé treg. Ei nægir að slíkt hljómi á munni hvers manns, Vorn móð og vom kjark skulum brýna, Að vér séum brotnir af bergi vors lands, Það ber oss í verkinu að sýna; A þessum dýrðar-degi vér drottin biðjnm nú, hann yfirgefi eigi vort aldna heimabú, og styrki alla yður sem alþings byggið sal — samheldi, fjör og friður í framtíð drottna skal. Ben. Gröndál. Beykjavík. Þar fomar súlur flutu á land við fjarðarsund og eyjaband, þeir reistu Reykjavik. Hún óx um tíu alda bil, naut alls sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík. —

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.