Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1897, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 06.08.1897, Blaðsíða 3
6. figúst 1897. FJALLKONAN. 123 Og þó vor höfn sé opin enn og enn þá vanti kneni og menn vér vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík. Enn þó við Flóann bygðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð — ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð. — Þeir segja að hér sé hættan mest — og hérna þróist frónskan verst — og útlend tízka temjist flest og tungan sé í nauð. Nei, þegar öldin aldna flýr og andi af hafi kemr nýr, að vekja land og lýð, er víkka tún og breikka ból og betri daga morgunsól skín hátt, um strönd og hlíð, skal sjást að bylgjan brotnar hér — við byggjum nýja sveit og ver, enn minnumst þess, sem íslenzkt er um alla vora tíð. E. B. Rœður héldu: öuðl. öuðmundason (um ísland). Jón Ólafsson um alþingi, Indriði Einarsson um ís- lendinga erlendis og Þórhallr Bjarnarson prestaskóla- stjóri um Reykjavík. Allar vóru þessar ræður vel fluttar. Guðl. Guðmundsson fór mörgum orðum um fram- farirnar hér á landi á síðustu árum, og tók svo djúpt í árinni, að hann sagði, að engin þjóð í Norðrálfu hefði á jafnstuttum tíma tekið jafnmiklum framför- um. Benti hann til sönnunar því á bókagerð og blöð, fríkirkjuhreyfinguna og kaþólsku trúa, sem alt sýndi vaxandi fjör, nýtt andlegt líf. Þá sýndi hann fram á að efnahagrinn, atvinnuvegirnir, hefðu blómgast. 1887 hefðu útfluttar vörur numið 3 milj. kr. og að- fluttar vörur 4 milj., enn 1895 hefðu útfluttar vörur verið 8 milj., eun aðfluttar vörur 7 milj., verzlunar- magnið ails um 15 milj., það er meira enn tvöfaldað á þessum 8 árum og útflutta varan 1 milj. hærri enn hin aðflutta. Fyrir 12—14 árum mundi landið ekki hafa átt nema um 40 þilskip, enn nú ætti Reykja- vík og Seltjarnarnes eins mörg þilskip og alt landið átti þá, og skipastóll landsins mundi hafa fjór- ef ekki fimmfaldast á þessum árum. Hann benti einnig á túnaslétturnar (nú væri slétt- aðar 400 dagsláttur árlega) og vöxt kaupstaðanna, einkum Reykjavíkr. Sömuleiðis samgöngurnar, brúa- gerðir, vegagerðir og gufuskipaferðir. Gerði ráð fyrir, að þeir sem lifðu hér að 10—15 árum liðnum, mundu þá sjá stórvaxnari framfarir, enn nokknr nú þyrði að ímynda sér. Jón Ólafsson mintist á alþingi hið forna og sýndi hve ólíkt það hefði verið því alþingi, sem vér höf- um nú. Frelsið væri komið miklu lengra hjá oss enn forfeðrum vorum, þ. e. persónulegt frelsi. Hann lýsti því áliti sínu á alþingi, að það stæði tiitölulega ekki á baki öðrum þjóðþingum, sem hann þekti til. Indriði Einarsson sagði í ræðu sinni um ísl. er- lendis, að sú sama þrá sem hefði komið íslendingum í fornöld til að fara utan og leita sér fjár og frama lifði enn með þjóðinni, og því hefði nú nokkur þús. íslendinga tekið sér bólfestu í Ameríku. Eun það væri sama hvar sem ísl. væri, þá langaði þá alt af heim til íslands aftr; þeir myndu alt af eftir æsku- stöðvunum, og hvað vel sem þeim liði gætu þeir ald- rei eignazt lífs-heimili annarsstaðar. Þegar kveld- blærinn kæmi á kveldin, þá kæmi þessi vor-þrá yflr þá; hún leiddi þá út og heim aftr. Þegar við vær- um að halda þessa hátíð, mundu íslendingar erlendis hugsa hlýlega heim og óska, að þeir væru horfnir hingað til að vera við þessa samkomu. Þórhallr lektor sagði, að landsmenn hefðu áðr haft ýmigust á Reykjavík og álitið hana óþjóðlega, enn bærinn ætti það sannarlega ekki skilið. Hann væri viss um, að enginn kaupstaðr á landinu væri jafn-íslenzkr og Reykjavík. Hann mintist á fram- farir Reykjavíkr og taldi til, að ólíkt væri að litast hér um, því sem verið hefði fyrir 20 árum, betri og stærri húsakynni, betr klædd börn og meiri prýði, blóm í gluggum og görðum. Mintist sömuleiðis á jarðabætrnar; holtin hér í kringum bæinn væri nú að breytast í tún, og þó að þessi holt væri ekki annað enn urð, þá vildum við ekki skifta þeim fyrir hina grösugu Eyjafjarðarárhólma, þó kostr væri. Þau mundu öll verða ræktuð, og ekki vonlaust um, að þar yrði plöntuð tré þegar fram liðu stundir. Alþingi. vrn. Fjárbænir, sem fjárlaganefndin tók ekki til greina: Mr. John M. Mitchell í Lundúnum um 45000 kr. ársstyrk í 20 ár til að leggja fréttaþráð til íslands. Skagfirðingar um 25000 kr. fjárstyrk til að brúa Vestri-Héraðsvötn. Strandamenn um fjárveiting til að brúa Prestsbakkaá og Hvalsá. Hreppsnefnd Hörð- dælinga um styrk til að brúa Bakkaá í Dölum. Alþingism. Sigurður próf. Gunnarsson, um 10000 kr. til bryggjugerðar í Ólafsvík. Þingmaður Austr- Skaptfellinga (Jón próf. Jónsson) um 300 kr. til sýslu- vegar frá Hólum að Höfn. Þorsteinn Jónsson, borgari íBakkagerði eystra, um 20000 kr. lánsstyrk til að kaupa fiskiveiðagufu- skip. Benedikt Oddson í Hjarðardal um 1000 kr. styrk til jarðabóta á eignar- og ábýlisjörð hans. Sigurður Jónsson smiðr í Rvík um 800—1000 kr. til utanfarar til að kynna sér hreyfivélar og til- búning þeirra. Bjarni Þorkelsson í Ólafsvík um 800 kr. til að fara til Noregs og læra þar þilskipasmíðar. Sigurðr Sigurðsson á Draflastöðum um 600 kr. til að halda áfram námi erlendis í skógræktarfræði. Björn Bjarnarson á Reykjahvoli um 1260 kr. styrk til að kynna sér húsabyggingar í norðrhluta Noregs og Svíþjóðar. Stefán kennari á Möðruvöllum um 2000—3000 kr. ársstyrk til fóðurfræðisrannsókna. Geir T. Zoéga adjunkt um 500 kr. ársstyrk til að semja íslenzk enska orðabók. Magnús Einarsson organisti um ársstyrk til að kenna orgelspjl ókeypis. Jónas Helgason organisti um 300 kr. til að gefa út sönghefti. Sýslunefnd Vestr-Barðstrendinga um 5000 kr. styrk til sjúkrahúsbyggingar á Patreksfirði. Land- læknir um bygging sóttvarnarhúsa samkv. lögum 17. des. 1895.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.