Fjallkonan - 04.11.1897, Síða 3
4. nóvember 1897.
FJALLKONAN.
175.J
ketilinn, og varð því skipið að fá aðgerð í Skotlandi
Það var þó að eins 31/* dag frá Khöfn til Skotlands,
og 8 daga frá Skotlandi hingað. Hrepti versta veðr
á leiðinni. Seinkun skipsins stafar af viðgerðinni í
Skotlandi og því, að skipið lagði 3 dögum síðar af
stað frá Khöfn enn áætlað var. Koatnaðrinn við að-
gerðina og dvöiina í Skotlandi á sjálfsagt eigandi
skipsins Thor. E. Tulinius að borga.
Skipið er, eftir skjölum þess að dæma, gott sjó-
skip og hæíilegt til ferða, þótt þetta slys vildi til,
enda er það nýtt að kalla, bygt 1890.
Farþegar vóru með „Hjálmari": íslenzk hjón
frá Ameríku með börnum sínum, fröken Iugibjörg
Bjarnasou og fáir aðrir. — Kona Jóns Ólafssonar
ritstj. varð eftir í Skotlandi á heimieið hingað og
bíðr „Lauru“.
ÍSLENZKR SÖGUBÁLKR.
Sturla verkstjóri á Munka-Þverá.
(Handrit aéra Benedikts Þórðarsonar).
(Frh.). Eitt sumar átti lögmaðr uxa einn sjö vetra gaml-
an. Var hann hið rnesta metfé á vöxt. Uxinn gekk með öðr-
nm geldneytum á Munka-Þverárdal. Oft ræddi vinnufólk á
Munka-Þverá um sumarið við Sturlu um, að mikil væri eftirsjá
í uxanum og ekki fengi það að éta hann, því það vksi, að lög-
maðr mundi selja hann Dönum á Akreyri er áliði sumarið. Sturla
kvaðst ráðs síns mundu leita, að ekki yrði af uxasölunni í kaup-
staðinn, ef það vildi gefa sér kaup til, og var honum kaupi
heitið. Litlu síðar ríðr Sturla á dalinn og læzt vilja gæta hrossa
er þar vóru.' Var lögmaðr vitandi ferðar Sturlu, enn er Sturla
kom af dalnum og hittir lögmann, kveðst hann hafa ill tíðindi
að segja, og er lögmaðr innir til um þau, segir Sturla, að uxi
hans hinn gamli sé orðinn svo tryltr, að ekki megi hann lengr
lífi halda; sé trylling hans með slíkum ódæmum, að hann fylgi
ekki nautaflokknum, enn haldi sig því fastara að stóðköplum;
hann sé líka orðinn svo mannýgr, að einskis manns lífi sé óhætt,
er um dalinn fari. Enn við slíkar viðræður Sturlu verðr það,
að lögmaðr biðr hann tafarlaust drepa uxann og gera af átunni
hvað hann vilji, enn skila sér húðinni. Hafði Sturla rætt það
fyrir lögmanni að uxinn mundi óætr, sökum samfara hans við
hryssurnar. Fór nú Sturla og tók með sér alla vinnumenn lög-
mannsins og ýms áhöld, Ijái og lagvopn, einB og til bardaga,
á dalinn. Fólk var við sel á dalnum frá Munka-Þverá. Þangað
heim hafði Sturla og félagar hans uxann, og slátruðu. Var það
alt í makindum, því uxinn var sauðgæfr. Var uxaslátrið hirt
og soðið í selinu handa öllum, er þess vildu neyta. Þegar heim
kom, sagði Sturla og félagar hans þ&ð er þeim líkaði af fram-
göngu sinni við uxadrápið. Færðu þeir húsbónda sínum húðina,
og vóru göt á henni eftir lagvopnin, þar sem þeim hafði orðið
við komið.
Þrátt fyrir allar slíkar skráveifur Sturlu, var hann kær og
þarfr húsbændum sínum. Sjálfr var hann ötull til alls verknað-
ar og mjög fyrir allri verkaBkipun á heimilinu; hann var einn-
ig til aðdráttanna framsýnn og fengsamr, og fór oft skyeiðar-
ferðir til Qrímseyjar, og er það mælt, að eitt Binn í andviðri
reri hann alt Grímseyjar sund svo, að ekki liti hann um stafn
fram; enn sundið er fullar sex vikur, og þykir það mörgnm leið-
indasprettr. Það er og sagt, að þá hafi Sturla einskis drykkjar
neytt, enn étið í drykkjar stað fjórðung af súru smjöri.
Skaftafellssýslu, 8. okt.: „Sláttrinn í snmar var mjög
erfiðr, einiægir óþurkar gengu fram til höfuðdags; þá stytti til
um tíma og gerði þurk, enn fljótt sótti aftr i sama vætuhorfið
og hefir bú veörreynd haldizt siðan. Almenningr illa heyjaðr,
svo alment mun þurfa að fækka fénaði í haust, og ættu menn
nú að muna eftir síðastliðnu vori, þegar þeir setja á heyin sin
og ætla ekki vetrinum of vel. — Kartöjtugarðar hafa viða mis-
heppnast til muna, og kenna menn um vætu, enn ekki mun
siðr mega um kenna umhugsun og útbúnaði garðanna, sem viða
er síðri enn skyldi. Garðarækt fer hér þó stöðugt vaxandi, og
hepnast oftari heldr vel. — Um pólitík er hér lítið talað, enn
einstöku menn láta sér fátt um finnast, hve umhleypingasamt
var í stjórnarskrármálinu á þinginu í aumar. — Lítið er að
segja af nýjum framförum; hver hefir nóg að hugsa um sig og
félags and'nn daufr. Þó eru hér í Mýrdainum 2 búnaðarfélög,
sitt i hvorum hreppi, og er unnið talsvert i þeim árlega, enn
mest er vinnan hjá einstökum mönnum, sem sjálfir hafa krafta
og framkvæmd til þess að vinna, og má helzt nefna til þá Víkr-
bræðr, Halldór og Þorstein, sem skara fram úr i jarðabótum,
þó einkanlega Halldór, sem á fáum árnm hefir umgirt og stækk-
að tún Bitt um 8000 Q faðma, og slétt alt þetta svæði úr þýfð-
um móa. Áveitingar eru menn líka farnir að nota, eftir tilsögn
búfræðinga, og skarar Þorsteinn hreppstj. áDyrhólum bezt fram
úr í þeirri grein.
Málaferli eru nú yfirstandandi hér; fjögur mál eru þegar
lögð fyrir sýslumann á þessu ári, og er Vigfús boi.di Þórarins-
son annar málspartrinn í þeim öllum, helir hann oft áðr staðið
í málaferlum og heppnast misjafnlega. — Samgóngubœtr eru
mönnum hér áhugamál, einkanlega að hentugar sjóferðir komist
j á milli Eeykjavíkr og Víkr að sumriuu til; þær gætu bætt
j hér mikið fyrir allri verzlun. — Nú er i ráði að fá verkfræðing
hingað austr í vetr til þess að gera áætlun um kostuað við
vegalagning yfir Víkrnrð, og verði lagðr vegr yfir hana, þarf
sjaldnaBt að kvíða þvi, að ekki megi ferma skip og afferma hér
að sumrinu til.
Jarðskjálftabætrnar. Prestrinn að Mosfelli mælist
til þess i grein sinni í „Fjallkonunni1* nr. 38, að ég svari spurn-
ingum hans, hvað mér hafi gengið til að vera íús til sátta við
hann um tillögur jarðareiganda fyrir skemdir á leiguhúsunum.
— Prestrinn segir, að ég álíti matið ekki of hátt, enn færi litl-
ar sannanir fyrir því. Ég ætla ekki að þræta við hann nm
þetta, þar eð allir geta séð, að sannanir mínar eru gildar og
góðar. Að eins gleymdist mér að koma með þá óræku sönnun,
að sjálfr prestrinn samþykti óviljandi matið, þar sem hann ekki
vildi taka að sér að bæta skemdir á haðstofunni fyrir 120 kr., sem
ég þó bauð honum, og skildist mér þó á konum, að hún þyrfti
ekkí að vera betr bygð enn hún var. Enn 15 kr. á hin leigu-
húsin ætla ég að enginn geti sagt að sé of mikið, þar sem þau
féllu alveg til grunna. Það Bem mér gekk til að sættast við
prestinn var, að ég vildi ekki eiga i málaferlum við landsdrott-
inn. — Prestrinn taldi landsdrottinn ekki vel efnum búinu, svo
líklegt væri að hann fengi þó nokkrar gjafir; enn eftir samn-
ingi okkar átti ég að fá helming af því, auk þeirra 60 kr.,
sem preatrinn minnist á. Við yfirmat var ég alis ekki hræddr,
því til þess hefði sjálfsagt verið valdir samvizkusamir menn. —
Fréttabréfið úr Hreppum hefði prestrinn ekki átt að minnast á,
því annaðhvort skilr hann það ekki, eða ætlar að láta menn
trúa því í blindni, að þar væri eitthvað fundið að matinu,
líklega að það væri of hátt, — enn það er siðr enn svo að það
sé; þvert á móti segir greinarhöf., að samskotin, þó mikil séu,
nái hvergi nærri til að bæta skaðann. Enn þó hann segi, að
efnamennirnir fá meira eftir virðingu enn fátæklingar, kemr
mér ekki við að svara því.
Hlið, 18. október 1897.
Lýðr Guðmundsson.
Aths. ritstj. Meira verðr ekki tekið í Fjallkonuna um
þetta mál.
(xufuskipafélagið seudir ekkert skip á undan
„Lauru“ næst, eius og fleygt hefir verið.
Uxn stjórnaruiál vort eru tvær langar ritgerð-
ir í danska blaðiuu „Politikenu. Önnur þeirra er