Fjallkonan


Fjallkonan - 01.02.1898, Síða 4

Fjallkonan - 01.02.1898, Síða 4
20-j FJALLKONAN. XV 5. þær, er hann hefir gert til þess að kom- ast npp. Jarðarför hans fór fram á gamlársdag rneð almennri hluttöku af hálfu landa. Séra Júiíus Þórðarson frá Kristianíu tal- aði yfir moldum hans. — Þorlákr sál. var gáfaðr prýðilega, svo sem ætt hans er til, og öllum vel til hans, er hann þektu. Hann stundaði má!fra>ði við há- skólann. Trúlofuð eru: Prk. Ásta Pétursson og Hans Krticzka, fríherra von Jaden, frá Vín. Kafii hefir fallið í verði, og von á að það falli enn meir, sakir þess, að upp- skeran hefir orðið svo ágæt í Brasilíu. Strandferðaáætlun frá gufaskipafé- laginu er nú komin. Ferðirnar eru 6 vestr ura land og 7 austr um land. i. ferð írá Reykjavík vestr um 16. apríl og austr um 15 april, 2. ferð 15 og 16 maí, 3. ferð 12 og 11 júni, 4. ferð 16 og 10 júlí, 5. ferð 23. og 7. ágúst, 6. ferð 25. og 4. sept., 7 ferð austr um 3. október (vestrlandsferðirnar eru taldar á undan). Skipin mætast á Akreyri. Viðkomustað- ir auk Reykjavíkr og Akreyrar: Vestr um iand: Akranes, Búðir, Ólafsvík, Grundar- fjörðr, Stykkishólmr, Hvammsfjörðr, Skarðsstöð, Flat.ey, Patreksfjörðr. Tálkna- fjörðr, Bíldudalr, Dýrafjörðr, Önundar- fjörðr, Súgandafjörðr, ísafjörðr, Aðalvik, Reykjarfjörðr, Steingrírasfjörðr, Bitru- Qörðr, Borðeyri, Hvamrastangi, Blönduós, Skagaströnd, Sauðárkrókr, Kolkuós, Hofs- ós, Hagar.esvík, Siglufjörðr, Dalvík, Hjalteyri. Austr um land: Keflavík, Vestmannaeyjar, Vík, Horna- fjörðr, Djúpivogr, Breiðdalsvík, Stöðvar- fjörðr, Fáskrúðsfjörðr, Reyðarfjörðr, Bski- fjörðr, Norðfjörðr, Mjóifjörðr, Seyðisfjörðr, Loðmund&ríjörðr, Borgarfjörðr, Vopna- fjörðr, Bakkafjörðr, Þórshöfn, Raufar- höín, Kópasker, Húsavik, Flatey, Gríms- ey, Grenivík, Svalbarðseyri. Framtíðar-menn verða þroskaðri miklu enn þeir menn sem nú gerast — Amerískr maðr, lærðr, Bucke, hefir skrifað ritgerð nm tramtíðar menn. Hann sýnir þar þrjár hauskúpur. Ein er af fornaldarmanni. eins og þeir voru fyrir 3—4000 árum og menjar finnast af í fornum dysjum. Haus- kúpur þeirra voru flatar að ofan, að eins ávali af hnakkanum fram á augabrúnir. Heilinn var þá svo óþroskaðr, og maðrinn hafði ekki jafngóð skilningarvit og nú. Hann var lyktarlaus, og hafði mjög ó- næma tilfinningn. Hann át og vann og svaf, enn hafði enga tilfinningu fyrir söng, gamni eða gleði, því þau heilafæri, sem þar til heyra, voru ekki til í höfði hans, sem sjá má af hauskúpunni. Nú hefir manns heilinn þroskazt mjög mikið síðan; hauskúpan er orðin hvelfd, hið dýrslega yfirbragð er horfið af and- litinu og á auganu má sjá íhugnn og starf heilans. Maðrinn hefir nú lyktar- skilvit og tvenskonar tilfinningar-skilvit, finnr mun á köldu og heitu, snörpu og liálu, enn þessi skilningarvit hefir íorn- aldarmanninn að nokkru leyti vantað. — Bir.stakir menn hafa nú miklu skarpari skilningarvit onn almenningr, sem ýms dæmi sýna (dáleiðala ofl.) „Framtiðar maðrinn“ mun hafa mjög stórt höilabú, sem sýnir, að sálargáfurnar hafa náð mikl- um þroska. Þenna þroska fær mann- kynið á nokkrum hnndruðum eða jafnvel þúsundum ára. Framtíðar maðrinn mun ekki þurfa að halda svo mjög á augum og munni, því hann mun ekki hafa föst efni til fæðis, heldr loftefni. Hann mun hafa fallegar tennr, því hann þarf ekki að brúka þær. Kynlegast mun mörgum þykja, að „framtíðar-mennirnir“ þurfi ekki mikið á augum að haida. „Framtíðar-maðrinu mun sjá í „gegnum holt og hæðir“ og heyra á sama hátt það sem fram fer alifjarri honum án nokkurra véla eða verkfæra. Yísindamenn segja, að nú séu 23 monn i Evrópu gaddir þessari gáfu, og þykja líkur til að þeir fjölgi óðum. Barnablaðið er skemtiblað handa böriium með myndum. — B'aðstýra: Bríet Bjarnhéðinsdóttir. „Barn:;blaðið“ ketnr úteinusinni í hverjura máuuði. Árgangrinn kostsr 50 aura fyrir kaupendr „KvennaUaðsins“, en 75 aura fyrir aðra; í Reykjavík kostar það þó að eins €0 aura fyrir þá, sera ekki kaupa „Kvennabisðið“. í Ameríku 80 cents; [35 cents prentv. í Kveunabl.], bæði blöðin þar 75 cents og borgist þar fyrir í’ram. Þeir sem útvega €5 kaupeudr fá 6. eintakið i sölulaun. Þess er ósk&ð, að kaupendr „livennablaðsins“, sem jafnf’ramt kaupa „Barnablaðið", sendi helzt alt ándvirði ,,Barnablaðsinsu, eða að minsta kosti helming þess, um ieið og þeír greiða fýrri borgun „Kvennablaðsins“ á árinu, og að alt andvirði „Barnablaðsins^ verði í sídasta lagi greitt að fullu í júlímánuði, eins og andvirði Kvennabiaðsins. Barnablaðið verðr samið við hæfl allra barna, sem farin eru að lesa, yngri og eldri, og hefir að færa skemtilegar smásögur, sem bæði eiga að menta börnin og glæða hjá þeim góðar tiifinnicgar. Líka verða ýmsar fróðlegar frásaguir í blaðinu, svo sem dæmi frægra manna. Myndir eiga að vera í hveiju blaði. Efnið verðr a!t vand- lega lag&ð eftir skilningeþroska barna á ýmsum aldri. Blaðið ætti að geta orðið hið nauðsynlegasta uppeklis og ment- unar mcðal barna og unglinga hér á landi. Fái það svo marga kaupendr, að þ?ð geti stækkað að mun, mua það gcta fullnægt þesaum kröfum. ■V©3rZSl-0.23. W. Christesisen’s hefir nú sera æfinlega mjög miki- ar birgðir &f allakonar vönun. Þess ’utan hefir við bæzt nú með „Laura“ fínt Kaffi til brenslunnar. Mjög margar tegundir af Osti og honum ódýrum eftir gæðum. Spegi- pylsa. Niðorsoðnir ávextir og nýir, einnig mjög œikið af allskonar niðursoðnura matvælum. Herra- garðssmjör í 1 pd. dósnm og stærri ílátum. Rúgmjöi. Grjón heil og hálf. Marganne. Vaniiie og Vanille- sykur og ótal margt fleira. VÍÖ ^7’©2f22Sl'O.IX S. E. Waage fást ágæt Epli, Ananas, Perur, Apricoser, Syitetau fleiri tegundir, Mejeri-ostur. ■Vegna útlendra frétta og fl. nýmæla er ekki rúm fyrir mynd í þessu blaði og- líklega ekki í næstn blöðum, enn það verðr bætt upp síðar. Útgefandi: Tald. Ásmundarson. Félageprentsmiöjan. (

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.