Fjallkonan


Fjallkonan - 22.02.1898, Qupperneq 2

Fjallkonan - 22.02.1898, Qupperneq 2
30 fjallkonan. XV 8. blaðanna hlýtr að vera of hár. Honum telst til, að landsmenn borgi fyrir blöð- in alt að 70 Jiús. krónur, eða nærri eina krónu fyrir hvert mannsbarn í landinu. Kaupendatalan, sem höf. gerir ráð fyrir, mun fara nærri þvi sem blaða-útgefendr sjálfir telja, eun sú tala mun vera alt of há, með því ílest yngri blöðin munu hafa fáa kaupendr. Þá verðr og að gæta þess, að mikið af andvirði blað- anna er aldrei borgað; mun láta nærri, að 10—20% af andvirðinu sé ekki greitt, og í sölulaun fara nær 20%- Kemr þannig þriðjungr eða jafnvél helmingr af andvirði blaðanna aldrei í hendr út- gefendunum, þegar ekki árar því betr. Þegar þessa er gætt, og jafnframt at- hugað, hve mikið það kostar hér á landi, að gefa út blöðin, þar sem t. d. útgáfa blaðs eins og sFjailkonan“ hefir kostað á hverju ári hátt á 3. þúsund krónur, munu menn geta farið nærri um, að blaðamenskan sé ekki „ábatavænleg" eins og höf. jafnvel gizkar á. Það mun mega fullyrða, að ýms af blöðunum hafa ekki borgað og borga ekki enn kostnaðinn, þótt þeim sé haldið uppi af metnaði. Og mörg hafa orðið að hætta, þótt þeim hafi verið allvel stýrt, af því þau hafa ekki svarað kostnaði (svo sem Akreyrar- blöðin o. 11.). Það þarf ekki að vera af þvi, að menn eigi sér litla örkosti, að þeir velja sér blaðamensku að atvinnu; það getr verið af því, að þeir séu einkum hneigðir til þess starfa og að þeim þyki sú staða skemtiieg. — Ekki hefir það verið afat- vinnuskorti, að prestaskólastjóri Þórhalir Bjarnarson og prestaskólakennari Jón Helgason fóru að gefa út „Kirkjublaðið" og „Verði ljÓB“. Það mun hafa verið af kirkjulegum áhuga sjálfra þeirra. Góðgjörðasemin Og Kvenfélagið. Seinasta blað „Dgsk“ flytr grein, sem skýrir frá að hungrsneyð sé hér í bæn- um. Kveðst höf. vita af húsi eða hús- um, þar sem fólkið liggi dauðveikt, skjálf- andi í kulda, i óhreinum, ónógum rúm- fatnaði og þar sem beinlinis er hœtta búin lífi manna sákir langvarandi hungrs. Höf. skorar á menn að hjálpa strax. Enn hann skýrir ekki írá, hvar í bæn- um þetta sé og nefnir ekki einusinni nafn sitt, svo að ekkert gagn er að þessari áskorun hans, þótt hún hefði við sannleik að styðjast. Þó tekur út yfir, að höf. segist hafa ’ peninga ligg- jandi í skúffunni hjá sér, sem hann getr án verið, enn kveðst þó ekki vita, hvert hann eigi að snúa sér með þá, eftir það hann hefir komizt að þvi, að menn liggja hér dauðvona af hungri. Það er kynlegt, að menn, sem eru svo harðbrjósta, skuli vera að rita um góð- gerðasemi. Enn maðrinn er líklega eitthvað geggj- aðr ,og á það bendir það, sem hann segir um Thorvaldsensfélagið og Kvenfélagið. — Hann segir að hér í bænum sé ekk- ert góðgerðafelag, sem verðskuldi það nafn, og segir að þetta félag sé „nauða- óframtakssamt um að líkna aumingjum". Þetta eru svívírðileg ósannindi, þvi Thorvaldsensfélagið hefir einmittgert mjög mikið til að hiálpa fátœklingum undan- farin ár, og mest og bezt af sínum eig- in efnum. Þótt] það hafi leikið sjónleiki og haldið tombólur, hefir það einnig lagt til mikla vinnu og lítið eða ekkert beðið aðra. Undanfarna 2 vetr hefir það eytt 1000—1200 kr. einungis í matgjafir til fátæklinga og má fullyrða, að það er mikið að tiltölu af félagi, sem ekki eru í nema 30—40 meðlimir. Þessi ummæli höf. um Thorvaldsens- félagið eru því svo ómakleg, sem mest má verða. Hins vegar ræðr hann Kvenfélaginu reykvíkska til að taka að sér fátækling- ana, af því Thorvaldsensfélagið sinni þeim ekki. Ja, Kvennfélagið!! Það féiag hefir aldrei haft fátækling- ana hjá sér. Það hefir horft miklu hærra. Það hefir verið að safna fé til háskóla- byggingar og til þinghallar byggingar á Þingvelli o. s. frv. Beyndar vantar það ekki, að forustu- kvendin í Kvenféíaginu ættu samkvœmt stöðu sinni og af öðrum ástœðum að vera kunnugri fátæklingunum hér í bænum enn flestir aðrir bæjarbúar. Það ætti því að standa Kvenfélaginu næst, að hjálpa fátæklinguaum, enn þeim sem mestu ráða í því hefir fundizt annað nauðsynlegra. Þó heyrðist í fyrra, að félagið mundi hafa eygt í fjarska eitt- hvað af fátæklingum. Þá átti að stofna sjúklingasjóð, enn hvort hann átti að vera að eins fyrir félagið, eða einnig fyr- ir aðra, vitum vér ekki. Til að safna fénu vóru haidnar tvær tombólur. En engin skýrsla hefir sézt um, hve miklum peningum hefir orðið safnað og ekkert hefir spurzt til sjóðsins. „Hvítabandið", sem forustukvendi Kvfél. standa fyrir, hafði líka að sögn ætlað að bæta úr neyð fátækra sjúklinga með þvi að Ijá þeim rúmfatnað og nær- föt, sem þess þyrftu. Enn beyrzt hefir, að stundum hafi fátækir sjúklingar sðtt um að fá þessi lánsföt, og ekki fengið,. þó kunnugir hafi fyrir satt, að fótin hafi ekki öll verið í láni. Hverju þefta er að kenna, vita ‘ekki utanfélagsmenn. Enn svo virðist, sem þessum velnefndu forustukvendum sé um annað sýnna enn góðgerðir við fátæklinga og líknar- störf. Það er því ólíklegt, að þetta félag gangi á undan öðrum með góðgerðasemi, meðan þeir sitja þar að völdum, sem nú ráða mestu. Ekki vantar það þó, að fé- lagið ætti að hafa nðg peningaráð, þar sem það hefir talið limi sina 6—700 hér í bænum og grendinni, að minsta kosti fyrstu árin. Og sé reiknað krónu árgjald fyrir hvert nef, má telja víst, að í þessi 3 ár, sem það hefir staðið, hafi það feng- ið greift í árgjöldum nær 1500 kr. — Ank þess tekr félagið skatt af deildum þeim, sem stofnaðar eru út um iandið, og eru það dálitlar aukatekjur. Enn um ekkert af þessu hafa neinir reikning- ar birzt, heldr enn annað, sem snertir fjárhag félagsins, þótt svo sé ákveðið í lögum félagsins, að félagsreikninga skuli birta í Arsriti þess. „Thorvaldsensfélagið" á miklar þakkir skyldar af Beykvíkingum fyrir góðgerða- semi sína síðustu árin og gæti „Kvenn- félagið11 mikið lært af þvi. Þar sem Kvenfélagið er svo margfalt manntleira enn Thorvaldsensfélagið, ætti það ekki síðr að geta haft peningaráð tll góð- gerða, ef skynsöm stjórn væri á fjárhag þess og framkvæmdum. ÍSLENZKR SOGUBÁLKR. Æflsaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Lbs. 182, 4to]. 4. Faðir minn bjó á Þverá, sem fyrr er tjáð; enginn nefndarmaðr var hann, heldr góðr bóndi, að ætíð var heidr veit- andi eun þurfandi, og þar hann var í gest- götu, komu margir meiri háttar og minni menn til hans; var því ætið tilætlað gestarúm og aukahesthús. Hann var maðr að meðalkæð, þrekvaxinn, rauðleitr og kringluleitr i andliti með hrokkið hár jarpt; karlmenskumaðr að burðum, gæða- sláttumaðr, fjárhirðir sá bezti einn, þvi hann bafði vanizt þar við af barnæsku, lesandi og skrifandi lítið, enn umfram alt guðhræddr, siðferðisgóðr, tryggr og

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.