Fjallkonan - 22.02.1898, Page 3
22. febr. 1898.
F J ALLKONAN.
31
trúfastr, bvo margir góðir menn báru
virðing fyrir honnm í sinni röð, og sökn-
uðn hans úr vegi, er hann var bnrt kall-
aðr. Móðir min var meðalmaðr á hæð,
nettvaxin, kringluleit og skarpleg í and-
liti með jarpt hár í lokkum, sem náði að
beltisstað; hún var hreinlát og búsýslun-
arsöm í sinni röð, guðhrædd og hrein-
lunduð; hún kunni aliar handyrðir, sem
bðndafólki vel þéna, því afasystir mín
kom henni í kenslu að Iæra á Mælifeili;
so bæði af þvílíkum kunnugleik og frænd-
semi Btiltu þeir feðgar séra Magnús og
séra Jðn svo til, að gista hjá foreldrum
mínum, þá leiðir þeirra lágu þar um.
Sömuleiðis Skúli Magnússon fðveti með
þénurum sínum, þá hann varð sýslumaðr
í Skagaíirði, meðan hann var á Hofi.
Hér af kemr ein frásaga síðar af einum
þénara hans, er mér varð að liði í fram-
andi píátsi. Meistari Steinn biskup og
hústrú hans Yalgerðr komu þangað ætíð
nær synodus, eðr það árlega prestamðt,
var haldið 20. febr[úarii] á Fiugumýri.
Fðr hún þangað með sínum herra til
inndælis sér og að gera gott fátækum;
fðr þá margt kver og annað; þáðu þau
hjá foreldrum mínum mjðlk að drekka,
ferskan silung og þess háttar. Sá góði
herra drakk ei brennivín; honum nægði
hálfanker brennivíns um árið til trakter-
inga, sem Sra Sigurðr föðurbrððir minn
sagði mér, sem nokkur ár var smásveinn
hans. Man ég til þess, að ég var látinn
koma fyrir þau; gaf biskupinn mér þá
ríxdal; þá svaraði hústrúin: „Þú gefr
þetta fyrir fylgdina, enn ég ætla að gefa
dreng þessum sem ættingja mínum“, —
og gaf mér annan og bætti þessu við:
„Ef við herra Steinn minn iifum þann
dag þú komist tii aldrs, þá skai reyna
að gera þig að manni“ — ennþar tðkst þð
ei til í vissan máta, þar biskupinn sál-
aðist fyr, enn af þvi má sjá frómlyndið,
lítillætið og höfðingsskapinn, er einn höfð-
ingja prýðir. Mei þessum og enn fleir-
um dygðum vóru þau miklu höfðings-
hjón begáfuð; ætíð sé blessuð þeirra minn-
ing. Guð forbetri þessa öld, sem sýni-
lega vill snúast á annan veg. Því kvað
Eggert Ólafsson:
Hvar er höfðings þðtti?
Hvar er rausnin nú?
Hvar er herrans ðtti?
Hvar er dygð og trú?
Það er aít komið á ringulreið.
Ágirnd vex, enn ðmenskan
engu kemr á leið.
5. Ég ðlst svo upp hjá foreldrum mín-
um, þar til guð kallaði í burt föður minn
á mínu 10. aldrsári; skal nú með lítilli
yfirferð greina hvað um mig leið á þess-
um tíma. Mér var kent að stafa og lesa
á bók, enn af því ég var látinn offljótt
taka saman og var einnig málstirðr, varð
ég ei vel lesandi; kunni og margt af því
utanbókar, er ég var látinn stafa og lesa,
og prettaði þetta hvorttveggja. Þá ég
var orðinn sjö vetra og þar yfir, vandi
hann mig að gefa lömbum og brynna
þeim og síðan að ganga með sér til fjár,
halda því til haga, brjóta ofan af fyrir
því og moka, hvar til hann smíðaði mér
litla göngu- og varreku; fekk ég strax
stóra náttúru til þess og eftirlöngun, enn
við fjósverk var ég ei hafðr, og þá ein-
sýnt veðr var, var ég sendr að h'ðypa
fénu út og reka það á hagann; þá al-
bjart var, átti féð að vera þangað kom-
ið, enn ei fyr enn um sðlaruppkomu, ef
hrímfrost var; skyldi ég tvístra því vel
í sundr í beitarplátsinu, að ei legðist eðr
stæði saman etc. Hér yrði ofiangt að
segja frá fleirum reglum hér að lútandi.
Fjárhús það hafði hann bygt á því
plátsi, sem kaliast Þverárgerði, langt frá
bæ og ofar til fjalls. Þá voraði rak hann
féð lengra í það pláts, er kallast Tungu-
fjalí og Þverá fylgdi. Þá ég var sendr
um dægramótin að hleypa út, var mér
fyrirlagt, að lesa berhöfðaðr „faðir vor“,
blessunar orðin og bænir so margar sem
nægði þar til komið væri yfir túngarö-
inn. Þá mætti ég upp setja, enn þó fara
með eitthvað gott, að ekkert vont kæmi
nærri mér og alt gengi vel. Útafþessn
þorði ég ei að breyta. Ég kunni þá
meðal anaars þenna sá'm: „Einn herra
ég bezt ætti“; í honum eru 10 vers;
faðir minn mælti hann ef ei daglega þá
oftsinnis fram; þá ég mælti hann seint
fram eðr raulaði og gekk léttan, nægði
hann 40 sinnum til hagahússins, af
hverju ráða má vegalendina, og sjá
hversu öllu fer hnignandi, því nú mundi
slíkt vera haldið ofætlunarverk, jafnvel
fullorðnum; því fer Bem fer og orðið er
í landi voru.
(Framh.).
Skaftafellssýslu (Mýrdal), 5. febr.:
„Tíðin hefir verið umhleypinga-söm í
vetr, oftast útsynningar með iitlu frosti
enn hvassgeislegir. Fénaði stöðugt gefið
frá því á jólafóstu, nema lítinn tíma um
jóialeytið. — Vart hefir orðið við reka
í vetr, helzt planka og lítið eitt af staur-
um, enn hvergi mun þð hafa rekið neitt
til muna. — Nú eru mann sem ððast að
búa sig undir vertiðina, Bem vanalega
byrjar hér í þorralok, og eru hér g8rð
út skip á vetrarvertíðinni og ganga 6
af þeira í Vik. Að vorinu til er svo
„haldið út“ bátum í hverri veiðistöð, enn
tæplega mun sú útgerð hafa borgað sig
á næstliðnum vorum, og kenna menn
botnverpingum um það. Þeir hafa sðpað
hér sjáVarbotninn í nokkur ár. — Verzl-
unin hér í Vik er heldr dauf, matvara
þvi Dær upp gengin, enn gnsegð af brenni-
víni. Pöntunarfélagið heldr áfram, dauf-
ara þó enn í fyrra; margir munu skulda
því töluvert og almenningr botnar ekk-
ert í ölíum þessnm prósentu-rcikning-
um“.
Druknun. Þriðjudaginn 8. þ. m. fórst
skip í Borgaríirði frá Borg á Mýrum.
Formaðr var Guðmundr Guðmundsson
(Bjarnasonar prests á Borg) þurrabúðar-
maðr í Borgarnesi; hásetarnir þrir: Helgi
Sveinsson, verkstjóri frá Borg (áðr á
Litlabakka á Akranesi); Ólafr Jónsson
vinnumaðr frá Hamri og Gísii Bjarna-
son frá Bóndhól. — Alt valdir sjómenn.
— Guðmundr eftirlætr örfátæka ekkju
og 4 börn í ómegð. — Helgi ekkju og
2 börn í ómegð. Hinir tveir vóru ógiftir.
Menn þessir vóru að flytja rjúpu suðr
í pöstskipið fyrir Bryde-verzlun. Næst-
um því samferða þessum mönnum út
íjörðinn vóru Akrnesingar á 8-æring í
sömu erindum, enn þeir sneru aftr þegar
rauk á sunnan og komust nauðulega inn
i Borgarnes.
Eimskipaútgerð Wathne’s.
Otto Wathne æílar aö láta eimskip sín
„Egil“ og „Waagen" ganga atöðugt
milli Kaupmannahafnar og íslands á
þessu ári. Frá Kaupmannahöln eiga
skipin að fará 1. marz, 20. marz, 25.
apríl, 9. júlí, 28. ágúst, 11. október og
25. nóvember, og á endastöðin að vera á
Akreyri. Frá Akreyri eiga Bkipin að
að fara 20. marz, 7, apríl, 15. maí, 27.
júní, 6. ágúst, 18. sept., 1. nóv. og 11.
desember. Á ölium ferðunum, bæði til
og frá, á að koma við í Stafangri og í
Björgvin og Þórshöfn á 3., 4., 5., og 6.
ferð til íslands og í Þórshöfn í sömu
ferðum frá íslandi; ennfremr í Björgvin
í 7. ferð frá íslandi. 1 fyrstu ferð ér
gert ráð fyrir, að Vaagen fari ekki lengra
enn til Stafangnrs. Auk þessara 8 ferða
á Vaagen“ að fara 3 aukaferðir til ís-
laudB frá Stafangri eða Kaupmannahöfn
i maí, september og desember, enn far-
dagarnir eru óákveðnir.
Halllr RússakeÍEara. Enskr
ferðamaðr hefir sagt frá því í tímariti,