Fjallkonan - 22.02.1898, Síða 4
32
FJALLKONAN.
XV 8.
hve sbrautlegt sé í höll Kússakeisara í
Pétrsborg. Hann segir, að varla sé hægt
að hugsa sér þvílíka dýrð. Þar eru
stólar úr gagnþéttu silfri, hásæti úr fila-
beini, alsett skygðum gimsteinum og safír-
um, heilir veggir úr raíi og gólf úr perlu-
móður.
Keisarinn á tólf hallir, og eru þær
allar feikna skrautlegar. — í hinum
öðrum höllum eru dýrindis góbelíns-tjöld,
ljómandi postulín frá Japan og Prakk-
landi, fegrstn gimsteinar frá Asíu, ómet-
anleg gömul handrit og bækr settar
gimsteinum. — Þetta er þó ekki nema
smámunir í samanburði við allan þann
auð, sem saman er kominn í höllum
keisarans.
í dómkirkjunni í Moskófu eru geytnd-
ar kórónur og veldissprotar, sem alt er
gim8teinum sett, og aktýgi og reiðtýgi,
sem þar eru geymd, eru lika alsett gim-
steinum. Þar eru og geymd sverð, rýt-
ingar og önnur vopn, svo hundruðum
skiftir, og er það alt sett perlum, rúbín-
nm og öðrum dýrum steinum.
Gull heíir fuudizt í Norrlandi í Sví-
þjóð (í Torneádaínum), og líkur til að það
muni vera talsvert. Enn ekki verðr byr-
jað á gullnámi þar fyrr enn vorar.
Kaffi er nú, sem kunnugt er, í afar-
lágu verði, milli 80 og 40 au. pundið.
Talið víst, að þetta verð haldist eða
lækki, því griðarmikið liggr óselt og
horfur á beztu uppskeru. Kafflforðinn
um heim alian var talinn í nóv. í vetr
361,220 tons, enn 1896 um sama leyti
218,890 tons.
Alaska. Ameríkumenn hafa óefað
gert góð kanp, þegar þeir keyptu Alaska
af Rússum 1867 fyrir 7,200,000 dollara.
Útflutningsvörur námu þar 1895 84,560,-
C00 dollurum (þar af skinnavara 53 milj.,
niðrsoðinn lax 10 milj., hvalskíði 10 miij.
gull og silfr 6 milj., hvallýsi 3 milj.,
harðfiskr 1 milj., saltaðr Iax 800 þús. o.
s. frv. Selveiði er þar mikil samhliða
laxveiðinni, og ekki er þess getið, að
þar sé verið að hugsa um að eyða seln-
um, enn selveiði á Pribiloffeyjum er stöð-
ugt þrætuefni miili Ameríku og Englands.
Landið er stærra enn alt þýzka ríkið
(nær 25 þús. fermílur), og ákaflega ríkt
af málmum og steinkolum ; guliið er nú
sem stendr auðvitað fremst í röðinni. Telja
menn vÍBt, að þegar Alaska byggist með
tímanum og verðr menningarland, þá
muni það verða eitt af auðugustu lönd-
um heimsins, svo er það gæðaríkt, þótt
ekki geti það orðið akryrkjuland, svo
að neinu nemi.
Ræningjafélag á Sikiley.
Þar hefir lengi verið stórt ræningjafélag,
sem nefnt er „maffían“, enn í vetr hefir
tekizt að handsama 64 ódáðamenn úr
þessu félagi. — í félaginu eru menn af
öllum stéttum, sem hafa samtök sín á
milli um morð, um að kúga menn til
fjárútláta, að falsa skjöl og bera fals-
vitni fyrir rétti, að koma embættismönn-
um úr embættum og koma aftr félögum
sinum í embættin o. s. frv. Upphaflega
er félagið stofnað til að rétta hlut
alþýðunnar mðt ranglátum yfirvöldum.
Enn það breyttist brátt, og nú eru í því
bæði útilegu-ræningjar og menn í hærri
og lægri stéttum, jafnvel af tígnasta
fólkinu; prestar, dómarar og alls háttar
embættismenn. Pyrir skömmu fekk ítalskr
barón hótunarbréf; hann ieitaði til kunn-
ingja síns, sem bann hélt að væri kunn-
ugt um „félagið“. Hann gaf honum
meðmæli til dómara í fjallþorpi, og dóm-
arinn gaf honum meðmæli til prestsins.
Prestr fór síðan með hann til þriggja
illræmdra óbðtamanna, og þeir tóku ba-
róninn í vernd sina og var honum óhætt
úr því. Sex ræningjar töku annan barón,
Arrigo að nafni, fluttu hann upp í fjöll
og létu hann greiða 120 þús. franka í
lausnargjald. Þessir ræningjar náðust
síðar, ogkom það þá upp, að þeir höfðu
ekki sjálfir fengið nema 20 þús. af þessu
fé. Hitt höfðu ýmsir heldri menn fengið.
Fyrir skömmu var formaðr Sikileyjar-
banka drepinn í járnbrautarvagni og var
vagnmönnum um kent; þeir vóru teknir
fastir, enn slept aftr, því þeir sönnuðu
sakleysi sitt. Síðar komst það upp, að
þeir höfðu notað falsvitni og lognar hrað-
fréttir frá bófafélaginu.
5. sept. í haust hvarf frá Palermo
veitingamaðr einn að nafni Dalba. 18.
okt. hvarf bakari og 24. hurfu 2 öku-
menn. Einhverntíma í nóvember varð
nætrvörður var við mikinn ðdaun, sem
lagði frá helli í grendinni við Palermo.
í hellinum var tjörn, og þar fann nætr-
vörðriun lík þessara manna sem hurfu.
Þeir höfðu allir verið drepnir í eyðihfisi
skamt þaðan. Þar hengu á veggjunum
hlæjandi myndir af Maríu mey og helg-
um mönnum í gyltum umgerðum, allar
blóði stokknar. — Þessir 4 menn voru
úr „félaginu“, enn þeir voru drepnir
fyrir þá sök, að óttazt var fyrir, að þeir
mundu koma því upp, að félagið hafði
látið búa til 4000 þús. falsaða banka-
seðla; þeir vissu um það, enn höfðu
fengið oflítið fyrir að þegja.
Þó þessir 64 félagsmenn sé teknir
fastir, er búizt við að félagið Iifi góðu
lífi eftir sem áðr.
Ríkr obrkarl. Samúel Lewis heit-
ir veðlánamangari í Lundúnum, sem er
með ríkustu raönnum í heimi. Margir
stóreignamenn, sem hafa komizt í skuld-
ir, hafa lent í klónum á honum og eiga
þeir naumast uppreistar von úr því. Hann
á hallir og stóreignir eftir hertoga, greifa
og Iávarða og ógrynni af gimsteinum
og öðrum dýrgripum. Sagt er, að stjórn
Portúgals hafi fengið stórt lán hjá hon-
um og að hann eigi í rauninni Portúgals
ríki. Hann hikar sér ekki víð að taka
1000% í vexti, eða 10 kr. af 1 krónu.
Grott norðleuzkt smér
fæst til kaups þessa dagana á 65
aura pundið hjá kand. mag. Bjarna
Jbnssyni í Þingholtsstræti 16.
Þeir sem vilja sæta kaupunum
verða að hraða sér.
Ágætt ullarhand
úr þeli, þrinnað, sauðsrart
og ljósgrátt er til sölu í Þing-
holtsstræti 18.
Yandað yaðmál.
Þeir sem kynnu að vilja kaupa
mjög vandað peisufatavaðmál eða
innlenda dúka eru beðnir að láta
mig vita það.
Bríet Bjarnhéðinsdöttir.
I verzlun Magnúsar Einars-
sonar á Seyðisfirði fást ágæt
vasaúr og margskonar smékklegar,
fáséðar og vandaðar vörur með
mjög sanngjörnu verði.
I=»oir, sem hafa fengið
eitthvað ofsent af „Kvennablað-
inu“, einkum af síðasta árgangi,
sérstaklega nr. 4 og 5, eru beðnir
að senda það útgefanda.
Útgefandi: Yald. Ásmundarsou.
Félagsprentsmiðjau.