Fjallkonan


Fjallkonan - 01.03.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 01.03.1898, Blaðsíða 4
36 FJALLKONAN. XV 9. Skipstrand. Þilskipið ’St. Andrew, eign Runólfs Ólaíssonar í Mýrarhúsum og Jðns Árnasonar skipstjðra rak upp í Eiðisvík 15. p. m. og skemdist nokkuð. Skaðinn metinn 2000—2500 kr. Gullbrúðkaup. Seltirningar ofl. héldu þeim heiðrshjðnum Einari bðnda Hjartarsyni og Önnu Jðnsdðttur í Bolla- görðum gullbrúðkaupssamsæti 23. jan. í vetr; þan höfðu þá verið í hjfiskap í 60 ár. Stóð hreppsnefndaroddviti Þðrðr Jóns- son í Ráðagerði fyrir veizluhaldinu og hélt snjalla ræðu tyrir heiðrsgestunum, og afhenti þeim skrautritað kvæði eftir B. Gröndal. Þau hjón eru foreldrar merkis- bðndans Guðmundar Einarssonar í Nesi. Dáinn er einn af merkisbændum norðlenzkum, Gísli Asmundsson, sem lengi bjó að Þverá í Dalsmynni (i Hnjöska- dal), hálfbróðir Einars alþingismanns í Nesi. Hann andaðist að Bergsstöðum í Svartárdal hjá syni sínum séra Ásmundi. „Hann var fæddr í Rauðuskriðn í Þing- eyjarsýslu 17. júli 1811, enn fluttist að Þverá þriggja ára að aldri með föður sín- um, Ásmundi hreppstjðra Gíslasyni, og þar dvaldi hann þangað til síðastl. vor, að hann fór til sonar síns að Bergsstöð- um. Mððir Gisla sál. var Gnðrún Eld- járnsdóttir stúdents, Hallgrímssonar prð- fasts á Grenjaðarstað, og vðru foreldrar hans bæði komin af beztu ættum í Þingeyjarsýslu. — Árið 1866 kvongað- ist hann Þorbjörgu Olgeirsdðttur frá Garði í Enjðskadal og byrjaði þá búskap á Þverá og bjð þar með dugnaði mikl- um í 30 ár. Á þeim árum starfaði hann mörgum öðrum bændum meira, bætti jörðina, bygði npp allan bæinn og kost- aði öll böm sín til náms á skðlum. Auk Jess hafði hann á hendi hreppstjðm í 25 ár í Hálshrepp, og var lengst af bæði í sýslunefnd og hreppsnefnd, eftir að þær nefndir vðru skipaðar. Hann var sem bróðir hans gáfumaðr mikill og vel mentaðr, þðtt minna bæri á gáfum hans enn Einars sál., af því hann sýndi þær ekki eins opinberlega, og mátti hann því teijast framarlega í röð hinna sjálfmentuðu þingeysku bænda. Eftir hann eru ýmsar greinir í norð- lenzkum blöðum. Stiltr var hann og gætinn, reglusamr, siðavandr og trúmaðr. Börn þeirra hjóna, sem upp hafa kom- izt, eru frú Auðr, kona séra Árna Jóns- sonar prófasts á Skútustöðum, séra Ás- mundr á Bergstöðum, Ingðlfr stúdent á læknaskðlanum, Garðar verzlunarmaðr á Grund í Eyjafirði og Haukr lærisveinn í lærðaskðlanum í Rvík. Auk sona sinna kostaði hann til skðlanáms systurson sinn og fðsturson Einar prðfast Friðgeirsson á Borg á Hýrum“. Vetrinn ætlar að verða i harðara lagi eftir því sem talið er á Suðrlandi. — Síðan um nýár hafa oftast verið hag- léysur og heybirgðir eru teknar að þrjóta. Sagt er að farið sé að skera af heyjum sumstaðar. Veikindi, óvenjulega mikil, hafa gengið hér í bænum, síðan snemma í vetr, enn fáir hafa dáið. Elzta blað í heimi er] „Peking Ga- sette“, 800 ára. Gufuaflið vinnr í heiminum á við 1000 miljðnir mauna. Elzti maðr í heimi dð árið sem leið í Hexíko; hann hét Jesus Camprehe og var 154 ára gamall, eftir skírnarvott- orði, semrtalið er óyggjandi. Stærsta gufuskip í heimi var verið að byggja í haust í Belfast, 684 fet á lengd. Brennan í London 19. nðv. i vetr er mesta brenna á þessari öld önnur enn Chicago-brennan. Stór svæði í Lon- don brann til ösku; þar með 300 vöru- geymsluhús ásamt fjölda af kaupmanna- búðum, fyrir svo margarjmiljðnir, að skað- inn hefir ekki verið metinn. Svo mikið brann þar af vefnaðarvörum, að talið er víst að þær hækki fyrir þá sök í verði um alla Evrópu. Abyrgðarfélögin bæta tjðnið, og þau eru svo rík, að þau munar lítið um það. Fáir menn fðrust í þessari brennu. Blóð til skepnufóðrs. Fáar þjóðir hafa nú alment blðð til matar nema íslendingar, og er það þð næring- góð fæða. — Nú hefir danskt félag tekið að sér að hirða blðð úr slátrfé í Dan- mörku, sem fleygt hefir verið hingað til, og búa til úr þvi dýrafóðr. Ef blðð er blandað „melasse" (úrgagnsefni við sykr- gerð) heldr það sér sem nýtt langan tíma. 100 pd. af blððfóðri (sera í eru hafrar ofl.) eru seld á 4V2 kr. — Gert er ráð fyrir, að pottr af blðði kosti 1 eyri og nemr arðrinn af þessu fyrirtæki því mörg- um miljðnum krðna á ári. Nýtt bjöt flutt til Englands.. Norðmenn gerðu í haust tilraua til að seuda nýtt kjöt til Eng- Iands ófrosið og ekki ísvaríð. Sauðaskrokkarnir voru saumaðir innan í léreft og undirbúuir að öðru leyti, enn þess er ekki get- ið á hvern hátt. Kjötið var sent frá Björgvin til Newcastle og seld- iat þar vel, svo að líklegt þykir að þessir fiutningar komist á í stærri stíl. — Þetta gæti ef tii vill verið athugavert fyrir íslend- inga, því megi á þennan hátt flytja nýtt kjöt frá Björgvin til Englands, ætti einnig að geta tekizt að flyíja það héðan. Miklar birgðir af sjóstígvélum, mjög vel vönduðum, bæði að efni og verki, ern til sölu nú þegar og verða framvegis hjá Rafni Sigurðssyni. ísleuzk umboðsverzlun selr allskonar íslenzkar verzlunar- vörur á mörkuðum erlendis og kaupir inn útlenaar vörur fyrir kaupnenn og sendir um alt land. Umboðssala á vörum fyrir enskar, þýskar, sænskar og danskar verk- smiðjur og verzlunarhús. Glöggir reikningsr, lítil ómakslaun. Jakob Grunnlögsson. Cort Adelersgade 4, Kjöbenhavn K. Nr. 2—3 af 1. ári Kvennablaðsins (1895) kanpir útgefandi háu verði. Ágætt ullarband úr þeli, þrinnað, sauðsvart og ljósgrátt er til sölu í Þing- holtsstræti 18. X verzlun Magnúsar Einars- sonar á Seyðisfirði fást ágœt vasaúr og margskonar smekldegar, fáséðar og vandaðar vörur með mjog sanngjörnu verði. Kaupendr Fjallk. um- liverfis Rvík, í Mosfelissveit og á Kjalarnesi eru beðnir að vitja blaðsins í apótekinu. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagspr eutsmiðj an,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.