Fjallkonan


Fjallkonan - 01.03.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 01.03.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miíja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjaiddagi 15. júll. Upp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 9. Reykjavík, 1. marz. 1898. Heyskortr. Verði ekki bráð uinskifti á tíð- arfari, má búast við, að heyskortr verði og fjárfellir, uða um Suðr- Iaud að minsta kosti. — Hey vótu víða lítil eftir sumarið, og þar að auki illa verkuð. Meðaa stofn landbúnaðarins er ekki ör- uggari enn svo, í sumum lands- fjórðuDgunum, að hann er fallinn ef 2—3 mánaða harðindakast kemr að vetrinum, er ekki vert að láta mikið yfír framförum búnaðarins. Það mun að vísu vera aflað meiri heyja enn áðr, og meðferðin á fénu er betri. Enn menn spara heyin minna, halda fénu minna tilbeitar enD áðr; beitar hás hafa lagzt niðr víða og fjárbyrgi, sem höf ð vóru handa úti- gangefé. Það mun og ;tlgerlega niðr lagt, að mokaofanaffyrir fé; áðr var það talið meðalmannsverk, að moka ofan af fyrir 60 fjár á, dag. Það var einkum fyrra part vetrar, sem fénu var haldið til beitar, ean búmenn álitu mesta þörf að gefa fé á útmánuðum og undir sauðburðion. Eitt sem bend- ir á, að fé bjargaðist injög 4 úti- gangi á fyrri tímum, er það, að víða vóru ekki hús fyrir féð. Það oru ekki nema 40—50 ár, síðan farið var að hafa fjárhús að minsta kosti víða á Suðrlandi, og til skamms tíma hafa ekki verið hús fyrir fé á einstaka stað. Því hefir verið „gefið á gaddinn", sem kallað er. Fjárbyrgi og fjár- borgir vóru einu skýiin áðr, er bygð vóru fyrir útigangsfé. Leifar af þessum skýlum hefir Daniel Bruun fundið í Árnessýslu og nefnir fjárborgir. Fjárborgir vóru fyrrum toppmynduð hús rceð þaki, enn fjárbyrgin vóru þaklaus. Nú eru garðalaus hús á útigangsjörðam við ejónyrðranefnd f járborgir. (Jm fjárbyrgi segir Magn- ús Ketilsson: „Til forna vórufjAr- byrgi brúkuðviða ogsjástleifar eftir þauennnúíeinstaka stöðum. Þessi byrgi brúkuðu fornmenn til að nýta sér þess betr vetrarbeítina, því að víða er so landslagi háttað, sér- deilis á þeim jörðum, sem eiga fjall- Iand, að viss partr landsins verst lengi og slær þar úr, þó annað af landinu leggi undir. Það er og oftar, að beit til fjallsins, með- an henni nær, er betri heldr enn heima um; enda er þá og beitin óbrúkuð þá heim kemr. Þessi byrgi brúkuðu þeir mest framan af vetruœ, þar til kom fram yfir jól, og jafnvel fram á [úl-]mánuði, og þar til þeir fóru að gefa fé sínu. Enn nú er þessi mannskapr eins og annar afiagðr". (Sauðfjár- hirðing, Hrappsey, 1778 b!s. 56). Þessi útiganga fjársins heflr gert fjárkynið harðara og hraust- ara, og henni má eflaust þakka það að nokkuru, að íslenzka fjár- kyaið er svo gott, enda segja gamlir fjármenn, að fé sé orðið miklu kranksamara síðan hús- vistin varð lengri. Enn um úti- ganginn má f.uðvitað segja sem margt annað, að hófið er bezt, og ekki verðr það um of brýnt fyrir mönnum, að vanda fjárhús- in og meðferð fjársins inni. Enn hitt verðr líka að athuga, að það er ekki minna vert að afla sér heyja að vetrinum með beit, enn að heyja á sumrin. Búmaðr. Fistifélagið danska. Dgskr. minnist á það í síðasta blaði, og segir þsr meðal annars um botnvörpuskipin: „Hin skammsýna og illgjarna mótbára um leppskapina getr ekki staðizt til langframa á lög- giafarsamkomunni". Hvers vegna?—Heldr „Dgskr.", að sú eindrægni hljóti framvegis að verða ;í alþingi í þessn máli, fremr enn 'óllum öðrum málam, að alHr liti á það sömu augum? Eða hsldr „Dgskr.", að allir ís lendingar séu nú orðnir svo mikl- ir föðurlandsvinir, að enginn geti fengið af sér að vera í leyníleg- um samtökum við útlendinga um botnvörpuskipaútgerð, allir séu orðnir svo óeigingjarnir, að þeir meti meira hag almennings enn sinn eigin hag?! — Það væri æskilegt, að f'á nánari skýring á þessu fra ritstj. „Dgskr." Enn fremr segir ritstj. „Dgskr.": „Enn sem sönnun þess, hve auðvirðilega fákunnandi og grunn- hyggnir ýmsir þeirra eru, sem glamra mest á móti sérréttinda- lögum fyrir íslenzk botnvörpu- skip, má nefna það, að eitt blað hér í bænum hefir í fullri alvóru prédikað þá kenningu, að danska félagið „Frem" muni hafa heim- ild til botnvörpuveiða innan land- helgi". Þetta er alveg tilhæfulaus upp- spuni, því ekkert blað hér í bæn- um hefir int í þessa átt. Hvað Fjallk. snertir, segir þar að eins, að félagið ætli sér að stunda veiðar inni í landsteinum. Til að sanna þetta, nægir, að taka þessa grein upp orðrétt úr skýrslu danska blaðsins „Poli- tiken", sem auðvitað er bygð á frásögn félagsmanna sjálfra: „Medens danske saa lidt som fremmede Trawlere maa fiske ind- enfor Söterritoriet, vildette danske Selskab have den store Fordel frem for sine udenlandskeKonkurrenter, at det har Lov til at lade sine Kuttere gaa ind under Kysten ved Island oq söge Fangst". („Politíken", 12. Jan. 1898). Féíagið sjálft gerir þannig ráð fyrir, að það mur.i geta haft heim- M til að etunda veiðiskap sinn í landhelgi, enn getr þess auðvitað ekki, á hvern hátt það ætlar sér að njóta þeirra hlunninda. Annars er það rétf, sem „Dgskr." segir, „að engu heilbrigðu viti getur dulizt, að vér, sem erum svo fátækir að fé, hljótum að verða undir i samkeppninni við útlendinga hér við strendrnar, nesia vér notum sérréttindi vor innlendum botnvörpuskipum til hagsmuna". Eon vér getum einniitt ekki

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.