Fjallkonan


Fjallkonan - 07.03.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 07.03.1898, Blaðsíða 2
38 FJALLKONAN. XY 10. Ég gat ekki annað séð, enn þetta væri ágóðumrökum bygt, enn égsá jafnframt, að þekking þessara manna var harðla ðlík. Það skal engin ímynda sér, þð ég taki þetta dæmi, að ég vilji gera lítið úr þrifnaðinum; það er öðru nær; hann er í þessu, sem öðru, nauðsynlegr, enn hann er ekki einhlítr. Deim sem hirða margt fé, hentar ekki ðþarflegt nostur, því með því hljðta þeir að vanrækja annað við það starf, sem er nauðsynlegra, og skepnu- hirðing er svo nauðsynleg og vandasöm, að hún verðr aldrei fulllærð. Reyndar má búast við að búíjárræktarkensla á búnaðarskólunum yrði ekki nðgu full- komin, þð hún gæti gert töluvert gagn, og því veitti ekkert af, og væri enda nauðsynlegt, að stofnaðr væri sérstakr búfjárrœktarskóli, einn eða fleiri, þar sem ekkert væri annað kent, enn það sem að einhverju leyti lyti að kvikfjár- rækt, einkum að nirðingu búfjár. Þá fyrst mætti vonast eftir, að kvikfjárrækt vor, og þar af leiðandi landbúskapr, tæki verulegum framfórum. Að kenna mönnum að afla mikils fóðrs, og geta haft margar skepnnr, vel haldnar, án of- mikils tilkostnaðar, það er eina meðalið til að fyrirbyggja skepnufelli og vesal- dðm. Dað dugar lítið, að, prédika það að fáar skepnur feitar geri meira gagn enn margar skepnur grennri, því dæmin eru deginum ljósari með það, að sumir, mestu skepnukvalarar og níðingar, hafa grætt stðrfé, enn fátæklingrinn, sem ól árlega sínar fáu skepnur, var altaf fá- tækr. Ef góð kensla í búfjárrækt (og öðrum óþarfari námsgreinum væri ekki skotið inn í, svo öll kenslan yrði tðmt nafnið) kæmist á, þá mundi hordauðinn hverfa af sjáífu sér og öll horfellislög verða ðþörf. Menn munu nú spyrja: „Ifvar á að taka féð til að reisa þennan eða þessa skóla fyrir?“ Auðvitað af landsfé, því sá skóli yiði vafalaust með tímanum þarfasti'skólinn fyrir landbúnaðinn. Ef mönnum vex kostnaðrinn í augum, þá má byrja smátt, t. d. fá einhvern efnað- an bónda, sem alþektr er að gððri bú- fjárrækt, og á margt fé, að taka (5—10) námssveina og greiða honum með hver- jum þeirra sæmilegt meðlag um árið, setjum 200 kr. með pilti. Nemendr ættu að fá styrk til ferðalags að skðlanum, frá lögheimilum sínum, t. d. 2 kr. fyrir hverja þingmannaleið (5 mílur) eða far- gjald á skipi. Þar að auki ættu nem- endr að fá dálítinn aukastyrk, það er að segja þeir nemendr, er reynast vel, t. d. 50 kr. Hvar hentugastr staðr væri fyrir bú- fjárræktarskðla, getr verið álitamál, enn þar sem búfjárrækt er í bezta lagi ætti hann að vera. Þingeyingar hafa orð fyrir að vera beztir fjármenn, og munu margir leggja til að skðlinn væri þar settr, eða að minsta kosti að kennarar væru fengnir þaðan. Skemmri kenslutími enn 2 vetr eða 2 ár er tæpast hugsan- legr. Annats getr tiihögunin verið marg- vísleg, og er nógr tími að tala um það, enn kensla í búfjárrækt hlýtr að komast á, ef landbúskaprinn á ekki algerlega að kollsteypast, og hordauðinn að hald- ast við. Bóndi. ÍSLENZKR SÖGUBÁLKR. Æflsaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Lbs. 182,4to]. 7. Næsti bær við Þverá að sunnan- verðu er Yztagrund, framar og nær Hér- aðsvötnum; bær þar fyrir ofan heitir Frostastaðir; þar bjó þá lögréttumaðr Þorgrímr Þorgrímsson, nefndr í stað Jóns Steingrímssonar, afa míns, velmaktar maðr. Einn hans sonr var þá í skóla, er Sigfús hét. Næsti bær við Erosta- staði er Hjaltastaðir; þar bjó prestrinn Sra Björn Skúlason Hann átti móður- afa systur mína, Halldóru Stefánsdóttur, eitt það mesta kvenval. Tveir þeirra synir fóru í skóla: Sra Jón, er varð prestr á Auðkúlu, og Stefán, sem varð síðar skólameistari og nú er við stjörnulist og landmælingar í Kaupenhafn. Að Yztu- grund flntti móðir mín sig so næsta ár [1739]. Þá deyði herra Steinn, enn hús- trú Valgerðr fór að Viðvík til Mr. Ein- ars Jónssonar, sem átti dóttur hennar, Helgu Steinsdóttur, so nú varð taflslok1 1 2 um heit þeirra. Nú fór ég fyrir alvöru að læra minn kristindóm, Mag. Jóns Árnaaonar spurningar. Átti nú móðir mín mikið bágt, eins og margir aðrir um þau ár; þó stilti hún so til, að aldrei skyldi hún smjörlaus verða, þó annað undan gengi. Varð ég nú feginn, að þiggja máltíð annarsstaðar, þó fór ég hvergi til þess, sizt að Frostastöðum, þó þar væri nóg efni, af ábeitarríg og kriti, sem þar var í nágrenninu. Gerði ég mér það tíðum til erendis að Hjalta- stöðum, að láta hlýða mér yfir, enn kona prests og afasystir mín vissi máske ann- að, sem undir bjó, og lét mig aldrei ó- 1) í hdr. „taptslok“. saddan frá sér fara.----------Mér gekk vel að læra, so að ég var tekin til sakra- mentis 10 vetra-------J). 8. Hvað mínum frekari lærdóms sök- um við víkr, byrjuðust þær með mikið lítilfjörlegum hætti og eymdardóm------- — Ég bað móður mína að koma mér í burtu, so églærði vel að lesa og skrifa; ég hafði soddan löngun ' til þess. Hún hlýddist á þetta, og eftir áðr umtöluðu sendi hún með mig á góu til frænda míns Sra Jóns Magnússonar, er þá var kapellán hjá föður sínum Sra Magnúsi á Mælifelli, og var með mér gefið gott 10 aura virði. Ég átti að vera til kross- messu, og so viðbætast meðgjöfina. Kona hans hét Steinunn dóttir séra Jóns Þor- valdssonar á Miklabæ, systir Einars í Viðvík; bræðr átti hún tvo, Þorvald og Sigfús, er báðir vóru þá í skóla. Sá fyrri varð eftir það bóndi á Blikalóni, hinn bókhaldari i Reykjavík.------------®) 9. Þá var ég 11 vetra er ég Bá danska þjóð; var ég þá látinn fara í kaupstað að reka þangað sauði með öðrum. Þar var þá fyrir sá kaupmaðr, sem hét Sören Pétrsson, og hans son Pétr Holm var þar eftir undirkaupmaðr á Eyrarbakka. Hann var kaupmaðr hér við land um 50 ár og kom sér ætíð vel; var þó ei í sinni höndlan fyrir utan synd, þó so siðferðis- góðr að hann lét lesa kvöld og morgna guðsorð í kamersi sínu.-------Þá Ludvig Harboe var af þingi Kr. 6ta sendr að vísitéra hér landið, las ég á Flugumýri með öðrum börnum fyrir honum. Með honum var túlkr og notarius Jón Þor- kelsson, sem áðr hafði verið skölameist- ari í Skálholti, og síðar, við sinn afgang, testamenteraði alt sitt góz fátækum börnum í Gullbringusýslu, að læra að lesa og skrifa. (Framh.). 1) Hér eru feldir úr kaflar." Segir hér frá því, að afleiðingin af altarisgöng- unni varð sú, að höf. varð veikr á geðs- munum; bar hann sig upp um þetta við prest, enn hann kvað þetta freistingar djöfulsins og spáði fyrir honum, að hann mundi prestr verða. Nokkru síðar fót- brotnaði höf. á 2. dag páska og var það áminning frá guði fyrir það, að hann hafði ekki viljað fara tii kirkju með móður sinni. Hann komst á fætr á upp- stigningardag. Kveðst hann þá hafa „lært viðgerðir við sig, að koma öðrum til liðs er soddan slys hafa reynt“ og lika hafi þetta „fríað sig frá ýmsum hættu- sömum viðrgerningum, er skólapiltar í þann tíð brúkuðu við nýkomna11. 2) Hér getr þess, að stúlka sú er átti að þjóna höf. þar á prestsetrinu „var mesta óbermi“ og leysti það svo illa af hendi, að hann fekk geitur og lét þá móðir hans sækja hann. Næsta vetr var þó höf. hjá presti þessum við lærdóm.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.