Fjallkonan


Fjallkonan - 14.04.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 14.04.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja vikn. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) .Auglýsingar ðdýrar. FJALLKONAN Gjalddagi 15. jnli. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okf Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 18. Reykjavtk, 14. apríl. 1898. Útlendar fréttir. Khöfn 1. apríl 1898. Ógurlegir stormar hafa nýlega geisað hér og fjöldi fiskibáta og smábáta hafa farizt. Danmörk. Fjárlögin eru nú af- greidd frá ríkisdeginum, og sá landþingið sér eigi annað vænna enn að fallast á þau öldungis eins og þau komu frá fólksþing- inu. Ríkisdeginum er siitið og boðað til nýrra kosninga h. 5. þ. m. Búast flokkarnir til kosaiiig- anna af hinu mesta kappi; fótr og fit er uppi um alt landið og þó eigi sízt hér í höfuðstaðnum, ótal kosningafundir á hverjum degi og varía um annað rætt né ritað. Vinstri- menn og sósía- listar slá sér saman og fyigj- ast að málum gegn hægrimönn- um. Annars fer hægraflokkinum mjög hnignandi; þannig sigruðu vinstrimenn og sósíalistar við kosningar í bæ- jarstjórn hér í bænum hinn 29. f. m. og fengu víð það meiri hluta í bæjarstjórninni, enn það hafa þeir aldrei fyr haft; alt til 1893 sátu þar eintómir hægrircenn, enn hér eftir gera þeir sér enga von um að ná þar framsr meiri hluta. Vinni vinstrimenn algerð sigr við fólksþings-kosningarnar, verðr jafnvel myndað vinstraráða- neyti undir forustu Holsteins- Ledreborgs. Hinrik Ibsen heldr um þessar mundir 70 ára afmæli sitt. Víða um lönd hafa leikhúsin leikið sjónleiki hans í því tilefni. í Kristíaníu var mikið um dýrðir á afmæiisdegi hans, blysfarir og veizluhöld. Nú er Ibsen hingað kominn eftir boði „Stúdentasam- kundunnar", sem heldr honum veizlu. Yms fleiri eæmdarmerki sýna Danir honum; þannig hefir konungr vor gert hann að stór- riddara af dbr. Bandaríkjamenn hafa sett nefnd til að grenalast eftir orsökunum til að herskip þeirra „Maine" sprakk í loft upp. Nefnd þessi þykist hafa fengið fullar sönnur fyrir því, að neðansjávar-sprengi- vél sé orsökin. Bandaríkjamenn urðn óðir og uppvægir við þessa fregn og viids samstundis segja Spánverjum stríð á hendr, enn Mac Kinley tókst þó að afstýra því. Er nú leitazt við að koma ásáttummiili Spánverja og Banda- ríkjanna, og eftir eeinustu fregn- ið við; Gautschhefir farið frá með sitt ráðaneyti, enn nýtt ráðaneyti myndað, og er það greifi Franz v. Thun, gamall og slunginn að- alsmaðr, er því veitir forstöðu. Er nú eftir að vita hvort honum tekst að koma á sáttum milli þjóðflokkanna. Ráðaneytisforsetinn á Englandi, Salisbnry lávarðr, er nú þrotinn að heilsu og býst því við að leggja niðr völdin. Eftirmaðr hans verðr annarhvor þeirra Chamberlains eða Balfours. — Gladstone gamli liggr nú þungt haldinn og hafa læknarnir enga von um að hon- um muni batna. Er það krabba- mein í andlitinu, sem að honum gengr. Danska ferða- mannafélagið hef- ir í hyggju að gera út leiðangr til íslands að sumri. Kristján IX. Louisa um lítr út fyrir að Spánverjar muni jafnvelí ganga að því, að Kúba verði/sjálfstæð, gegn því að fá ríflegar skaðabætr. Eússar hafa nú „fengið að ieigu" hjá Kínverjam allmikla landspildu norðan af Kíiia, þar á meðal Port Arthnr. Gtildir þessi leigusamn- ingr í 25 ár, enn má þó fram- lengja hanu að þeim tíma liðnum. Eí'tir alt þrefið og þrasið er nú talið, að England, Rússland og Frakkland hafi bundizt samtökum um að koma öeorg Grikkjaprinz til valda á Krít, hvað svo sem soldán kann að segja. Ráðaneytisskifti hafa orðið í Austrríki eins og búizt hefir ver- drotning. Síðarifrétt: Vilhjálmr Þýzka- landskeisari ætlar í sumar að bregða sér til landsins helga og Jórsala. Vinstri menn hafa unnið við kosningar til fólksþings ins danska; eru nú 63 af 113. Konungr vor áttræðr. 8. þ. mán. var Kristján níundi áttrœðr. Var þá von á mörgu af frændliði konungs í heimsókn til hans, enn af því að daginn bar upp á föstudaginn langa og vegna hins háa aldrs konungs átti ekk- ert hátíðahald að verða. Kristján níundi kom til ríkis 15. nóv. 1863, og hefir því setið að ríki í heilan mannsaldr. Hefir enginn Danakonungr komizt á þann aldr, síðan i fornöld. Drotning hans, Louisa, er þó einu misseri eldri, f. 7. sept. 1817. Kristján konungr 9. er nú elztr allra ríkisstjórnenda íheimi

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.