Fjallkonan


Fjallkonan - 14.04.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 14.04.1898, Blaðsíða 2
FJALLKONAN. XV 15. f Q $ K .64, næst honum er Victoria drotning, árinu yngri, þar næst Austrrikis- keisari, 68 ára. Kristján konungr hefir orðið svo vinsæll af alþýðu, að varla mun nokkur konungr hafa átt slíkri þjóðhylli að fagua. Hefir hann þó átt við örðugt stjórnarfar að stríða, þar sem fyrsta ríkisár hans laust á ófriðnum milli Dana og Þjóð- verja, sem dró eftir sér missi her- togadæmanna og mestallrar Slés- víkr, og sífeldar stjórnardeilur hafa legið í landi siðan. Þannig varð stjórnin nær því í 20 ár að að gefa út bráðabirgðafjárlög, meðan Estrups-ráðaneytið sat að vöidum. Enn allar þessar stjórn- ardeilur hafa að engu leyti skert vinsældir Kristjáns konungs, sem hefir heldr eigi átt neinn þátt í ástandinu. Kristján konungr er og hinn kynsælasti konungr, sem nú er uppi. Hann komst á yngri árum sínum í kynni við Nikulás Rússa- keisara, og mæltu þeir til vináttu með sér; kom það Kristjáni kon- ungi að haldi síðar, er Alexander (III.) son hans mægðist við hann, og hefir Danmörku orðið að því nokkur styrkr. Elzta dóttir Krist- jáns konungs, Aiexandra, er sem allir vita gift ríkiserfingjanum á Englandi, prinzinum af Wales. Enn synir konungs eru, eins og kunnugt er, Friðrik krónprinz, Georg Grikkjakonungr og Valdi- mar prinz. Louisa drotning hefir verið köll- uð tengdamóðir Evrópu, af því að dætr hennar hafa gifzt ríkisráð- anda og ríkiserfingja í hinum mestu stórveldum. Enn heimilis- lífið hjá konungi og drotningu hefir einnig verið sönn fyrirmynd. Kristján konungr og Louisa drotning eru enu bæði furðu ern og ungleg, þótt þau sé komin á níræðisaldr, sem sjá má af nýjum myndum þeirra í þessu blaði. Fleiri útlendingar á íslenzk fiskimið- Tvö dönsk fiskifélög eru Dý- stofnuð, sem ætla að stunda fiski- útveg við strendr íslands. Annað féiagið er bæði verzlun- arfélag og fiskifélag, og hefir Salomon Davidsen, kaupmaðr í Kaupmannahöfn, gengizt fyrir stofnun þess. Félag þetta hefir að sögn keypt kaupstaði þá á Vestrlandi, þar sem Björn kaup- maðr Sigurdsson hefir rekið verzl- un, og á þeim ætlar félagið að reisa verslnn og hafa fiskiútgerð, einkum þorskveiði á „kútturum" og einu eða fleiri eimskipum. Þar að auki ætlar félagið að stunda kolaveiði, sem hefir reynzt vel á dönskum skipum, sem hafa stund- að hana við ísland á síðustu ár- um með styrk úr ríkissjóði. Kapt. Drechsel (sem verið hefir hér á landi), fiskifræðíngr, er ráðunautr félagsins. Aðalstjórn félagsins er í Kaupmannahöfn, og hefir Salo- mon Davidsen & Co. hana á hendi, enn á íslandi verðr Björn kaup- maðr Sigurðsson framkvæmdar- stjóri. Höfuðstóll félagsins, sem þegar hefir verið lofað, er 400,000 kr. Hitt félagið heitir „Dansk-Is- landsk Fiskeri Selskab“, og er stofnað með 100,000 króna höfuð- stól. í byrjun ætlar þ&ð að eins að stunda þorskveiðar á tveimr eimskipum. Félagið ætlar að hafa verstöðvar við Fáskrúðsfjörð og Seyðisfjörð; þar á að leggja upp aflann, og gera úr honum saltfisk; hefir félagið fengið tvo kaupmenn íslenzka til að standa fyrir fram- kvæmdum félagsins við ísland, Carl A. Tulinius og Þ. Jóns- son. Gert er líka ráð fyrir, að flytja nýjan fisk til útlanda og að vinna að öðru leyti að öllu því, sem horfir til framfara í fiskiút- gerðinni. Þjóðverjar eru líka farnir að veita eftirtekt fiskveiðum við ís- Iand. Fiskieimskip frá Altona var í næstliðnum mánuði sent til reynslu hingað til lands. Það lagði af stað úr Elfarminni 2. marz og kom aftr til Huil 18. marz hiaðið 52 þús. pundum af fiski. Þetta fiskiskip var hið eina úr Elfinni, sem var þá hér við land, enn auk þess getr skipstjóri um eitt fiskieimskip frá Brimum og nokkur ensk fiskieimskip (botn- verpinga); kveðst líka hafa séð íjöída af dönskum fiskiskútum, sem hafi stundað þorskveiðar ein- göngu. Hann lætr mikið yfir, hve góð veiðistöð sé við ísland (nálega jafngóð og við Newfound- land) og hvetr þýzka fiskiútgerð- armenn að hætta að stunda veiði í Norðrsjónum enn leita til ís- lands. Eftir þessum fregnum lítr helzt út fyrir, að svo verði þétt skipað útlendingum á íslenzk fiskimið, að landsmönnum verði sjálfum al- gerlega fyrirmunað að stunda þennan höfuð-atvinnuveg sinn. Þessar aðfarir eru þess verðar, að landsmenn gefi þeim alvarleg- ar gætr. ISLENZKR SÖGUBÁLKR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasta og prests að Prestsbakka. [Bftir eiginhandarriti. Lbs. 182, 4to]. (Frh.). Að fráteknum fyrsta vortímannm var ég fyrsta ár mitt þar með þeim neðstn; annað árið eða vetrinn þokaðist ég í miðjan neðri bekk. Þann þriðja vetrinn varð ég efstr meir af slympulnkku enn verðugleika og komst i allmikinn vanda að forsvara mitt sæti. Enn þanninn til- fell examen: um haustið var lesið fyrir úr Svetonio, og verðr fyrir historía sú, er karl Guðmundr1 hafði sagt mér, að ég treysti þar meining orðanna mörgum framar, enn hvað ég kvaldist í samvizk- unni að heyra, þá öðrnm mér langt um hygnari var bent til að sjá, hversu ég hefði um sumarið iðkað minar stúdéring- ar hjá þvi sem þeir, enn það knúði mig þvi fastara að stúdéra. So fyrir utan dagleg agenda og ætlunarverk fór ég að stúdéra Sallustum og Ovidium, sér- deilis hans Metamorphosiu, af hverri ég mikið kunni að framanverðu, og fékk soddan lyst til þess siðan, að ég hélt það angr gæti ei að mér komið, að mér yrði ei skemtun að lesa verk hans. Sona er ungæðið, enn alt annað heflr þð sann- azt, sem von er á. — Fjórða vetrinn fór ég á borð eða efra bekk, og fór þar upp yfir 5 óreglulega, því vissir höfðingj- ar létu ei börn sín í neðra bekk. Þann 6ta vetrinn var ég efstr, og báða þá vetr notarius skólans. Hafði ég þá næsta lítið fyrir því ég átti að gera, og vildi þá hafa mátt lengr vera, enn fékk það ei, hverja viðleitni sem ég hafði í frammi. Fyrir utan Donatinn skrif- aði ég mér sjálfr öll mín lærdómskver Þenna Guðmund nefnir höf. áðr, í kafla, sem hér hefir verið feldr úr. Hann bjó í Höfðabúð í Sléttuhlíð og hafði sagt höf. þessa sögu úr ,Svetonio‘.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.