Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 26.04.1898, Blaðsíða 4
68 FJALLKONAN. XV. 17. fiskgengd virðist vera austr með öllu landi; hefir orðið vel afla- vart í Homafirði (Suðrsveit) af þorski rétt við landsteina. Hvalr uuninn í Hornafirði í miðjum marz í tak- marki Horns, sem er landssjððs jörð. Nesjamenn fengu hann hálfan í skurðarhlut. Hitt var selt við uppboð. Skipstrand. 15. aprii var frönsk fiskiskúta „ísabelle" róin inn á Stokkseyri, og var gerð að strandi, vegna leka. Skipverj- ar (17) voru flestir ttuttir til Reykjavíkr á gufubátnum „Oddi". Dáinn á páskadaginn sýalumannsfrúin í Vestmanneyjum (Magnúsar Jðnssonar) Kirstín Sylvia, dðttir L. B. Sveinbjörnsons hayfirdömara, eftir barnsburð, 27 ára. Dánir i Árnessýslu: Sæmundr Gíalason bðndi & Núpum í Ölfusi, hann dö af bólu, sem kom á andlit hans, Magnús Magn- tisson unglingsmaðr á Langarbökknm, Jðn Jðnsson á Syðra Langholti og Jðn Gestsson, ungr bðndi í Villingaholti, allir úr lucgnabðlgu. í Rangárvallasýslu er nýdáinn merkisbóndinn Brlendr Ey- jðlfsson á Herríðarliðli um sextugt, Vigdís Ólafsdðttir, kona Bjarna bðnda á Efri-Rauðalæk, á níræðisaldri og Jðn bðndi Er- lendsson á Arngeirsstöðum í Fljðtshlíð, smiðr góðr. Húshruni. 4. apríl brann bærinn í Glaumbæ í Skagafirði; fðlk sakaði ekki, enn litlu sem engu varð bjargað; brunnu að kalla allir húsmunir, ásamt íverufatnaði, og bll matbjörg; fólkið klæðlítið og bjargarlaust eftir. Bærinn var vátrygðr fyrir 2500 kr., enn kostaði þegar Árni læknir Jðnsson bygði hann 3400. Innanhússmnnir vðru líka vátrygðir að nokkrn leyti, enn skað- inn er samt mikil. Krossar. Á 80 ára afmæli konungs hefir rignt niðr fa- dæmum af krossum og titlum. Listi yfir útnefningarnar em fullir 6 dalkar í „Berlingi". — Af krossum hefir verið úthlutað milli 5 og 600 — alt frá fílsorðunni til heiðrsmerkis dannebrogs- manna, — enn að eins einn íslendingr er svo lánsamr, að vera þar á meðal, Dorsteinn héraðslæknir Jðnsson á Vest- mannaeyjum, sem er sleginn til riddara. Hvað hafa veslinga íslenzku embættismennirnir misgert? Fóstskipið „Laura" (skipstj. Nielsen) kom í morgun. Með því voru um 50 farþegar. Dar á meðal kaupmenn nokkrir hér úr bænum, Asgeir Sigurðsson, Björn Kristjánsson, W. Ó. Breiðfjörð, Eyþðr Felixson og Jón Dórðarson, Christiansen fyrv. skipstjðii a „Laura", umboðsmaðr gufuskipafélagsins, V. Bald, múrmeist- ari, og húsasmiðir danskir og færeyskir, sem eiga að vinna að húsabyggingum hér í sumar, fjórir íslendingar frá Ameríku (þrír karlmenn og ein stúlka) o. fl. Hafís. Um síðustu mánaðamðt rak hafís-hroða að Norðr- landi austanverðu (frá Gjögri austr að Sléttu), enn mun ekki hafa hindrað skipaferðir til mnna. Nr. 2. og 3. af „KVENNA- BLAÐINU" 1. ári (1895) kaup- ir útgefandi háu veröi. Lárusar G, Lúðvígssonar skófatnaöarverzlun 3. Ingólfsstræti 3. hefir nú þær stærstu og fjölbreyttustu birgðir af útlendum skófatnaði- Kvenn- fjaðra-, reima-, og hneppta skó á 4,50, 5,50, 5,75, 6,00, 6,25. Kvenn- reima-, og fjaðra-brúnelsskó á 2,75, 3,00, 3,50, 4,50, 4,75. Kvenn- flóka-, og morgunskó á 1,85, 2,80, 2,50, 3,10, 3,15. Kvenn-sumarskó, svarta og brúna á 4,00, 4,50, 4,75, 6,00. Kvenn- geitaskinn- og lakkskó á 6,50, 7,00. Kvenn- dans- og bróðarskó á 2,80, 3,50, 3,90, 4,75, 5,50. Kvenn-geitarskinnskó á 4,50. Tngliiiga- fjaðra-, hneppta- og ristarskó 3,00, 3,25, 4,80, 5,00, 5,50. Drcngjaskó á 4,80, 5,00, 6,25. Barna- fjaðra-, reima- og ristarskó á 1,25,1,50,1,80,2,00, 2,60, 3,25,3,80. Unglinga- og barna morgunskó á 1,30, 1,50. Karlm.- fjaðraskó og morgunskó á 3,50, 7,50, 8,75. Innlenda karlm. fjaðraskó á 9,00, 10,00, 10,50, 11,00. Innlenda kvennskó á 8,00. Ennfremr hef eg geitaskinnssvertu, svarta og brúna á 0,45, 0,60 gl., skósvertu, reimar, stígvélaáburð ágætan, dósin á 0,20. Lakk á 0,50 o. fl, Með Laura í apríl koma „Touristskór" fyrir börn og fullorðna. Allar pantanir á innlendum skótatnaði afgreiddar fljótt og vel, 8ömuleiðis gamalt. Ferðamenn eru beðcir að koma og skoða það sem verzlunin hefir að bjóða. W. Christensen's verzlun hefir nú flutt margar nýjar vðru- tegundir. W. Christensen's verzlun hefir hæði kalk og sement, saum og stifti og yfir höfuð flest ertil bygginga þarf. W. Christensen's verzlun hefir einka útsölu á Margarine- smjðri frá verksmiðjunni „Ran- ders". Orðlsgt fyrir gæði. W. Christensen's verzlun hefir ákaflega mikið af alls kon- ar niðrsoðnu, bæði góðu og ódýru. W. Chrístensen's verzlun hefir gnægð af matvælum og þau bæði góð og ódýr. W. Christensen's verzlun hefir allskonar eldhúsgðgn, bæði gleruð og öðruvísí, og mjög mikið af allskonar fallegum munum og þarflegum. I verzlun Magnúsar Einars- sonar á Seyðisfirði fást ágœt vasaúr og margskonar smekhlegar, fáséðar og vandaðar vörur tneð mjög sanngjörnu verði. Brúkuð íslenzk frimerki kaupir útgefandj Fjallk. Útsölu- menn blaðanna fá mest fyrir sín fríroerki, ef þeir senda honum þau. Gott smjör er til sölu*. Útgefandi: Tald. Ásmundarson. FélagBprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.