Fjallkonan


Fjallkonan - 03.05.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 03.05.1898, Blaðsíða 1
Gjalddagi 15. júli. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt Afgr.: Þingholtsstrœti 18 Kemr út um miðja viku. Arg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. XV, 18. Reykjaví <, 3. maí. 1898. Japanskeisari. Keisarian í Japan, Mutsuhito, er fæddr 3. nóv. 1852. Hann mun verða talinn með merkustu mönn- um sögunnar, því honum eru að þakka hinar stór- kostlegu framfarir Japansmanna á síðari hluta þess- arar aldar, sem eru eins dæmi í sögunni. Áðr hann kom til valda vóru þar sífeldar óeirðir í landi. Tveir þjóðhöfðingjar réðu landinu, míkadó- inn (hinn eiginlegi keisari) og „taíkóninn", og stóðu þeir öndverðir hver öðrum. Þar á ofan átti Japan í deilum við Evrópu út af því, að útlendum skipnm var bannað að koma á hafnir i Japan. Þó vóru flestum Evrópuríkjum leyfðar þar hafnir áðr, enn það mæltist illa fyrir meðal höfðingjanna (léns- herranna) í landinu, og út af því gerðu þeir uppreist undir forustu „míkadósins" (1867)tgegn „taíkúninum“, sem hafði fylgt máli útlendinganna, er lauk svo, að míkadóinn vann algerðan sigr og veldi taíkúnsins var þar með lokið. Þetta var hið fyrsta verk míkadósins (keisarans), sem nú ræðr Japan, er hann kom til valda 1867. Hann gerði Jedo að höfuð- borg ríkisins (1868) og nefndi hana Tokio (tókæó), eins og hún er nú kölluð. Lénsherrana, sem áðr höfðu ráðið miklu í landinu, svifti hann völdum 1869. Ári þeira lén þeirra undir ríkið, og lét þá að eins hafa V10 tekjunum. Her og flota kom hann upp og í ágætt horf eftir evrópskri fyrirmynd. Hann fekk sér fjölda af lærðum mönnum frá Evrópu til að kenna í skólum. Hann aftók hina fornu stéttaskipun og boðaði pólitiskt jafnrétti. Þessi nýbreytni mælt- ist misjafnlega fyrir, og reis upp öflugr flokkr og hóf uppreist 1876, enn keisarinn gat bælt hana niðr. 1873 kora keisari á póstgöngum, og bönkum eítir amerskri fyrirmynd 1876. 1873 var tekið upp georgska tímatalið, og evrópskan búning hafa margir Japansbúar tekið upp. 1884 var lögleitt trúfrelsi. Dag- blöð, málþræðir og járnbrautir þutu upp, og þar með verksmiðjur og blómlegr iðnaðr. Skólamálog alþýðu- mentun komst í bezta horf; þar eru 28 þús. aiþýðu- skólar, læknaskólar, lögekólar, iðnaðarskóiar, háskóli o. s. frv. í utanríkismálum hefir keisari komið vitrlega og stillilega fram. Japan komst í ófrið við Kína 1894, út af því að Kínverjar höfðu drepið japanska sjómenn á eynni Formosa. Japansmenn unnu sigr á Kínver- jum, og varð það að sátt, að Kínverjar greiddu her- kostnað og létu Japansmenn fá Liotang-skagann og eyna Formosa, og ætluðu þessar frændþjóðir svo að bindast í bræðralag framvegis, enn Evrópu-stórveldin (Frokkland, Þýzkaland og Rússland) spiltu samning- unum og fengu ura síðir Japansmenn til að sleppa skaganum. Evrópu stórveldin líta öfundaraugum til nýja stórveldisins í Asíu, sem er einhver hinn mesti keppi- nautr þeirra í öllum framförum. Einkum eru Rúss- ar með sífeldan undirróðr og njósnir þar eystra og muuu jafnan vera við búnir, ef einhvern feng ber að höndum. Búnaðarbálkr. síðar Mutsuhito, Japanskeisari, tók hann af Garðyrkja. Hér á landi er vaknaðr nokknr áhugi á jarðrækt, þó það geti ekki heitið nema lítil byrjun. í þessum línum vildi ég sérstaklega benda á garðræktina, sem er hægriviðfangs fyrirfátækl- inga og einyrkja. Henni miðar lítið áfram, þó margar góðar bendingar hafi verið gefnar í þá átt fyr og síðar, og einstakir menn og einstakar sveitir og kaupstaðir hafl gengið á undan með góðu eftirdæmi. Það er víst, að garðrækt gæti orðið hér á landi góðr atvinnuvegr og ein hinr'ábatamesta jarðrækt, sem hér er völ á. Veitég það, að menn berja því við, að áburðinn megi ekki taka frá túnunum, enn meðan við bæina eru stórir ösku- haugar grasi grónir, við sjóinn liggja stór&r hrannir ónotað&r af þara og á mörgum helztu bæjum sést hvorki salerni né safngröf — þá er sannarlega hlægi- legt að kvarta um ábnrðarleysl, ekki sízt þegar þar við bætist, að áburðrinn er fluttr á túnin á haustin ' og látinn renna þar í burtu í leysingum og skemmast á ýmsan hátt. Þeim sem búa í harðindasveitum er nokkur vorkunn, þó þeir séu seinir til að byrja á garðrækt; mun þó í flestum sveitum landsins mega hafa meiri og minni garðrækt. Ég þekki bónda, sem á heima í einni af hörðustu sveitum norðanlands; hann bygði kálgarð fyrir 10 árum, 150 faðma að innanmáli, og hefir fengið að meðaltali 10 tunnur á ári af rófum og kartöflum, með ófullkom- inni hirðingu, hvorki haft vermireit né vökvað í þurkum. Sum ária fékk hann 17—18 tunnur, og 1894 25 tunnur, og var þá ekki sáð fyr enn 3. júní. Árlegr kostnaðr við garðinn hefir verið um 30 krón- ur, þegar alt hefir verið til tínt. Það dylst ekki, að garðyrkjan er sorglega lítil

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.