Fjallkonan


Fjallkonan - 09.05.1898, Qupperneq 1

Fjallkonan - 09.05.1898, Qupperneq 1
Gjalddagi 15. jfilf. Upp sögn skrifleg fyrir 1. okt, Afgr.: Þingholtsstræti 18 Kemr fit um miðja viku. Árg, 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. XV, 19. Reykjavtk, 9. maí. 1898. Útlendar fréttír. Khöfn, 26. apríl. Viðreign Bandamanna og Spánverja. Eftir langa og harða deilu á þingi Bandamanna urðu báðar þing- deildir loka sammála um, að skora á Spánverja að kalla saman herlið sitt frá Kúbu, eða þola ófrið að öðrum kosti. Mac Kinley sendi svo spönsku stjórn- inni hinztu sáttaboð (ultimatum), og skyldu Spán- verjar innan tveggja sólarhringa kalla burt herlið sitt frá Kúbu; að öðrum kosti myndi beitt valdi. Þessum skeytum svöruðu Spánverjar eigi, enn kölluðu sendiherra sinn heim frá Washington, og gáfu sendi- herra Bandamanna í Madríd það í skyn, að hann hefði þar ekkert framar að gera, og að allar sátta- umleitanir væru hér eftir árangrslausar, þar sem Bandamenn settu slíka afarkosti. Öllum samninga- viðskiftum milli Spánar og Bandamannna er því lokið, enn það er vant að vera tákn þess, að ófriðr sé fyrir hendi. Enn til þess að taka af öll tvímæli, hefir nú þing Bandamanna, samkvæmt síðustu hraðskeytum, samþykt að segja Spánverjum skírt og skorin- ort strið á hendr. — Spánverjar hafa sent flota sinn til Vestrheimseyjanna, enn enn þá hefir eigi fnndum flokkanna borið saman. Banda- menn hafa hertekið allmörg kaupför at Spánverjum. Enn fremr hafa Banda- menn þvergirt fyrir Havanna höfn, svo að ekkert skip kemst þar út né inn, enn vígi hafa Spánverjar ágætt í Havanna, svo að borgin er talin torsótt. — Þá fregn hafa Spánverjar breitt út, að eyjarskeggjar á Kúbu myndu fylgja þeim að málum gegn Bandamönnum og að uppreistarmenn væru fúsir til sátta. Enn slíkt hefir reynzt uppspuni. Ófriðrinn geisar enn á eynni, og uppreistarmenn vilja engum sáttum taka af Spánverjum. Ennfremr eru óeirðir á Filippín-eyjunum; eru eyjaskeggjar óánægðir með yfirráð Spánverja, og þykir nú tækifærið bjóðast til að losna undan oki þeirra. Á eynni Portorico eru Iíka óspektir, svo að Spánverjar hafa í mörg horn að líta um þessar mundir. Danmörk. Danir sendu herskip vestr ura haf til Ameríku til að gæta eyja sinna. Hafa þeir lýst yfir eindregnu hlutleysi (neutralitet) í viðreign Spánverja og Bandamanna. í dag sitja þau Kristján prins og Alexandrína prinsessa að brúðkaupi í Cannes. Krónprinsinn er þar með fjölakyldu sína. Enn fremr verðr Vilheímína Hollandsdrotning í brúðkaupsveizlunni, og eru blöðin því að eigna henni prins Harald, son krónprinsins. Hollendingar vilja endilega að drotning þeirra gift- ist sem skjótast sökum ríkiserfðanna. Hér hefir um tíma vofað yfir alment verkfall í öllum iðnaðargreínum. Verkamenn krefjast hærri launa og minni vinnutíma. í gær hefir þó tekizt að koma á samkomulagi milli verkmanna og vinnuveit- anda, enn sáttaskilmálarnir eru enn ókunnir; þómunu vinnuveitendr hafa orðið að slaka drjúgum til. Landi vor, prófessor, dr. phil. Finnr Jónsson, var h. 16. þ. m. kjörinn meðlimr hins konunglega danska,visindafélags. Af íslendingum eru eigi aðrir auk hans meðlimir þess félags enn fyrv. skólastjóri dr. phil. Jón Þorkelsson. Józki prestrinn, séra Gade, sem ákærðr var í haust fyrir ýms brot á þeim greinum hegningarlag- anna, er um skírlífi hljóða, er nú dæmdr af hæsta- rétti frá embætti, kjóli og kalli og i 2 ára betrunar- hússvinnu. Séra Gade var maðr kvæntr, og á fjölda barna; trúmaðr var hann tal- inn hinn mesti, og eins hinn ákaf- asti íylgismaðr „innri missións“- manna. Hann er hinn fríðasti sýn- um, enda hefir hann gengið í augu kvenþjóðinni, því að skrafað er, að færri munu þær kvensniftir á prestsetrinu verið hafa, er hann hafði eigi átt viugott við. Öfriðrinn milli Spánar og Bandarfkjana er byrjaðr, eins og sjá má af því sem hér segir á undan. Síðustu blöð (ensk), sem ná til 30. apríl, geta urn fyrstu viðreign- irnar, enn frásagnirnar eru mjög óljósar og sinn segir hvað. Svo mikið mun vera víst, að Bandamenn hafa skotið á Matanzas, hafnarvígi í Kúbu, og segja sumar fregnir, að við það hafi orðið mikið mannfall af Spánverjum. — Spánski| herflotinn lagði af stað 29. apríl vestr um haf, og var sagt, að nokkurhluti hans ætti að leggja inu í Massaschusetts-flóann og skjóta á Boston og aðra hafobæi þar. Enn engin vissa er fyrir því. Aðal-vopnaviðskiftin er líklegt að verði við Kúbu. — Bæði Bandamenn og Spán- verjar eru mjög illa undir ófriðinn búnir, enn sá er munrinn, að Bandamenn hafa fullar hendr fjár, enn Spánverjar eru nær gjaldþroti. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi sent herskip til að slita fréttaþráðinn sem liggr til Kúbu. — Þess er getið, að Bandamenn hafi tekið kaupför fyrir Spánverjum áðr enn þeir sögðu þeim stríð á hendr; Spánverjum var hægt að gera hið sama, enn gerðu það ekki, og þykjast vera betri menn enn svo, að þeir litilsvirði svo þjóðaréttinn. Forseti Bandamanna Mac Kinley (mak kinli)

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.