Fjallkonan


Fjallkonan - 20.07.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 20.07.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júlí Upp- í-ögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 28. Reykjavík, 20. júlí. 1898. Útlendar fréttir. Khöfn, 7. júlí. tffrifturinn milli Bandaríkja og Spánar hl} gu áð íui<t á eada kljáðm. 1 er því þu þannig varið, að Spánverjar séu orðní,: leiðir á iðnum, því að það verða þeir seint, þób þeir bíði hverja hraktöriaa á fætur annari, en herfioti þeirra er nú gjörsamlega eyðilagður. Eins og síðast var /r.i skýrt, höfðu Bandamenn luktCervera inn á höfn Santiagós og herlið þeirra var tekið að skjóts á; bæ- landr-iegin, og vóru Spánverjar því komnir í þá ölfakreippu, er auðsætt var að þeir aldr1 ;adu fá sloppið úr. Vistaforði fór óðum þverrandi i Sant- iagö, því að landher Bandamasr.a hindraði alla að- fluíninga að bænum. Eftir fyrirskipun frá l'^iríd iataði Cervera að komast með flota sinn f tiagohöfn, en það reyndist ómögulegt. Ploti damenna undir forustu Sampsons aðmíráls kxepti »ð þeim öllu megin, en skip Spánverja gerðu samt tjilraun til að flýja 2. júlí, en þá mætti þeim jafnlíarð- bvo hörð skothríð frá flota Bandamanna, að ú\m iti Spánv. var eyddurþegar. Fjöidi af Spáuv.fellu *g drukknuðu og margir voru herteknir af Bandarr'ðnn- ti|bi, þar meðal Cervera sjálfur. Haun flýði Oand M£& söktu skipi sinu, og kom þá að honum eim» af tdaaanna og hremdi hann. ,Ég vildi eigi falla sem mús í gildru", mælti ha; hann réttí yfirmanninum korða sinn. — í annan steð hefir landher Bandamanna gert áhlaup á bæinnundir forustu Shafters hershöfðingja. Spánverjar hafa var- izt af hreysti mikiili, og dýrkeýpt hefir áhlaupið orð- ið Bandamönnum, því að talið er, að fieiri þúsundir BandamanDa hafi fallið fyrir hinu þétta kúhiaregni Spánverja; Spánverjar hafa líka marga fallaa og særða, en slíkt er svo vanalegt með þá, og því minna getið. Að lyktum náðu Band&mean útvígjum Sant- iagos eftir ógurlegt blóðbað, en borginni sjáifri hafa þeir eigi enn náð, en innan skamms raun hún án efa falla i hendur þeirra. Og má þá telja, að þeir h&fi alla eyna Kúbu í hendi sér, nema Havannaeina, en hún mun eigi lengi fá staðizt, sé hún sótt í einu bæði frá sjó og landi. — Þá er hraðskeytin fyrir fám dögura fluttu fregnina um tortíming epánska flot- ans, neitaði spánska Btjórnin að sú fregn væri sönn; Cervera hefði komist undan með flotann. En nú get- ur enginn framar móti því borið, að frásögn Banda- manna um tortíming flotans sé síTialeikur. Á Filippseyjunum gengur Spánverjum hrapal- lega. Bærinn Manila verst að sönnu af hreysti, en hlýtur þó innan skamms að falla í greipur uppreist- armanna. Spánverjar senduflotaá leið tilFilippseyj- anna, og hélt hann sem leiðir Iágu yfir Miðjarðarhaf til Suez-eiðis; vóruþáflest öllskipin óhaffær og kola- Iaus, en þeim bannað af Egyptum að kaupa kol. Nu hefir þessi floti legið þar marga dags, og er óvíst hvort hann keœst lengra, en þótt svo væri, myndi það enga þýðingu hafa, þar eð skipin eru svo léleg og að flestra áliti ófær til ófriðar. — Nú er Spán- verjar hafa engan flota við Vesturheimseyjar, hafa Bandamenu hreyft því, hvort þeir ætti eigi að senda skip til Spánar og skjóta á nokkrar af stærri borg- um Spánverja, þær er við sjó standa. En hvort stór- veldin í Evrópu myndu líða slíkt, er tvíséð; einkum hafa Bandamenn þungan hug til Þjóðverja og telja þá sér andvíga. Á Spáni liggur við innanlands óeirðum vegna ófaranna á Kúbu og á stjórnin fult í fangi með að bæla þær niður. Sagasta hefir lýst yfir því á þingi Spánverja, að þeir myndu verjast til síðasta blððdropa og eigi æskja friðar, en þó hafa menn fyrir satt, að hann muni fús til friðar, þótt hann þori eigi að lýsa því yfir sakir alþýðunnar. Eigi væri það óhugsandi, eftir því sem nú lítur út, að stórveldin, einkum Frakkland, Bússland og Þýzkaland, skærust í Ieikinn og útveguðu Spánverjum frið. Það niun þannig víst að herfloti Spánverja sé gereyddur, því þau skip eru ekki teljandi, sem að- | míráll Cámara ætlaði að stýra til Filippseyja og voru 10 daga á leiðinni gegnum Suez-skurðinn. Það er sagt að Spánardrotning vilji fús leggja niður völdin. Fregn til „Daily Telegraph" frá Madrid segir að Spánarstjórn hafi 6. þ. mán. sent friðarbænir til Washington. Frakkland. Sem til stóð hafa orðið ráðaneytiaskifti íFrakk- landi. Eáðaaeyti Mélines fór frá völdum 14. júní, og vóru þá gerðar tilraunir til að mynda nýtt ráða- neyti bæði af hinum hæglátari þjóðveldismönnum og framsóknarmönnum, sáttaráðaneyti, sem kallað var, en það tókst ekki, og Ioks hafir Brisson myudað ráðaneyti af framsóknarmönnum einum. Hann er fæddur 1835, og hefir verið þingmaður síðar 1871 og einu sinni áður ráðaneytisforseti (1885), en for- seti fulltrúaþingsins hefir hann verið öðru hvoru síð- an 1881. Hann hefir einnig verið í forsetakjöri þriavar sinuum og lá nærri að hann sigraði Felix Faure við síðustu forsetakosningar. Það er eagt, að herstjórnin hafi átt mikinn þátt í samsetningu þessa ráðaneytis og að nýja ráðaueytið eigi nieðal annars að stuðla að því að bæla niður Dfeyfuss-máíið. Blöðin fagna ekki þessu ráðaneyti, og þykir líklegt að það verði skammlift. Dreyfuss-málið liggur enn sem farg á-Frökkum, og blöðin þreytast ekki að færa sannanir fyrir sak- leysi Dreyfusg. En þar er við ramman reip að draga. Því er nú haldið fram, að Dreyfus hafi átt að með- ganga sök sína, enn það er tilhæfulaust. Hannhefir alt af staðið fast á því, að hann væri saklaus, og

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.