Fjallkonan


Fjallkonan - 20.07.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 20.07.1898, Blaðsíða 2
110 FJALLKONAN. XV. 28 síðast í bréfi því sem hann skrifaðl herinálaráðberr- anum áður hann var fluttur til Djöfla-eyjarinnar, þar sem hann h'ka óskaði, að haldið yrði áí'ram rann- sóknum málsins, þótt hann væri dæmdur. DREYFUS. ESTERHAZY. Eins og kunnugt er, var Dreyfus dæmdur eftir skjali, sem haldið var leynilegu og honum var ekki einu sinni sýnt sjálfum. Nú hefir þess verið krafizt á þinginu að skjalið verði lagt fram. Esterhazy, sem, eins og kunnugt er, hefir verið grunaður um að vera sökudólgurinn í þessu máli, réðst á Picquart ofursta fyrir skömmu á götu í París og barði hann með staf sínum til óbóta. En Picquart hefir verið eitt skæðasta vitnið í þessu máli. Þýzkaland. Þar eru þingkosningar nýlega um garð gengnar. Stjórnin ætlaði sér að gera atsúg að sósíalistum, og hafa til þess fylgi allra flokka við koaningar. Þetta mæltist illa fyrir meðal blaðanna, og þau spáðu því, að þessi undirróður mundi einmitt efla getigi sósíal- ista. Þetta rættist, því sósíalistar eru eiui flokkur- inn, sem unnið hefir við kosningarnar. Þeir höfðu áður 48 fulltrúa í „ríkisdeginum", en nú eru þeir 57. Fulltrúatalan er alls 397. ítalía. Þar er ráðaneytið (Rudiui) farið frá völdnm, og hefir tekist seint að mynda nýtt ráðaneyti, því eng- inn stjórnmálamaður treystist til að bjarga ríkinu úr þeim vandræðum, sem það hefir steypt sér í. Noröurfarir. Margir leiðangrar eru nú gerðir til rannsóknar í Norður-íshaflnu og til að komast norður í heim- skautið. og sumir til að leita að Andrée loftfara. Hestan útbúnað hefir "Fram", eem lagði af stað i júní, og ætlaði að fara norður með Grænlandi og reyna að komast fyrir norðurenda þess og í kring- um það. Sökknætur eða sökknet er veiðarfæri, sem hafa verið tíðkuð við fiskveiðar i Noregi um langan tíma, en mun ekki hafa verið brúkað hér á iandi. Sökknót er ferskeytt nót, sem ætluð er til að sökkva til botns í sjóinn eða hæfilega djúpt og síðan dragast upp, þegar tími er til, með fjórum streugjum, sem eru festir sinn í hvert horn, og á fjóra báta. Þetta er oft fengsælt veiðarfæri, sem kemur af því, að fiskurinn hefir það eðii, að steypa sér til botns þegar hann óttast eitthvað. Þessar nætur eru iíka þannig gerðar, að þær mynda eins og poka í miðjunni og ofan í þennan poka fer fiskurinn. Stærð nótarinnar fer eftir því til hvaða veiði- bragða hún er höfð og raöskvastærðin eftir þeirri fisktegund sem á að veiða. Hún hefir áður verið brúkuð með góðum árangri til atórsíM&sveiða, og við upsaVáio*&r ei irán helzta veiðarfærlð. Við þorskveiðar var hún fyrst brúkuð 189^ var aikil þorskgengd, en fiakurinn fékst hvorki í net lé á færi. Þá var sökknótin reynd í fyrsta sinni við borskveiðar og gafst svo vel, að þeir sem notuðu hana fengu miklu meiri afla enn aðrir og var síðan fariö að nota hana alment. En áður langt leið varð su skoðun talsvert almenn, að þetta veiðarfæri inundi spilla fiskgöugunni og var það þvi næst bann- að með Iögum í Lófótinni. Nú hefir samt önnur sko#un rutt sér til rúrns og bannið er numið fir gildi. SmáBild, sem gengur inní landstelna ahausti. er ágæt beita, veiða Norðmenn með þessari nót er hún þá mjög smáriðin. Á upsanótum eru móskv- arniv stærri og á þorskanótum stærstir. Upsanætur eru 12—20 faðma langar. Þat" talsverður vandi að kasta þessari nót fyrir upía. mikJa hægra að eiga við þorskinn; þó verður draea jafnt upp öll horn nótarinnar. Þeim sem ætia að byrja að brúka þetta veiðarfæri er því bezt að Jp, sér iafnframt maan serr. hcfir fengiet við þafl. Uanskt heiðingja-trúboð. Vilhelm Beck psestur, sem stendnr fyrir heima-trúboðinu (innri missíóninni) í Danmörku, er hygginn maðar og hefir séð vel um sinn hag: hann á líerragarð, ferðast í skrautvagni og dvelnr á hverju ári nokkurn tíma erlendis sér til skemtunar og heilsubótar og safnar þá kröftum til að prédika af nýju fyrir fólkinu. Hann hefir verið einn af stjórnöndum heiðingja- trúboðsins danska, en hefir sagt sig úr stjórninni og kveðið upp áfellisdóm yfir þessu trúboði. Segir að það sé að „kasta peningum í sorpið". Hann segir ýms dæmi því til sönuunar. Einn trúboðinn, sem sendur var til Indlands, var á stórum dansleik kveldið áður en hann lagði af stað; höfðu nokkrar vinkonur hans stofnað til þessarar kveðju til virðingar við hann, og fór þessi skemtun ekki sem siðlegast fram. Enn fremur segír Beck prestur, að trúboðarnir hafi gott lag á að nota sér trúboðsféð. Þeir eru að öllu leyti búnir undir trúboðið á kostnað trúboðafé- lagsins; en áður enn þeir leggja af stað, þurfa þeir að gifta sig og heimta þá jafníramt nýtt fjárframlag til búsins. og fé til að byggja sér hús þegar komið er á trúboðsstöðina. Síðan heimta þeir sífelt hærri og hærri laun, eftir því sem fjölskylda þeirra vex, og endirinn verður, að þeir éta sjálfir upp allan kristni- boðasjóðinn.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.