Fjallkonan


Fjallkonan - 20.07.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 20.07.1898, Blaðsíða 3
20. júlí 1898. FJALLKONAN. Kornverð lækkar. Það lítnr út íyrir ágæta korn-uppskeru víða, og má því telja víst að kornvörur lækki mjög í verði. í Ameríku er búist við meiri uppskeru enn nokkurn tíma áður, á Frakklandi er gizkað á að uppskeran nægi þörfum, og í Rússlandi og Dónár löndum eru beztu uppskeru horfur. Kaupmenn vorir eru fljótir að færa upp korn- verðið og sama er að segja um bakarana. — En eru þeir jafn-fljótir að færa verðið niður? Fiskileysi við Noreg. Lófótin er sem kunnugt er aðalveiðistöð Norð" manna, og er vertíðin þar á sama tíma sem vetrar" vertíðin hér á Suðurlandi. Síðustu vertíð var þar eitthvert mesta aflaleysi, sem menn muna. Það vóru um 30 þús. manná^sem stunduðu veiðina, og var meðaltal af aflaverðinuulO kr. á mann, en tilkostnaðurinn var m e i r i íyrir hvern mann, svo að mikið vantaði á að útgerðin svar- aði kostnaði. Hvalveiðar hér við land. 16—18 hvalveiðaskip frá Noregi stunda veiðar hér við land, og eru veiðifélögin 7, og 6—7 eimskip til flutninga. Norðmenn eru nú einnig farnir að stunda hvalveíðar við Færeyjar, eitt félag á 3 skip- um. Þykir gott að vera þar, því þar eru þeim eing- in takmörk sett um hvalveiðarnar, eins og hér og í Noregi. Hvalveiðar í Noregi. Fiskimenn og kaupmenn norðantil í Noregi hafa sent stórþingi Norðmanna áskorun, þar sem þeir kref- jast þess að hvalaveiðar verði algerlega lögbannaðar í 20 ár. Holdsveikispítalinn. Hinn 30. júní héldu Odd- félagar stórveizlu í Khöfn í minningu þess, að þeir hefðu nú lokið sínu stóra starfi: byggingu holdsveiki- spítala á íslandi. Formaður Oddfélaganna, dr. Petrus Beyer, athenti hátíðlega Hörring ráðaneytisforseta sem íslandsráðherra í fjarveru Rumps vors, gjafabréf að spítalanum. Hörring tók víð bréfinu og þakkaði í nafni hinna íslenzku stjórnar fyrir hina höfðinglegu gjöf. Margar ræður voru haldnar, en einna mest fanst blöðunum um ræðu Dybdals deildarstjóra, er talað hafði af hinni mestu málsnild; kvað hann þetta myndi leiða hjartnanna heita Golfatraum upp til ís- lands frá Danmörku. — Konungur vor ætlaði sjáif- ur að vera viðstaddur og taka við gjöfinni fyrir ís- lands hönd, en gat eigi sakir sjúkleika. Póstskipið „Laura kom hingað 18. þ. m., tveim- ur dögum á undan áætlun. Fimm „Oddfélagar“ komu með þessu póstskipi til að gera ráðstafanir viðvíkjandi holdsveikispítal- anum, og er fyrir þeim dr. Petrns Beyer, stórsír félagsins í Danmörku. Hefir bæðl bæjarstjórn og amtsráð veitt fé til að taka á móti þeim. / 111, Eiríkur Magnússon M.’A., bókavörður frá Cam- bridge, kom nú með póstskipiau og dvelur hér um tíma. Ráðsmaður við holdsvoikiapítalann verður Ouð- mundur Böðvarsson k&nprn. úr Hafnarfirði. Bráðkvaddur varð á götu hér í bænum 14. þ. mán. Jón Oddsson gamall bóndi frá Mýrarholti hér í bænum. Yeðrátta er nokkuð óþerrisöm, og eru því ekki góðar horfur á heyskap, þótt grasvöxtur sé í betra lagi. Stúlkan frá Kúbu, sem amerskur blaðamaður náði í fyrra úr varðhaldinu á Kúbu, er nú gift ein- um af þeim mönnum, sem björguðu henni, lautenant í hernum. Það var sarnt talsvert til fyrirstöðu, að hún gæti gifzt, því samkvæmt amerskum lögum þurfti hún að hafa í höndum vottorð frá spánska konsúlnum, en vegna ófriðarins er nú enginn spánskur konsúll í Ameriku. Ekki var heldur hægt að veita henni alt í einu þegnrétt, því lögin mæla bvo fyrir, að þegar Bandaríkin eiga í ófriði við eitthvert ríki, getur eng- in þegn þess öðlast þegnrétt í Ameríku meðan á ó- friðnum stendur. Hjónaefnin vildu þó ckki fresta hjúskapnum, og varð það úr, að þau íóru tii Mary- lands; þar eru ekki mjög straugar reglur um hjú- skaparstofnun, og giftust þau áður enn lautenantinn lagði af stað í stríðið. Uppfundningar. Einhver nýjasta uppfundning er þ&ð, að klekja út vanþroskuðum börnum, sem fæðast fyrir tímann. Þess konar stofnun er í Lundúnum. Börnin eru látin í glerkassa og er haglega búið um loftrás og temprun hitans. Þar er tekið við börnum, sem fæð- ast jafnvel 2 mánuðum eða rneira fyrir tímann, og eru jafnvel ekki meira en 3 pund á þyngd, en ekki er þeim skilað aftur fyr enn þau eru 8 pd. Jarðrækt með rafmagni. Það er langt síðan því var veitt eftirtekt, að efla má jarðræktiaa með rafmagni og að það er á við bezta áburð. Hafa verið gerðar tilraunir með það nýlega á Finnlandi, að sagt er með góðum árangri. Frá Klondyke. Þorkéll Jönsson, sem í6r fyrstur ís- lendinga til gnlí-landsins Klondyke, heiir skrifað bréf þaðan til „Hmskr.“ og Iætur all-vel af högum gullnemanna. Hann á sjálfur námalóð 75 milur frá bænum Dawson City, i einhverju gullríkasta héraðinu. Hann segir, að þeir sem koma þangað í ár megi ekki búast við að ná í námabletti, og verði þeir því að leita að nýjum námum. Ekki er þar um aðra atvinnu að gera enn gnllgröft; fénaður getur naumast lifað þar vegna grasleysis. Nokkur Iaxveiði er í ánum stuttan tíma af sumrinu og dálítil dýraveiði er þar. Jörðin er frosin sumar og vetur. Daglaun segir hann haíi verið 15 doll. á dag í námunum, og 10 doll. við vinnu í bænum. Alt er þar ákaflega dýrt og skortur á

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.