Fjallkonan


Fjallkonan - 29.07.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 29.07.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miaja viku. Árg. 8 kr. <erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júlí. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. »kt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 29. Reykjavík, 29. júlí. 1898. Viknna sem leið heflr verið mikið um fagnað hér í höfuðborginni við hina dönsku gesti, sem af- hentu holdsveikispítalann. Eiga þeir og sannarlega þakklæti skilið, sem hafa gengist fyrir þessu mikla mannkærleiksverki, hvernig sem fer um spítalann þegsr hann er kominn að öllu leyti í vorar hendur. Samsæti hafa verið nálega á hverjum degi, og hefir fjöldi bæjarmanna tekið þátt í þeim. Hungursneyð vofir nú yfir hér á næstu grösum, í Vatnsleysustrandarhreppi, að sögn réttorðra, kunn- ngra manna., Þar hefir sem viðar engin björg l'eng- ist úr sjó á síðustu vertíðinni; allir sem ferðafærir eru, hafa farið eitthvað í burtu um sumartímann til að leita sér atvinnu, en heimilin bjargarlaus eftir. „Það er farið að sjá á fólki, og ekki aiinað sýnilegt en að hungurdauði sé fyrir dyrum, ef ekki kemur bráð hjálp", segir fregnberinn. Það er fyrir löngu orðið heyrinkunnugt hér nær- lendis, að landsbankinn hefir í vor og sumar neyðst til að takmarka mjög lán sín, svo að hann mun sem stendur lítið lána gegn veði í húsum eða jörðum. — Það átti að byggja fjölda húsa hér í Reykjavíkívor í þvi trausti, að bankinn lánaði eins og að undan- fórnu, en sú von hefir brugðist, og munu margir hafa beðið af því mikinn baga. Fjárþröng bankans stafar eðlilega af því, að lántakendur hafa ekki staðið í skilum við hann, svo að hann á stórfé úti standandi, sem átti að vera greitt, en þessi vanskil stafa aftur af hinum mikla gangeyrisskorti, sem nú er meiri enn verið hefir nokkurn tíma áður. Því miður eru litlar vonir um, að úr þessum fjárhagsvandræðum rætistfíjótlega, þar sem fjárverzlunin, sem verið h6fir helzta peningalind- in, er svo að kalla engin, og öll framleiðsla Iandsins er í lágu verði. Fréttaþráðar málið verður eflaust að hvíla sig fyrst um sinn. Enska stjórnin vill ekki styrkja fyrir- tækið, sem naumast er heldur við að búast, þar sem norræna málþráðarfélagið eyddi þvi, að Englendingar kæmu þvi á stofn, eins og til var ætlast i upphafi. Vér megum vera vissir um, að norræna málþráða- félagið Ieggur ekki út í þetta fyrirtæki, sem bersýni- lega ekki svarar kostnaði, nema það fái nægileg tillög frá erlendum þjóðum. Nú er engin von um slík tillög að sinni, nema ef það tækist að vekja svo áhuga veðurfræðinga og annara, sem láta sig skifta þetta mál, að þeir gætu unnið þá sem hlut eiga að máli til fjárframlaga. — Líklegast er að málið verði enn að dragast um nokkur ár, enda mun sá dráttur naumast koma í bága við hagsmuni Daaa. Sendiför Hansons verkfræðings hingað til lands mun að lík- indum gerð til málamynda og án þess félagið hugsi til að vinda bráðan bug að þessu máli. Vér skulum nú vænta þess, að holdsveikin verði upprætt að mestu i landinu eftir 20—30 ár. En þá er auðvitað hægt að nota spítalann eftir sem áður handa öðrum sjúklingum, svo sem lungnaveikum mönnum, sem liklega fara heldur fjölgandi. Berkla- sýkin er miklu skæðari og almennari sjúkdómur enn holdsveikin, og hún er að sögn að breiðast út hér á laudi. í Noregi er hún svo almenn, að læknar þar segja, að meiri hlutur landsfólksins fái hana oin- hvern tíraa á ævinni, en langt er frá að hún sé æfinlega banvæn, því mörgum batnar hún, ef þeir reyna að sjá við henni í tíma. Á Reknesi í Noregi var holdsveikispítali í 182 ár. Nú hefir hann verið lagður niður, því hans ger- ist ekki þörf lengur, af því holdsveikum mönnum hefir fækkað svo í Noregi. En hann hefir verið end- urbygður handa berklasjúklingum. Á sama hátt mætti auðvitað nota holdsveiki- spítalann í Laugarnesi á sínum tíma fyrir brjóst- veika menn. Þó spítalinn standi við sjó, getur Ioftið verið þar gott fyrir það; þessi norski spítali, sem hér var getið, stendur líka við sjó fram. Útgefandi Lögfr., hr. Páll Briem, heldur því enn fram, að sagnorðið „brigsla" megi hafa áhrifslaust og að setningin: „Loðinn leppur brigslaði um það á alþingi", sé venjulegt mál. Hér er sagnorðið „brigsla" áhrifslaust, en dr. Jón Þorkels- son, fyrv. rektor, sem allir vita að er mestur ís- leazkur málfræðingur, sem nú er uppi og verið hefir uppi, hefír vottað, að „brigsluu sé alstaðar í fornu og nýju máli haft sem áhrifssögn. Þetta vottorð segir hr. P. Br., að ekki snerti deiluefnið milli okkar, þ'o deilan sé nú öll um Jtað, hvort það sé rétt að hafa sagnorðið „brigsla" sem áhrifs- lausa sögn. Ég hafði haldið því tram, að orðið væri áhrifs- sögn, og því „ekki haft nema einhverjum (eða eitt- hvað) væri brigslað". Þetta „eitthvað" hafði ég milli sviga, þvi það eru fágætar undantekningar, að orðið sé haft þannig (með þolfalli). En i því eina dæmi, sem hr. P. Br. tilfærir úr fornmálinu, er þó orðið þannig haft. Hann hefir ætlað að hafa það sér til stuðnings, en kveðst nú efast um, að nokkur í land- inu tali þannig(!) Hann hefir því skeint sig á þess- um suaga. Ég hefl og aldrei sagt, að það væri sam- kvæmt málvenju nú, að segja t. d.: „Hann brigslaði svívirðingar", eða „hann brigslaði það og þaðíf, þó sögnin sé hér áhrifssögn, heldur er nú alt af sagt hverjum sé brigslað; orðið er nú ávalt haft sem á- hrifssögn með þágufalli.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.