Fjallkonan


Fjallkonan - 29.07.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 29.07.1898, Blaðsíða 2
114 FJALLKONAN. XV. 29 Ekki veit ég hvað hr. P. Br. vill gera með þeunan Taranger. Hann er ekki ísl. máltræðiugur. Það er óhætt að trúa vottorði dr. Jóns Þorkelssonar. y. í. Um sund. í vor afhenti ég einutn ritstjóranum grein um það, hvernig sjómenn ættu að læra að synda; en með því að þessi grein hefir enn ekki komið út, vil ég eigi draga það lengur að hreyfa þessu máli. Veðrátta hér á landi er þaunig, að eigi verður komið við að kenna sjómönnum sund á þeim tíma, sem tiltök eru að fara í sjó eða laugar. Það á því að kenna sundtökin á landi, og með því móti geta ekki einungis þeir lært, sem mesta þörf hafa á sundkunnáttu, heldur og jafnvel kven- fólk og aðrir. Aðferðin er þessi: Maðurinn er lagður á grúfu á gólf eða borð og kennarinn sýnir honum, hvernig bera skal útiimina og hættir ekki fyr enn nemand- inn er orðinn svo æfður, að honum skeikar ekki og bezt er að telja jafnframt eftir hreyfingunum. Þetta má gera hvenær sem vill, og hvar sem er, og tekur ekki langan tíma. Nu er spurt: hvernig kemur þetta að notum síðar. Svar: Búa má til belti eða gjörð, sem mátuleg er yfir brjóstið, hafa í henni hring eða lykkju og í þeirri lykkju snæri, sem fest er á sprit líkt og laxastöng. Láttu þann, sem hefir lært sundtök á landi, taka þetta utan um sig, og, þegar veður leyfir, sjáðu, hvernig honum vegnar í vatn- inu, láttu taugina vera slaka meðan hann er að koma fyrir sig tökunum, en að eins kipp honum upp úr, þegar honum ætlar að fipast. Ég hefi séð sund keut þannig bæði á Englandi og í Borgundarhólmi, en þeir sem veikfeldir eru ættu ekki að reyna það nema sjórinn væri vel heitur, og enginn, of haun hefir skömmu áðar neytt æsandi drykkja. Kvenfólk er illa statt hér að því er þessa list snertir. Þær geta ekki lært sund með piltum, en ef einhver piltur vildi kenna systur sinni sundtök á landi, gæti hún síðar beðið stallsystur sínar að hjálpa sér til að reyna hvort það dygði, sem hún hefði lært á landi, með þeirri aðferð sem hér er bent á. Bezt er að hafa beltin úr sterku, mjúku lérefti fyrir kven- fólk, en úr sterkum striga handa sjómönnum. Þeir eiga að reyna sundið í sjó í fötunum, þvi þannig verða þeir að synda, ef þeir þurfa &ð bjarga sér eða öðrum. Sveinbjörn Egilsson. ÍSLENZKR SOGUBÁLKR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. (Frh.) Þegar í Eyjarnar kom, segir höf.1 að tjaldað hafi verið á svo nefndri bryggju. Hann spurði upp Þorstein þann er pró- fastnr skrifaði til með honum; spurði hann mig hverjar vörur 1) Hér er látið nægja, að taka að eins ágrip af frásögn höfundarins; hann er hér sem víðar nokkuð langorður. væri í boði, en þær vóru 1 rd., nýtt brekán, rauðir sokkar og nýprentaðar gððar bækur. Hann vildi ekki selja fisk nema tyrir peninga, og varð þá annar maður til að selja höf. fisk, sem var bæði blautur og maðkaður. Hann kvartaði yfir þessu við Bótólf fylgdarmann sinn, sem lét hinn skila öllu aftur og keypti síðan fiskinn. Þá vóru eftir nökkurar óseldar bækur ný- prentaðar, sem ekki gengu út; bauð hann þær prestinum í Kirkjubæ, sra Guðmundi Högnasyni „sem var ágætur og lærð- ur prestur, enn mikið hneigður fyrir að drekka brennivín". Prestur var drukkinn og vildi hafa bókakaup; var það úr, að prestur lét latínubækur sínar, sem vóru rómvorskir sagnameist- arar og skáld, fyrir bækur Jóns, og skildu þeir við svo búið. Daginn eftir kom prestur að tjaldinu ódrukkinn og heimtaði aftur bækur sínar; segir það hafi verið gaman sitt en engin alvara að hafa þau býti. En Bótólfur varð fyrir svörum og kvaðst ekki skila bókunum. Nokkuvu síðar komu prestar báðir, sr. Guðmundur og sr. Benedikt, ofan á bryggju, og sýslumaður með þeim að hoimta bækurnar, og mannfjöldi að hlusta á. Bðt- ólfur varð enn fyrir svörum og kvað rétt kaup gerð. Síðan sagði prestur, að Jón mundi kunna eitthvað í latínu og fór sýslui^aður þá að spyrja hann úr latínu, en hann svaraði út af, eu þó svo, að auðheyrt var að hann skildi latinuorðin. Varð svo gaman úr öllu, en prestur fekk ekkibækur sínar. Séra Bene- dikt bauð Jóni heim til sín, og fekk hann þar beztu viðtökur hjá honum og konu hans Þuríði Magnúsdóttur og reyndi prest- ur Jón í latínu og þeir Yigfúe son hans (BÍðar prestur) spjöll- uðu saman um sama efni. Prestur veitti brennivín og lét Jón gera latínuvísur um það. Hjá sr. Ben. gisti séra Jón síðar er hann kom í Vestmannaeyjar. Sr. Benedikt var tölvís og mæli- fróður, og kendi höf. síðar „persiskan reikningsmáta með 9 baun- um og 9 strengjum"; vildi og kenna honum stjörnulist og landmælingar. Höf. lætr og vel af Br. Guðmundi. Þeir Bót- ólfur skiidu góðir vinir. Flutti hann sig að Sólheimum ytri í Mýrdal og hafði séra Jón hann „framar öðrum með sér sem vel kunnandi að vera með meiri háttar mönnum. Hann var ætíð þar fram kominn er betur mátti líka“.—„Framar venju kom það að honum eitt sinn eftir jól, að fara út í Vestmanneyjar og róa þar um vertíðartíma, eins og margir gerðu“. Hvorki sr. Jón né kona Bótólfs fengu latt hann fararinnar degi lengr. Hann lagði af stað á skipi, sem fórst, og allir þeir sem á vóru druknuðu, „og rak engan upp, enn um sumarið eftir um Jóns- messuleytið dreymdi eina konu á Sóiheimum, að hann kæmi til sín og segja: ’Ég er hingað kominn og skila til sr. Jóns að hann breiði ofan á mig‘. Var farið á fjöru; fanst þar þá mannsbeinagrind, sem ég lét láta ofan í nýtt lciði i kirkjugarði, og ályktaði ég þetta mundi hans bein vera“.-------- Siðan getr höf. þess, að eftir það hann var útskrifaður úr skóla fór hann hcim til móður sinnar; kendi hann þá piltum undir skóla og prédikaði stundum. „Prédikunarmáta tók ég eft- ir presti mínum“, segir hann; „þar til styrkti mig og einn lærður maður, mr. Páll Sveinsson, kallaður djákni, því að hann hafði það áður verið á Munka-Þverá og er það nú á Gufunesi. Hann hafði verið þénari hr. Steins og þá þénari og skrifari sýslumanns Skúla á Ökrum.---------Fór ég oft til að fræðast af honum að Ökrum.-------Var þar og fyrir þjónustustúlka Sigríður Ólafsdóttir að nafni; er ein ætt með okkur; varð ei uggvænt að hvort liti hér ástarauga til annars, þó aldrei kæmi til orða; varð hún þar eftir þjónustustúlka á Reynistað, og þar eftir þjónusta mín meðan þar var, síðan á Frostastöðum, en þá ég fór austur fór hún suður og er nú ektakona Jóns farfara í Reykjavik. Eitt sinn er ég að Ökrum kom, var sýslumaðnr mjög drukkinn af brennivini, svo að sýnast mátti ei góð ráðdeild íöllu. Hann lét kalla mig fyrir sig og segir: „Nú ertn, Jón, orðinn góðs manns efni; ætlaði ég aldrei svo mundi verða og ekkert, hjálpaði ég þar til. En hafðu nú æru og þökk fyrir það hversu þú hefir vel forsvarað og farið með Jón litia son minn í skóla“— því ég hafði tekið hann undir mitt forsvar sem notarius eftir bón hans, hvað hann og ærlega launað hafði. Lætr hann mig sitja hjá sér langt fram á nótt; er að drekka sjálfur og kenna mér ýmsar lífsreglur; rótfestust sumar en sumar ekki.------Hann sagði ég skyidi aidrei áreyta aðra að fyrra bragði, meðan ei kostaði stórt tjón, æru eða velferð; ei vera upp- stökkur, hvað sem ég heyrði um mig talað, nema þá ég væri

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.