Fjallkonan


Fjallkonan - 29.07.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 29.07.1898, Blaðsíða 3
29. júlí 1898. FJALLKONAN. 115 opinberlega einhverju vondu borinn, jiá skyldi ég verja mig sem kynni, en vera p6 Beint og etiLt farandi að því. Ég skyldi aldrei kaupa tóbak né brennivín til að selja það, ég skyldi taka stórar gætur á slysförum fóta minna; hafði ég þá tvisvar slasað mig á þeim og þrisvar hefir það síðan til fallið; so eitt sinn er hann sá mig haltan með staf ganga suðr í Reykjavík, svarði hann: „Manstu ei til þess, er ég ráðlagði þér eitt sinn forðum?“ Mátti þá sjá framsýni hans, minni og ráð, að þau vóru djúpsæari enn ég hugði. Að endingu ráðlagði hann mér að sigla. — — En færi ég ei að þessum ráðum, sagði hann mér mundi erfiðlega ganga“ (Frh.). Holdsveikispítaliim vígður. Þetta atðrhýai var aflient landshöfðingja og vígt 27. þ. m., ki. 5, af stórsír dr. Petrus Beyer fyrir hönd Oddfélaga-reglunnar. Hátíðin hófst með lúðra- þyt flokks Helga Helgasonar. Síðan var sungið kvæði, er ort hafði þjóðskáldið Stgr. Thorsteineson, og hljóðar svo: Hér er risin höli á nesi grundar Höfðingsseturs fallins rústum á. Sjáið, þér, er sóttuð hér til fundar Setur nýtt, er öðru skjól mnn ljá. Ei er það með innnm sínum fáðu Efnað fyrir tign og gleðihnoss; Ætlað er það hinum þrautaþjáðu, Þeim, er líkþrár bera mæðukross. Ofar jarðheims ægilegum flanmi, Eymdum tárgum, blóðgum styrjar veg, Áþján, striti, syndasollnum glaumi, Svífur mynd ein skær og dásamleg. Efra er bjart, en undir dimma ræður, Efra friður, neðra stríðið er, Og vér lesum letrað: Verið brœður! Ljóst á merki því, er engill ber. „Verið bræður!“ er að ofan kveðið, Eilíft, heilagt það er kærleiks boð. „Verum bræður!“ aftur ansi geðið Inst — og veitist þessu máli stoð. Vanda skal það verk, sem á að standa, Vottinn góðan æ það beri sér, Svo sem íórn á aitari þess anda, Allir sem að hlýða skulum vér. » * * Þungar fyr meir yfir liðu aldir, Aumum þrávalt hvílík gjörðist vist! Striðleiks hörku stundum hrjáðir, kvaldir Stundu þeir, unz helju fengu gist. Sárleg dæmin sönn þess mundu finnast, Sú að steina hræra mátti vo; Það er iiðið, en þess á að minnast, Aldrei, aldrei framar verði svo. Þjáðum, hreldum ljúkstu upp líknarstaður, Legufagur hér við bláan mar, Mildur þeim, er sjúkdóms særir naður; Sorgir deyf þeim lengi krossinn bar. Gjafmildur af góðum föngum þinum Gleðja reyndu þá, er fá þitt skjól, Að þeir megi í nöprum nauðum sínum Ná að höndla geisla af unaðs sól. Nú er signar Bnmartíðin vengi Saman biðjnm vér, er fundumst hér: Himinn veiti góðri byrjun gengi, Giftudrjúgt sé hvað, sem eftir fer; Og sem vér í eining bróðnrlega Erum staddir hér með fegins brag, Fram á hinstu okkar æfivega Eins og bræður munum þenna dag. Að því búnu helt dr. Petrus Beyer snjalla tölu, og afhenti Iandshöfðingja að endingu gjaf&bréf frá Oddfélaga-reglunni í Danmörku og vígði húsið. Því næst tók landshöfðingi til máls og þakkaði fyrir gjöfioa í nafni landsins, og afhenti að lokum amt- manni gjafabréfið sem formanni spítalastjórnariunar (en í henni eru, auk amtmanns, landlæknir og hér- aðslæknirinn í Rvík). Því næst helt amtmaður ræðu. Að endingu bauð dr. Beyer gestum þeim, sem boðið hafði verið til hátíðarhalds, að skoða húsið, og síðan öllum sem viðstaddir vöru. Húsið er stærsta og vandaðasta hús á landinu og mun kosta um 130,000 kr. Herbergjaskipun þess hefir verið lýst nokkuð áður í þessu blaði, og þegar spítaiinn verður fullger, verður hér akýrt ger frá allri bygging hans og útbúnaði. Læknlsembættið við holdsveikispítalann er veitt 8. júlí Sœmundi BjarnJiéðinssyni héraðslækni Skagfitðiuga. Yíirdómurinn hefir nýlega dæmt skaðabótamái fyrir gæziuvarðhald að ósekju, sem Vilh. Knudsen, kand. fil., hafði höfðað vegna rannsóknar, sem hafin var gegn honum út af peningahvarfi úr póstsending- um sunnaniandspóstsins. Með rannsókninni sannað- ist ekkert, en komu fremur fram líkur fyrir, að hinn ákærði væri sýkn saka og var því sakamálshöfðua iátin falla niður samkvæmt úrskurði amtmanns. Síðan höfðaði Y. Knudsen skaðabötamál þetta, og vóru honum við yfirdóminn dæmdar 500 kr. í skaða- bætur og 40 kr. í máiskostnað. Barsmíðarmál. í sumar höfðu þeir flogizt á Sophus verzlunarstjóri Hoim á FJateyri og Halldór Halldórsson verzlunarmaður frá Þórustöðum í Önund- arfirði, og hafa blöðin flutt af því langar írásagnir, sem munu haía verið orðum auknar. Hinn ákærði, Halldór Halldórsson, hefir nú verið dæmdur í héraði í 100 kr. sektir. Póstmeistari Sigurður Briem fór á föstudaginn var í embættisferð norður í Þingeyjarsýslu. í stað hans er kand. fil. Vilhjálmur Jónsson settur póst- meistari. Ferðamannahúsið á Þingvelli. Hr. Sigfús Eymundsson hefir staðið fyrir framkvæmd þessarar byggingar og er hún því vel á veg komin. Sagt að húsið verði fullgert snemma í ágúst. Dáinn 5. maí í vor Hjálmur Pétursson, fyrrum alþingismaður Mýramanna, á Syðstavatni í Skaga- firði, 70 ára. Hann var skynsemdarmaður og vel látinn. í nótt dó hér í bænum Quðmundur Þörðarson f. bæjarfulltrúi. Þjóðminningardag héldu Þingeyingar 20. júní á Reykjadalsárbökkum hjá Helgastöðum. Þar er út- sýni gott. Þar komu saman um 800 manns. Þar vóru ræðuhöid, söagur, glímur, kappreiðar, kapp- hlaup, stökk, sund og skot. Aðalræðuna hélt Quð- mundur Friðjónsson og flutti lika kvæði ogþótti honum mælast vel.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.