Fjallkonan


Fjallkonan - 29.07.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 29.07.1898, Blaðsíða 4
116, FJALLKONAN. XV 29 Þingyallafandurinn. Ekki hefir frézt, að nein- staðar hafa verið kosnir fulltrúar til Þíngvallafundar- ins, sem heir Benidikt Sveinsson boðuðu i vor, nema í Þingeyjarasýlu. Þaðverða þá líklega Þíugeyingar einir, og ef til vill Eyfirðingar, sem fundinn sækja, lík- iega alls 4—6 fulltrúar. Trúarjátningin rangþýdd. Norskir prestar hafa seiít kirkjustjórninni áskorun um að breyta orð- unum i hinui postullegu trúarjátningu, 2. gr.: „niður sté hann til helvítis“, reeð því að þetta sé röug þýð- ing af hinum gríska og latneska teksta og eigi að vera: „niður sté hann í ríki dauðans". ítalski krónprinsinn sektaður. Hann hefir verið á ferð í Noregi í sumar með systur sinni. Þar varð honum sú yfirsjón að hann skaut æðarfugl í friðlýstu eggveri og hafði þó verið varaður viðþví. Hanu var dæmdr í sekt og 500 kr. skaðabætur. Flðkkuþjóð sú sem nefnd er „zigaunar", „tatarar“ o. fl. nöfnum er dreifð um a!lan heim að kalla eins og Gyðingar. Tatarar eru ættaðir af Indlandi og hafa dreift sér yfir Asíu, Síbiríu, Norðnrafríku og Evrópu. Þeesir menn eru gulmðrauðir á hörundslit og svarthærðir og oft í allavega litum búningi. Þeir hafa yfir sér drotningu og er hún nýdáin í Austurríki. Sú Bem borin var til ríkis var í Ameríku, stúlka á tvítugsaldri, og varð hún að fara til Austurríkis til að setja á höfuð sér gullkðrðnu, sem tigninni fylgir. Þessi þjððflokkur er á sífeldu flakki og lifir á betli, dans og söng, hestajárnun og fl. heimil- issmíði, hestakaupum, spádðmum og sölu kynjalyfja. Þeir fara nm í smáhðpum og eru í hverjum hðp nokkrar fjölskyldur sem venjulega eru náskyldar og höfðingi fyrir flokkinum; fara þeir þannig með vagna, tjöld og húsbúnað og taka sér hér og hvar áfangastaði, og þykir öllum mesti ðfögnuður að slíkum nágrönn- um. Þeir hafa allir hníf hangandi við hlið sér, og biðja jafn- an að gefa sér í guðs nafni, en ef þeim er ekki gefið, hafa þeir hðtanir í frarami og stela. Þeir tala sérstaka tungu. -Sumir eru fðtgangandi, aðrir aka og hinir þriðju rða á bátum. Þeir lifa yfirleitt eymdarlífi. Það hefir verið reynt að ala upp börn þeirra, en þeim kippir i kynið og flökkunáttúran er ekki upp- rætt fyr en þrjár kynslððir eru dauðar. Finskar maður, Arthur Thesleff, hefir fengið fjárstyrk hjá þingi Finna til að kynna sér háttu Tatara. Hann hefir farið í þeim erindum um mest- alla Evrðpu og Asíu, og hefir lært mál þeirra til hlítar og kynt sér alla háttu þeirra. Það hefir komið fyrir, að hann hefir verið tekinn fastur og haldinn sakamaður, af því hann hefir verið í fylgd með þessum óþjóðalýð. Laun þingmanna í ýmsum löndum. — Danmörk: 6 kr. um daginn um þingtíinann og ferðakostnaður. — Svíþjóð: Efri deild engin laun. Neðri deild 1200 kr. fyrir þingtímann og ferðakostnaður. Verði þingið leyst upp meðan á því stend- nr, eru launin reiknuð 10 kr. á dag. — Noregur: 12 kr. á dag og ferðakostnaður. — BretlandEngin laun (1893 var lagt til að þingmannalaun væri ákveðin 6400 kr. á ári auk ferða- kostnaðar, en frv. var tekið aftur). — Frakkland: 6480 kr. á ári auk ferðakostnaðar. Auk þess hafa forsetar beggja deilda há laun. — Holland: þingm. efri deildar, sem ekki búa íHaag: 15 kr. fyrir þingtímann og ferðakostnaður. Neðri deild: 3000 kr. og ferðakostnaður. — Þýzkáland: Engin laun nema ferða- kostnaður. — Austurríki: fulltrúaþingið: 14’/a kr. á dag og ferðakostnaður. — Priissland: efri deild, engin laun nema ferða- kostnaður. Fulltrúadeildin: 13VS kr. á dag auk ferðakostnaðar. — Sviss: 14V2 kr. um hvern dag sem fulltrúínn gegnir störf- um, og ferðakostnaður 15 au. fyrir kílðmeter. — Ungarn: Efri deild: engin laun. Neðri deild: 3480 kr. á ári og 1160 kr. í húsaleigu, auk afsláttar á járnbrautareyri. — Belgía: Efri deild, engin laun. Neðri deild, 300 kr. um mánuðinn, þð ekki þeir þm. som eiga heima í Bríissel. — Portúgal: launin vðru 400 kr. um mán., en eru numin úr lögum; ferðakostnaður er þð greiddur. Kjördæmin mega þó sjálf borga þm. alt að 15 kr. um daginn. — ftalía: engin laun nema ferðakostnaður. — Orikkland: 1296 kr. fyrir þingtímann. — Bandaríkin í Ame- ríku: 18,700 kr. á ári og 465 kr. til ritfanga, blaðakaupa o. s. frv. auk ferðakostnaðar. OTTO MÖNSTEDS Margarine ráðleggjure vér öllum að nota. Það er hið bezta og Ijúffengasta smjörlíki, sem reögulegt er að búa til Biðjið þvi œtíö um OTTO MONSTEDS Margarine, sem fæst keypt hjá kaupmðnnunum. Daiiíel Símonarson selnr só'ðla, hnakka og allskonar ólar með gððu verði. Hann ðskar að fá búkhár keypt Reykjavík, Þingholtsstræti 9. X verzlun Magnúsar Einars- sonar á Seyðisfirði fást ágæt vasaúr og margskonar smelcklegar, fáséðar og vandaðar vörur med mjög sanngjörnu verði' David 0stlund prédikar í Good- templarahúsinu á sunnudaginn kl. 6 síð- degis. Aðgangur ðkeypis. Leiðarvísir til iífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónasseu, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upp- lýsingar. Ég undir skrifuð hefi í mörg ár verið sjúk af taugaveiklun, og og hefi þjáðst bæði á sál og Iíkama. Eftir reargar árangurslausar læknatilraunir reyndi ég fyrir 2 árum Kína-Iífs-elixír frá hr. Waldemar Peters|en í Fred- erikshavn, og þá er ég hafði neytt úr fjórum flöskum, varð ég undir eins reiklu hressari. En þá hafði ég ekki föng á að kaupa meira. Nú er sjúkleikinn aftur að á- gerast, og má sjá af þvi, að bat- inn var hinum ágæta bitter að þakka. Litlu Háeyri Guðrún Símonardöttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendr beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumið- anum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Danm&rk. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.