Fjallkonan


Fjallkonan - 10.08.1898, Page 1

Fjallkonan - 10.08.1898, Page 1
Kemr út nm miðja viku. Árg. Skr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ðdýrar. Gjalddagi 15. Júll. Upp- sögn skrifleg (yrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18 FJALLKONAN. XV, 31. Reykjavík, 10. ágúst 1898. Útlendar fréttir. Khöfn 28. jfilí Vopnaviðskiftin milli Spánverja og Bandamanna eru nú á enda að kalla má. Svo fór sem við var búist, að bærinn Santiagó gat eigi staðist áhlaup Bandamanna til lengdar; þar við bættist vistaskortur og sjúkdómar í borginni. Spánverjar framseldu því bæinn í hendur Bandamanna, er settu þau skilyrði, að hinir spönsku hermenn væru fluttir heim til Spán- ar og skyldu eigi framar bera vopn gegn Banda- mönnum. Shafter hershöfðingi Bandamanna hélt svo dýrlega innreið í borgina; hinn spanski fáni var dreginn niður, en stjarnfáni Bandaríkjanna dreginn upp. Má nú halda, að Bandamenn hafi aila Kúbu í hendi sér, nema Havanna-bæ einan, sem eigi fær lengi staðist, ef hann er sóttur frá sjó og landi. En nú er mælt, að uppreistarmönnum á Kúbu þyki nóg um gengi Bandamanna, og sjá nú fyrir, að Bandamenn muni leggja undir sig eyna, en upp- reistarmenn vilja engum þjóna. En Bandamenn hafa nú fengið svo góða fótfestu á eynni, að þeir sleppa henni eigi með neinu móti. — Lokeins er nú svo komið, að Spánverjar sjá sjálfir, að bezt sé að láta af ófriðinum og æskja friðar. Hafa þeir fengið Frakka sem milligöngumenn, en þeir hafa látið sendiherra sinn í Washington spyrjast fyrir um hjá Mac Kiniey, hverja friðarskilmála Bandamenn myndu setja. Hefir Mac Kinley svarað, að þeir fengju Portorico og Ladróna-eyjar til eignar, og Spánverjar létu af hendi Kúbu, er kæmi undir verndarvæng Bandamanna; enntremur skyldu Bandamenn fá kola- stöð á Filippíneyjunum, en annars gætu Spánverjar fengið að halda þeim eyjum. Bandamenn vilja þann- ig ekki láta sér nægja með að svifta Spánverja Kúbu.heldur vilja þeir líka taka frá þeim eyna Portorico, því að sú eyja er afarþýðingarmikil fyrir þann, ■ er drotna vill á Yesturheimseyjum. Rauuar mun Spánverjum þykja þessir kostir harðir, en ann- ars mun þó eigi kostur fyrir þá en að ganga að þeim. Sigraðir menn verða að sætta sig við alt. Nýjasta frétt af stríðinu segir að Bandamenn hafi tekið Portorico. Frakkland. Hið nýja ráðaneyti þar, er hinn fyrverandi forseti neðri deildar þeirra, Brisson, veit- ir forstöðu, hefir sett þvert nei fyrir, að mál Dreyf- uss væri tekið upp af nýju. Ennfremur hafa kom- ið fram ýmsar fyrirspurnir til stjórnarinnar frá Dreyfus-fjendum um það meðhverju móti hún hugsi sérað bæla niður undirróður þann, er Dreyfus-vinir hafa sífelt í frammi. Stjórnin hefir enn þá ekki svarað. — Zola er nú á ferð í Noregi, og verður þar víst lengi sumars; gerði hann það til þess að seinka fyr- ir máli sínu, svo að Dreyfus-vinir hefði lengri tima til að afla sér fylgismanna. — Esterhazy greifi og fylgikona hans madame du Pays eru nú höndum tekin og hýbýli þeirra ransökuð; ennfremur Picquart ofursti, er ákafastur fylgismaður Dreyfuss hefir ver- ið, og er hann sakaður um að hafa brotið gegn þagnarskyldu sinni sem embættismaður í hernum. Hvort nokkuð verði uppvíst um Esterhazy er óvíst, því að öllu er haldið leynilegu enn sem komið er. Kviðdómur i Versölum hefir staðfest hinn fyrri dóm í Zola-málinu (árs fangelsi og 3000 kr. sekt). Danmörk. Héðan er það helzt til tíðinda, að einn hinn helzti af sósíalistum hér í landi, P. Holm skraddari, ríkisþingsmaður og varaformaður bæjar- stjórnarinnar í Khöfn, hefir verið höndum tekinn sem grunaður um, að hafa dregið undir sig fé Kaup- m&nnahafnarbæjar. Fyrst varð það uppvíst um mann nokkurn í Khöfn, Larsen að nafni, er keypt hafði fyrir bæinn jarðir nokkrar í útjaðri Khafnar, að hann hafði keypt eiua jörð fyrir 450 þús. kr., en þóttist svo hafa gefið 500 þús. kr. fyrir hana, og skritaði annað kaupbréf, er hljóðaði upp á það verð. En svo uppgötvaðist, að Larsen þessi varjeigi annað enn þjónn P. Holms, er hafði útvegað honum þetta starf. Féll svo grunur á Holm fyrir hlutdeild í glæp þess- um. Holm flýði úr bænum, fyrst til Silkiborgar, en þaðan til Hamborgar; þar var hann höndum tekinn af hinu þýzka lögregluliði eftir beiðni lögregluliðs Khafnar. Eigi hefir Holm enn þá verið yfirheyrður, því að mánaðartíma tekur það að jafnaði að fá fram- seldan fanga úr öðru landi, en það er víst engum efa bundið, að hann reynist sekur að glæp þessum. Verður þetta til hins mesta skaða fyrir sósíalista hér í landi, að einhver hinn helzti flokksmaður þeirra skuli þannig reynast bófi. Nú hefir bæ- jarstjórn Khafnar setti nefnd manna af meðlimum sínum til að ransaka jarðakanp fyrir bæinn undan- farandi ár, og er talið líklegt, að ýmislegt miður fé- iegt muni þar koma upp úr kafinu. Blöðin hér kalla þetta mál P&nama-svívirðinguna dönsku. Saltllsksmarkaðurimi á Spáni. Danski konsúllinn í Barcelona skýrir svo frá: „Þótt danska ríkið hafi fengið hér góðan og stöðugan markað fyrir saltfisk, og sú verzlun sé að aukast, mættí hún þó verða meiri ef fiskurinn væri betur verkaður, Þ&ð mætti selja tvöfalt meira af íslenzkum saltflski í Barcelona en nú er gert, ef rétt væri að farið, og mundi þá hinn norski saltfisk- ur smámsaman hverfa af markaðinum. Saltfiskurinn er hér tvennskonar el moreno (hinn dökkvi) og el blanco (hinn hvíti). Hinn dökkvi fisk- ur er norskur, en hinn hvíti er íslenzkur, færeyskur og skozkur. , Hér sækjast menn í rauninni mest eftir hinum hvíta fiski, en hinn norski er eingöngu keyptur vegna þess að hann geymist betur.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.