Fjallkonan - 01.10.1898, Blaðsíða 2
150 l l
FJALLKONAN.
XV. 38
lenzkra blaða. Nú hefir lektor C. 0. Jensen, kenn-
ari við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, hald-
ið áfram starfi Nielsens og bætt bóluefnið. Hann
gerði i 2 ár tilraunir raeð það í tilraunasmiðju land-
búnaðarháskólans og síðau sendi hann haustið 1897
bóluefni í 5000 kindur til íslands og Færeyja, og
nokkuð til Noregs og Mecklenburg-Schwerin.
Niðurstaðan hefir orðið sú sem sjá má af þess-
ari skýrslu frá þeim sem hafa reynt bóluefnið:
Tala bólusetn- ingastaða. Bólu- sett fé. Dautt af bólu- setningu. Bólusett fé dautt af bráðapest.
Efferso, Tkorshavn. Fær. 14 384
J. Paturss. Kirkjubo. 5? 402 3 1
Magnús Einarsson Kvík. 26 989 1 11*)
Ó. Thorlacius, Berufj. 8 691 4«) 14»)
Jón Jónsson, Vopnaf. 11 661 3 24)
Friðj. Jensson, Staðarhr, 1 145 — 1*)
Ivar Nielsen, Bergen — 45 1 —
Peters, Schweriu — 290 — I6)
Alls — 3,607 12 307)
1) Þar af 6 í sömu viku og bólusetningin fór fram. 1 kind
ef til vill dauð af öðrum veikindum.
2) Það sést ekki af skýrslunni, hvort þossar 4 eru dauðar
af bólusetningu.
3) Allar dauðar fám dögum eftir bólusetn.
4) Önnur kindin dó fám dögum eftir bólusetn.
6) Dó daginn eftir bólusetn.
6) Dó 4 dögum eftir bólusetn.
7) Þar af 23 í fyrstu vikn.
Af skýrslu þessari má sjá, að engin sérleg hætta
fylgir bólusetuingunni, þar sem að eins 1 kind er
dauð af hverjum 300; og að líkindum hefði mátt
komast hjá þessum óhöppum, með því að þau munu
vera að kenna því að bóluefnið hefir stungist oflangt
inn. Af bðlusettum kindum hafa 30 síðar dáið úr
pestinni, og þar af 23 í fyrstu viku eftir bólusetn-
inguna, eða áðar enn ætla má að hún hafi náð á- |
hriíum til að verja pestinni. Þá eru eftir 7 kindur
dauðar af 3600, eða 2 af þúsundi.
Engar skýrslur eru um tölu á því fé sem drep-
ist hefir úr pestinni til að bera saman við þessa
skýrslu.
Lektor Jensen, sem heíir gefið út þessa skýrslu
um bólusetningarnar, segir að menn verði að ætla
að bólusetningin hafi gert gagn; það sé getið um,
að bráðapestin hafi geisað í óbólusettu fé, þar sem
hið bólusetta hafi ekki fengið pestina og af skýrslu
Magnúsar dýralæknis Einarssonar má sjá, að af 963
bólusettum kindum dóu 11 síðar (þar af 1 líklega
ekki úr bráðapest og 6 áður vika var liðin), dauð-
leiksmegnið 1. 14°/0, en af 696 óbólusettum kindum
dóu á sama tíma 45 eða 6.46°/0- Jón læknir Jóns-
son getur þess líka, að pestin hafi verið mjög ill-
kynjuð í hans héraði og að bólusetningin hafi eflaust
sýnt góðan árangur.
Þetta ár segir Jensen að pantað hafi verið bólu-
efni handa 110,000 fjár, en af því að tilbúningur
svo mikiis bóluefnis er að sumu leyti örðugur, hefir
ekki verið hægt að útvega nema handa 75,000 fjár.
Ennfremur segir hr. Jensen, að með því að ekki
verði dæmt um gagnsemi bólusetninganna með til-
raunum í efnafræðiverkstofum, heidur með því að
bólusetja fé þar sem bráðapestin gengur, þá sé mikið
undir því komið, að gætt sé sem mestrar varúðar við
bóiusetuinguna og að ekki fáist aðrir við hana fyrst
um sinu enn læknar og dýralæknar, eða einstakir á-
reiðanlegir menn, sem hefir verið kent það.
Loks ræður hr. Jensen bólusetjurum að bólu-
setja jafnan fáeinar kindur fyrst, þar til það er reynt
að þær þoli bölusetninguna.
Bismareks sögur.
i.
Sem kuunugt er hefir Yiktoría Buglandsdrotning haft mik-
ið fyrir að koma út dætrum sínum handa allskonar pýzkum smá-
prinzum, en svo verður enska ríkið að fæða þá og klæða og
þykir Englendingum lítið í varið.
Ein dóttir Yiktoríu hefir samt gifzt heima fyrir skozkum
aðalsmanni, kertoganum af Lorne, en hann hafði líka ráð með
að fæða og klæða konu s'ma. Samt þótti hún hafa tekið mjög
niður fyrir sig, því hertoginn er ekki jafnhár að tígn sem hinir
þýzku smáprinzar, þó hann að líkindum sé fult bvo göfugrar
ættar sem hver þeirra.
Hertoginn á yngri bróður, lord Campbell. Fyrir nokkrum
árum bar það til, að þessi bróðir hans vildi giíta sig. Hann
fór til föðnr síns, hertogans af Argyle, og sagði honum frá þvi.
„Jæja“, sagði hertoginn, það er rétt; stúlkan er væn og
lagleg; það er gott kvonfang, og ég hefi ekkert á móti því-
En síðan bróður þínnm hlotnaðist sá heiður og ánægja, að verða
tengdasonur hennar hátignar drotningarinnar, álít ég hann sem
höfuð ættar okkar. Þú verður því að fá hans aamþykki, en
ekki mitt“.
Hinn nngi lávarður Campbell fór þá til bróður sins og bar
málið upp fyrir honum. Hertoginn af Lorne hafði heldur ekkert
sérstakt á móti því.
„En ég Bkal segja þér“, sagði hann, „mér finst, síðan ég
hefi haft þann heiður og ánægju að verða tendasonur hennar há-
tignar drotningarinnar, að ég hafi í rauninni ekki leyfi til að
gera neina ákvörðun í öðru éins máli og þessu, þvi ég verð
fyrst að leita ráða til minnar háu tengdamóður".
Hertoginn tók bvo að sér að tala máli bróður síns við drotn-
inguna í Windsor-höllinni.
„Æi-jæja“, sagði Yiktoria og stundi þungan. „Þetta minn-
ir mig á, þegar ég var sjálf ung og á minn ógleymanlega Bæla
mann, en síðan hann dð, hefi ég aldrei viljað ráða neinu vanda-
máli til lykta, án þess að leita ráða hjá bróður hans, mínum
kæra mági, hertoga Ernst af Sachsen-Koburg-Gotka, Bnúið þér
yður til hans, kæri tengdasonur“.
Hertoginn var hlýðinn drotningnnni, tengdamóður sinni, og
fór til Þýzkalands á fund Ernst hertoga, sem lifði í elli sinni
i minningunni um þá tíma, er hann sjálfur ætlaði að verða
Þýzkalands keisari.
„Kæri kertogi“, sagði Ernst, þegar hann hafði heyrt erindi
gestsins, „bæði þér og min háa mágkona þekkir hve miklum
breytingum vort stóra þýzka föðurland hefir tekið á seinustu
árum. Síðan nýja keisaradæmið var stofnað, dirfist ég ekki að
gera neina ákvörðun í svona mikilvægu máli, nema ég ráðgist
fyrst nm það við hinn stðræruverða herra og jkeisara Þýzka-
lands“.
Og hertogi Ernst af Saohsen-Koburg-Gotna gerði það. Hann
lagði af stað til Berlínar og beiddi um áheyrn hjá gamla Yil-
hjálmi keisara.
„Já, já — já, já, kæri hertogi minn“, sagði hinn heiður-
krýDdi keisari, „þið getið ekki trúað hvað ég hefi mikla gremjn
og amstur. Hirðkonurnar og ráðgjafarnir mínir geta aldrei
komið sér saman. Og ef ég geri eitthvað í þessu máli, sem
öðrum hvorum líkar ekki, þá fæ ég ekki nokkurn skapaðan
frið. En ég skal segja yður, hvað þér skuluð gera. Þér skuluð
fara til Bismarcks; það er hygginn karl, en það má nú samt
segja ýmislegt um hann. Hann hefir greitt úr flóknari málum
enn þessu, og hann kemur þvi víst í lag, eins og bezt gegnir.
Svo fór Ernst hertogí til Bismarcks. Hann sat við skrif-
borð sitt og á því vóru feiknarháir haugar af skjölum.