Fjallkonan - 01.10.1898, Blaðsíða 3
1. okt. 1898.
F JALLKON AN.
151
Þegar hertoginn hafði sagt frá gangi máhins, hleypti járn-
kanzlarinn í hrýrnar og sagði :
„Hvaða fjandi er að heyra jietta ? Halda þessir ensku að-
als-hvolpar að við höfum ekki annað að gera enn að sitja og
kjafta um ástamál þeirra. Látið þið strákinn eiga stelpuna og
ferðast síðan svo langt sem hann kemst“.
Svo sneri hann sér frá hertoganum og fór aftur að eiga
við skjöiin sín.
En hinn ungi lávarður hafði nú loksins fengið fullnaðarúr-
slit málsins og gat nú eftir margar þrautir gifst unnustu sinni.
En kunnugir menn segja, að þetta væri ekki í eina skiftið,
sem Bismareck réði ástamálum tígnarmanna til lykta.
II.
Þessa sögu hefix Bismarck sjálfur sagt í einni af sinni nafn-
frægu veizlum, þar sem hann safnaði saman pólitiskum vinum
sínum og óvinum, er allir dáðust að alúð hans og hann gerði
alla káta með galgopaskap sínum: —
Hann dreymdi að gamli Viihjálmur, húsbóndi hans og keis-
ari, væri dauður, og að hann ætti að fylgja honum að dyrum
Himnaríkis.
Þá tók hann í hönd vin sínum og húsbónda, og svo staul-
uðust báðir karlarnir áfram, þangað til þeir komu að hinu
stóra hliði.
Bismarck barði að dyrum. Það var iokið upp hlera í hurð-
inni, og sankti Pétur stakk höfðinu út og spurði:
„Hver er þar?"
„Aumur vesalings syndari, sem biður að lofa sér að kom-
ast inn“, sagði keisarinn og heilsaði að hermannasið, svo fattur
sem hann gat.
„Hvað heitið þér“, spurði sankti Pétur.
„Wilhelm af Hohenzollern“.
nHvað voruð þér?“
„Meðan ég lifði var ég keisari á Þýzkalandi“.
Sankti Pétur fletti upp fjarska stórri bók og leit í hana.
Svo stakk hann höfðinu aftur út nm gatið og sagði:
„Jú, það stendur heima. Og skjölin eru I lagi. En því
miður er ómöguiegt að útvega eitt einasta sæti hér inni. Það
er alt fult“.
„En hverníg í dauðanum stendur á því ?“ spurði keisarinn.
„Jú, sjáið þér til“ sagði sankti Pétur; „það stendur nú svo
á því að núna fyrirfarandi hefir alt fylzt hér af Gyðingum. Þeir
troða Bér lika alstaðar inn. Og hérna í Himnaríki hafa þeir
náð hverju einasta sæti, svo að það er ekki eitt einasta skot
eftir, þar sem við getum troðið einni kristinni sál. Þér megið
til að koma seinna, Yilhjálmur minn af Hohenzollern. Þér stand-
ið eins og ég hefi sagt á inntökuskránni, og undir eins og hér
losnar nokkuð, þá skuluð þér sjálfsagt fá sæti. Nú sem stend-
ur get ég því miður ekki gert neitt fyrir yður“.
Og svo lét hann hlerann aftur.
Þannig stóð nú keisarinn og klóraði sér í gráa hárstríinu.
„Hvað eigum við nú að gera, Bismarck ?“ sagði hann.
„Ja, það var nú einmitt það sem ég var að hugsa um. En
bíðum við“, sagði Bismarck og barði aftur á hlerann.
Sankti Pétur gægðist út og spurði:
„Nú, nú, hvað gengur nú að aftur ? Eru þið ekki farnir
enn þá ?“
„Ja — sagði Bismarck, „það var skrambi leiðinlegt að
tarna. En eitt getið þér samt gert fyrir mig, Pétur; iofið þér
mér allra snöggvast að líta inn í Himnaríki“.
Jú, það var svo sem velkomið.
Bismarck og stakk sköllótta hausnum inn um gatið.
Aldrei á æfi sinni hafði hann séð svo marga Gyðinga í einu.
Það var svart af þeim, og úði og grúði af þeim alstaðar eins
og mý á mykjuskán.
En þá hugsaðist Bismarck það bezta ráð, sem konum hafði
dottið í hug á ævi sinni.
Hann kailaði með þrumandi röddu, svo að undirtók í öllum j
Himnaríkis sölum:
„KI. 372 síðdegis verður haldið þrotabús uppboð í Helvíti".
Mínútu seinna var Himnariki nærri tómt. Gyðingarnir ætl-
uðu að troða hvern annan undir í dyrunum og stukku á upp-
boðið svo fljótt sem vængir og fætur toguðu.
Þá hneigði Bismarck sig að hermanna sið fyrir keisara sín-
um og vini og sagði:
„Nú er nóg rúm i Himnaríki, kæra hátign“.
Og svo staulaðist gamli keisarinn inn um hliðið, sem járn-
kanzlarinn hafði lokið upp fyrir honum.
„Yestaa fór héðan áleiðis til Hafnar 28. f. m.;
og með henni fjöldi farþega, þar á meðal Eiuar Bene-
diktsson málafærslumaður (snöggva ferð til Englands),
Helgi Jóusson grasfræðingur, Guðm. Scb. Thorsteins-
son kaupmaður, Páll Toríason frá Flateyri og unn-
usta hans (dönsk) ungfrú Agnes Reimann, Halldór
Steinsson cand. med., Guðmundur Guðmundsson cand.
med., Jón Jónsson cand. ph.il. (frá Ráðagerði), Magu-
úsMagnússon skipstjóri, Þorgeir Pórðarsou fra Neðra-
Hálsi, ungfrú Þórdís Heigadóttir, Jóruun Guðmunds-
dóttir saumakona, margir verkamenn Bftldts bygg-
íngameistara, séra Jónas A. Sigurðsson frá Araeríku,
Hanson mannvirkjafræðingur frá Berlín, F. N. Brinch
vitafræðingur danskur, nokkrir Engl&ndingar o. i. frv.
Stýrimannaskólinn. 12. þ. m. er Páll Hall-
dórsson skipaðr annar kennari við stýrimannaskól-
ann.
Laugarnesspítalinn. Hann er nú fyrir nokkru
fullger og er nú verið að flytja í hann húsbúnaðinn.
Spítalalæknirinn, hr. Sæmundur Bjarnhéðinssonkominn.
Nú hafa fleiri sjúklingar sótt um spitalavistina
enn komast þar fyrir.
Heiðrsgjöf úr styrktarsjóði Chr. konuugs níunda
hafa þeir fengið þ. á.: Árni bóndi Þorvaldsson á
Innra-Hóimi í Borgarfjarðarsýslu og ^Vigfús böndi
bóndi Jónsson á Yakursstöðuxn í Yopiiáíirói, 110 kr.
hvor, fyrir jarðabætur.
Lausn írá prestskap hefir fengið 12. þ. m. séra
Ludvig Knudsen á Stað í Kinn frá 30. júuí 1898 að
telja án eftirlauna.
Prestakall veitt. Laudeyjaþiug eru veitt 12.
þ. m. séra Magnúsi Þorsteinsayui, aðótoðaipresli þar.
Strandferðaháturinn „Hóiar“ kom aðfaranótt
29. þ. m. af Austíjörðum með fjöida farþega. ^
„Tkyra“ haí'ði rekizt á grynningar á Berufirði nú
í síðustu ferð og iá nærri að hún strandaði þar.
Druknun. 7. sept. íórst bátur í fiskiróðii á
Skagafirði með íim mönnum. Formaðurinn hét Rögn-
valdur Rögnvaidsson frá Óslandi í Óslandshlíð, efni-
legur maður, ungur og ógiftur.
Slys. Háifníræð kona hér í bænum, Björg Þórð-
ardóttir, tengdamóðir Markúsar stýrimanns Bjarna-
sonar datt ofan úr stiga í Stýrimaanaskóiahúsinu
nýja nú í vikunni og brotnuðu báðir handieggirnir.
Þilskipið „Comet“ frá Melshúsum á Seltjarnar-
nesi eru menn mjög hræddir um, að haíi farist, þvi
meir enn mánuöur er siðan opurst hefir til þess. Það
var með 17 mönnum.