Fjallkonan


Fjallkonan - 12.10.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 12.10.1898, Blaðsíða 3
12. okt. 1898. FJALLKONAN. nm so til lands, allir samskipa, og tókum oss góðar hvildir í Landeyjum og tór so hver sina Ieið. Br þessi frásögn einasta sett til að sýna náttúrulag og ærlegheit norðlenzkra. (Framh.). Húnavatnssýslu, 28. sept. „Veðrátta nú indcfil síðan réttir byrjaðu. Misjafn mnn heyskapur manna og að því skapi muna þau reynast, því margir hafa verið að hirða þau inn núna í 22. og 23. viku sumars. Dauf þykir manai verzlunin á Blöndóai. Yerð á fé upp skornu er: Kjöt af kroppum sem vega 46 pd. 0,18 Kjöt —--------— —40—45 — 0,16 Kjöt — ------- — — 33—39 — 0,14 Kjöt —--------— — 32 — 0,12 Mör, netja og nýrmör. ... — oJ8 öærur þurrar og saltlausar. . — 0,20 Haustull sögð. ...... — 0,35 Kaupmenn eru nú byrjaðir að kaupa fé á mörk- uðum eftir vigt, og er gizkað á að þar verði þeim kjötpundið að meðaltali eigi dýrara en 13 a. pd. Allar þykja vörur þær sem í kaupstað eru sóttar svo dýrar, að engin þýSist afgang hafa að geta borgað að haustinu með fé þær skuldir, sem á hafa fallið yfir árið, þó öll úttekt finnist spöruð. Ólíkt sýnast þeir eiga með að verjast skuldum, sem megninu af viðskiftunum halda í pöntun, og oft- ast fáum við í reikningslok þó nokkuð af peningum. Það er aumt hve seint meun ætla að gefa sig svo alvarlega að kaupfélagsskapnum, að þessar al- mennu kaupstaðarskuldir hverfi, sem ailri hagsæld, ánaagja og blessun eru til niðurdreps. Dagblöð vor gera nokkuð lítið að því að bannfæra lánsverzlunina og kaupstaðarskuldirnar1*. I)áinn 30. sept. á Dýrafirði stórkaupmaður Qram, eigandi verziunarinnar á Þingeyri og fleiri verzl- ana á Vesturlandi. Hann dó af beinátu í fæt- inum. 14. f. m. lést i Hafnarfírði Proppé bakari, eigandi bakarabúðarinnar þar, maður mjög vel látinn, þýzk- ur að uppruna. í sumar iézt J'on Ásgeirsson á Þingeyrum, einka- sonur Ásgeirs Einarssonar alþingismanns, maður mjög vel gefinn að mörgu Jeyti og drengur góður. Þó auður sá sem hann fékk í föðurarf gengi allmjög tii þurðar hjá honurn, er þó sagt, að bú hans muni vera 16,000 kr. virði eða meira. ■ Edvard E. Möller, verzlunarstjóri á Akureyri, dó 30. ágúst í sumar 86 ára að aldri. Hann var mik- ill hæfileikamaður og var orðlagður fyrir reglusemi og áreiðileik sem verzlunarmaður. Af börnum hans og konu hans Hargétar Jónsdóttur prests frá Gren jaðarstað eru sjö á iífi; Friðrik verzlunarstjóri á Eskifirði, Friðrika gift fyrv. verzlunarstjóra Hem- mert á Skagaströnd, Magðalena gift verziunarstjóra Pétri Sæmundsen á Blönduósi, Páiína ekkja verziuri- arstjóra Steincke á Akureyri, Jónína og Nanna báð- ar ógiftar á Akureyri og Karl verziunarmaður á Skagaströnd. ________ Pöstskipið „Laura“ kom 10. þ. m. frá útlöndum, með fáa farþega. Norskur rithöfundur Tryggve Andersen kom hing- að með þessari póstskipsferð með konu sinni og ætl- ar að dvelja hér um tíma. — Hann er einn af hin- um ungu og efnilegu skáldsöguhöfundum Norðmanna; meðal annars höf. sögunnar „I canselliraadens dage“, sem hefir gert hann frægan sem rithöfund. „Thyra“ kom í gærmorgun frá útlöndum og norðan og vestan um land, og með henni fjöldi farþega. Þar á meðal Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, Davíð Sh. Thorsteinsen læknir & frú, frk. H. Havsteen, frk. Backmann, útgef. Hauks Stefán Runólfsson, Sig- fús Sveinbjörnsson verzlunarmaður o. fl. Tíðarfar á Vestfjörðum mjög rosasamt og hafa skaðar orðið af hvassviðrum á ýmsum stöðum, fokið þök af húsum, t. d. í Arnarfirði, og hey fokið sumstaðar. Úthey óvíða alhirt og víða mikil úti. Aflabrögð mjög lítil á Vestfjörðum og síldar- laust. Kjötverð á Vestfjörðum svipað og hér 12—16 aura pd. Lagasynjun. Konungur hefir synjað staðfesting- ar lögum um gagnfræðiskenslu við lærða skólann og aukna kenslu við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum. Lagasynjanir eru nú með flesta móti. — Hefði ráðgjafian mætt á þingi, mundu þær engar hafa orðið. Embættisveiting. Eskifjarðarlæknishérað er veitt af konungi 26. sept. Bjarna Jenssýni, héraðslækni í 17. læknishéraði. Préstvígðir eru í dag þessir kandídatar: Friðrik Hallgrimsson biskups, sem prestur holdsveikispítal- ans í Laugarnesi, og Sigtryggur Guðlaugsson, settur prestur að Svalbarði og Presthólum. Gránufélagið. Aðalfund hélt félagið 14. sept. í haust, og skýrði kaupstjóri þar frá efnahag félags- ins. Höfðu skuidir landsmanna við félagið aukizt stórkostlega 1897, einkum á Seyðisfirði, sem stafaði af sflaléysi; af því íeiddi og að skuldir félagsins höfðu arkizt nokkuð erSendis. Maður viltist fyrir skömmu úr fjárleit norðan úr Eyjafirði suður yfir fjöll og ofan undir bygð i Eystra Hrepp. Hann fanst af hendingu í Búrfells- skógi; hafði gefist þar upp og var nær dauða enn lífi. Hann hafði verið rúma viku á leiðiani.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.