Fjallkonan


Fjallkonan - 09.11.1898, Qupperneq 2

Fjallkonan - 09.11.1898, Qupperneq 2
174 FJALLKONAN. XV. 44 mannsaldur farið á hverju sumri í kaupavinnu til mið-Evrópu. Fyrir 20 árum fóru 90 þúsund ítala þannig í daglaunavinnu, en á síðustu árum hefir þessum hóp fjölgað svo, að 1895 voru þeir 1231/,, þús. — Við ítali geta engir jafaast að þrautseigju og nægjusemi nema Kíuverjar. Þeir fara í april eða maí til Þýzkalands, Sviss, Frakklands og Rússlands; eru þar yfir sumarið, en fara heim að haustinu (í okt. eða nóv.) með sumarkaupið, 2—300 krónur. Sjálfir hafu ítalir sinn þjóðmat, eins og Kínverjar, „pólenta", sem er búinn til úrmaísmjöli og vatni og mjög ódýr. Þegar þeir hafa unnið í 12—15 stundir fleygja þeir sér á gólfið yfir nóttina og breiða að eins poka nndir sig. Með þessu móti fer húsnæði og fæði þeirra sjaldan yfir 30 au. á dag. Af þessu má sjá, að flestar nágrannaþjóðir vor- ar taka útlenda dagiaunamenn til að vinna hjá sér, einkum að sumrinu, og virðist ekki vera neitt á móti því, að íslendingar geri það lika. (Meira). Bólusetning viö bráðapest, Ivar Niélsen, dýralæknir 1 Björgvin, sem fundið hefir bráðapestargerilinn, hefir nú um nokkur ár gert tilraunir með bólusetning á sauðfé í Noregi, og hepn- ast vel. Þegar ég var í Björgvin í sumar, notaði ég tækifærið tii að hitta hann og fræðast um til- raunir hans því viðvíkjandi. Hann er m&ður einkar viðfeldinn, og lét mér í té þær upplýeingar, er ég óskaði. í fyrstu notaði hann nýra úr pestdauðri kind sem bóluefni, og seinna meir lifrina, eða hvorttveggja, eftir því sem á stóð. Nú er það kjöt (vöðvi), sem hann notar, en meðferðin, eða undirbúningur efnisins, er hinn sami. Hann þurkar það fyrst og malar síð- an, að það verði salla-smátt. Bóluefnið blandar hann með vatni áður enn hann notar það. Hann blandar það þannig, að hann tekur 25 centigröm &f bóluefni og þynnir það með 30 grömmum af vatni, sem er sama sem 1 (bóluefnið) á móti 120 (vatn). Til þess nú að fá reynslu um kraft þess og verkun, bólusetur hann mús eða marsvín. Ef músin drepst undir eins, er það of sterkt, og þynnir hann það þá með því móti, að hita það með vatnsgufu. Hann endurtekur svo tílraunina á músinni, þar til bólu- efnið er mátulega sterkt. Ef músin lifir hér um bil einn dag eftir bólusetninguna, þá er það hættulaust fyrir fé. Á þennan hátt hefir honum tekist að búa til bóluefni, sem er óhætt að nota til að bólusetja með fé, án þess það geri skaða. Hann hefir einnig hreinræktað bráðapestargerilinn, og sýndi hann mér hvernig þessi planta leit út. Bólusetningar tilraunir sínar byrjaði hann um 1890. Síðan hefir hann hald- ið þeim áfram árlega. Síðast liðið ár drapst að eins eitt lamb af því fé, er hann bólusetti. í byrjun vóru fjárbændurnir mjög tregir til að leyfa honum, að gera tilraunir á fé sínu, fáum kindum, og alt til skamms tíma hefir trúin verið dauf á gagnsemi bólusetn- ingarinnar. Ég spurði Nielsen, hvað hann héldi að bólusetn- ingin verkaði lengi á eftir. Svaraði hann mér á þá leið: „Ef bólusetningin hefir tekist vel og bólaefnið verið mátulega sterkt, þá hefi ég þá skoðun, sem styðst við nokkura reynslu, að kindin sé ómóttækileg fyrir sýkina framvegis. En ef bóluefnið hefir verið dauft, og það þess vegna ekki gert fulla verkun, þá haldast áhrif þes3 styttri tíma. í sambandi við þetta sagði hann mér frá bónda þar í amtinu, er hann bólusetti hjá fyrst 2 haust, hvort eftir annað. En þá hélt bóndinn, að þess þyrfti ekki lengur, og varð því ekki af bólusetninguuni það haust. Fórust þá 2 lömb úr pestinni, og fékk hann svo Nielsen til að bólusetja lömbin seinna um veturinn. Eftir það drapst engin kind. Næsta haust eftir, það fjórða, bólusetti hann á ný, en síðan ekki. Nú eru 3 ár liðin, og enginn skepna hefir farist. „Það er ekki óhugsandi", sagði Nielsen, „eftir að bólusetningin hefir verið framkvæmd i nokkur ár stöðugt, og hver kind bóla- sett, að pestin deyi út, hverfi alveg burt. Um þetta verður ekki sagt neitt með vissu; en það er ekki ólíklegt, að eftir 2—3 ættliði fari svo, sé bólusetn- ingin iðulega viðhöfð, og hver kind bólusett, að fjár- stofninn verði ómóttækilegur fyrir veikina11. Þessi skoðun Nielsens er mjög eftirtektarverð, og ætti að vera hvöt til þess, að halda áfram bólusetningartil- raununum. En eitt vil ég leyfa mér að minna menn á, í sambandi við þetta, og það er, að gera alt er verður til þess, um leið, að koma í veg fyrir hinar ytri orsakir veikinnar, svo sem fóðurskort, illa með- ferð o. s. frv. Hvað bólusetninguna enn fremur snertir, þá er það víst, að húa er örugt meðal gegn pestinni, sé hún í lagi. Þetta bendir reynslan ótvírætt á, bæði í Noregi og á íslandi, og er það mjög þýðingar mikið og sann- arlegt gleðiefni. Sigurður Sigurðsson. Ferðapistlar, Eftir Qísla Þorbjamarson. II. Kolviðarhóll er sæluhús fyrir ferðamenn. Þar hafa líka verið bygð hesthús og fleiri skepnuhús, og afgirt allstórt svæði, sem farið er að gera að túni. Þetta sýnir dugnað sæluhúsvarðarins Guðna Þor- bergssonar. Til þess að geta komið túnrækt við, verðr hann að flytja hey að sér langar leiðir, mest alt aust&n yfir Hellisheiði, úr Öifusi. Þegar austur kemur á syðri brún Hellisheiðar, er fallegt útsýni í heiðskíru veðri seint í maímánuði. Hið stóra Suðurlands undirlendi blasir þar við aug- anu: allur neðrl hlutur Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu, alt austur í Landeyjar. Þetta víðáttu-mikla flatlendi er fegurst fyrir það, að það er svo gróður- rikt; hvergi sést, að kalla má, blásið holt, heldur er alt grasi vafið, þrátt fyrir ait ræktarleysi. Væri þetta land ræktað, mundi það þó vera langtum fegra: væri túnin t. d. rennslétt og girt, og flæðiengi rækt- uð með jökulvatni úr Þjórsá, en næst sjónum, á

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.