Fjallkonan


Fjallkonan - 31.12.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 31.12.1898, Blaðsíða 3
30. des. 1898. FJALLKONAN. 203 Mér fir.st hami eftir mér hermi þann hlátur, er heyrði’ hann, áðar hann dó, og glott hans mér virðist svo biturt bíta, 8em brimið í Girðasjó. Og stundum mér hvísla heyrist hann: ég hef ekki’ í djúpinu ró, því bæði er kalt og býsna dimt við botninn í Garðasjó. Þ&ð tvent mun mér framvegÍ3 fylgja, alt fram í legstaðar ró: hinn ógnandi svipnr míns eiginmanns og orgið í Garðaajó. Guðm. Magnússon. ISLENZKUR SÖCtIJBÁLKUR. Æflsaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. 25. Um þetta bil var mín góða húsmóðir orðin ekkja, sem áður er sagt; fékk hún soddan langsemi og svefnleysi, að hún mátti ei einsömul vera og vildi það ei affara eftir það hún ól barnið, er hún gekk með. eftir jólin. En þeasi hennar neyð og barátta varð að tildrætti okkar hjónabands. Ég og þjónusta mín, Sigríður Ólafsdóttir, urðum helzt fyrir því að vaka hjá henni með ijósi um nætur; gekk bo þetta nokkra tíð fram, þar til greind Sigríður finnur upp á eitt ráð, sem sýna skal eina þá rörustu dygð og mannkosti, er hún hafði (til) að bera. Yið höfðum þanka hvort á öðru til ektaskapar, þá guð gæfi efni og tækifæri til þess, og vórum þó aldeilis óflekkuð hvort af öðru. Hún segir eitt sinn við mig: „Legðu þig í fötunum fyrir fram- an hana í rúminu og vitum hverninn fer“, — sem ég gerði, og fekk hún hér af fijóta værð. Hún segir framar: „Nú sjáum við hvað henni má verða til líknar, hún hefir huga á þér“ — enn ég segi henni það sé jafnnær; hún viti minn annan þanka. Hvorki muni ég fá hana og þar með reisi ég mér hurðarás um öxl, og margt þess háttar. En hún svarar: „Hún er þó sú ein hreinlyndasta og bezta kona og orðin sára angruð og mædd af því hún hefir lifað, og þarf sérdeilis góðan og lempinn mann, sem fari hér eftir vel með hana, og veit ég þar til engan betur fallinn enn þig, og verður þú nú að hafa guð og þitt gott geð fyrir augum og hjálpa upp á hana, og muntu sanna það, að guð mun hjálp i þér framar öllu, og hún mun verða þér góð, þó hún sé þér ríkari. Skulum við bæði vinna það til, að slá frá okkur öllnm okkar innbyrðis þönkum, og aldrei skal ég misvirða slíkt fyrir þér. Guð sér einhvern veginn fyrir mér“— hvað og so varð, sem áður er sagt; hefir þó síðan haldið fram sömu ærlegheitum við mig og börn min og oft gefið þeim pen- inga, þá til hennar hafa komið. So er dygðin sín eigin laun. Orðlengi ég það ei framar. Ég felst á þessi ráð hennar. Hún þar eftir svifti af mér utanhafnarklæðum og drífur mig upp í rúmið, og byrjuðust so okkar fyrstu þessháttar samfundir, með heitri bæn og sárum trega á báðar siður; bundum so í guðs nafni ástir saman, sem þó ofbráðar urðu i þeim óyndisúrræðum, að undir kom fyrir tíma barnfuglinn Sigríður dóttir mín. Þá ég varð var við þetta, Bagði ég móður minni alt af létta, sem alt lagði til það heilasta, og tók barnið til sín frá móðurhnjám þar eftir. En hún skrifaði bróður sínum, Lárusi á Urðum í Svarfaðardal, til heimullegt bréf og sagði honum hverninn á- statt var, og að hún vildi taka mig til ekta og bað hann um liðsinni þar til. Hann, sem var einn sá hreinlyndasti og bezti maður, tók þessu vel og lagði út ráð ég skyldi það bráðasta útvelja einhvern náunga minn eður veltalandi skíkkanlegan mann og senda til móður sinnar, mad. Jórunnar Steinsdóttur. Þá giftumálaleitun skyldi hann og með þeim sama skrifa. Þá til þeirra efna kom, fengum við öngvan, þvi þeim sýndist þetta væri ofurhátt fyrir mig, en niðurdrep fyrir hana, og mundi því verða forgefins ferð til móður hennar. Tók ég mig þvíupp sjálfur og með mér Þorstein bróður minn; komum við að Urð- um, hvar M. Lárus tók vel á móti mér, skrifaði með mér, kom fyrir hestum mínnm, útvegaði mér bát yfir sjóinn npp á sinn kostnað og lagði mér orð í munn að tala við móður sína. Okkur var sagt, að lending væri vestan undir höfðanum, einn bás er við yrðum að hitta, því við vórum ókunnugir, en so var liðið á dag, að við komumst þangað ei að fyrr cnn dimt var orðið af nótt og hittum ei lendingarbásinn; komumst við þar í urð, og var stór hlífð guðs að við skyldum ei deyða okkur og mölbrjóta bátinn. Þá vísaði mildi guðs okkur á eitt vik, er við komumst að landi, brýndum þar bátnum upp með skautaburði, að honum var óhætt fyrir sjó. Féllu kunnugir menn í forundran, að við skyldum þar hafa lífs af komist. Dagar vóru ei enn uppi. Gengum við so heim að Höfða; þar var og er enn kirkjustaður, en Sra Jón Gunnlaugsson hét sá prestur er þar var þá; hann var gagntryggur og trúfastur maður, ættaður úr Skagafirði, einn sá bezti vinur móðurminnar og mér kunnugur; tók hann vel við okkur, léði mér hesta og fór so með sjálfur upp að Laufási; var þá prófastur Sra Stephan Einarsson ei heima, ektamaður Mad. Jórunnar. En so sem hún var ein höfðingskvinna og mesti kvenskörungur að allri raun, sjón og veru, so lét hún ei vora yfirsjón á sér festa, heldcr tók á móti mér sem gðð móðir, sem hún og reyndist mér þaðan í frá, meðan hún lifði, í öllu því sem megnaði; skrifeði Mr. Lárusi til og gaf honum fullmakt að vera fyrir sína hönd þá kæmi að okkar hjónabandsdegi. Séra Jón, sem fór og með mig til baka, hélt og trygð við mig til dauðadags. Eftir þetta vóru afgerð erfðaskifti á Eeynistað; varð hennar máli 90 hdr. í fasteign, enn lausaféð upp á 303 ríkisdali; tveggja piltanna hvors um sig fyrir utan fasteignina upp á 166 ríkisdali, en stúlkunnar upp á 83 rd. Eyrir barnanna hönd var eftir fullmakt Sra Jón Magnússon á Hólum, sem þann tíð var stiftprófastur og í biskups stað, en hennar vegna bróðir hennar Lauritz. Yarð þá barnafénu ekkert af létt, því allir þeirra formyndarar afsökmðu sig að taka þeirra umboð; stóð so alt saman i þessari þynku. Þá var og tittekið klaustrið, með öllu sinu tilheyrandi, handa Þóru Björnsdóttur, hústrú herra Halldórs sál. Brynjólfssonar, sem því náði með svikum ogprett- um, ásamt fylgi Skúla fóveta, undan Þórunni minni, sem ætiaði að bjóða upp á það, en hún naut þess með lítilli farsæld, eins og hún aflaði þess. Um vorið var klaustið yfir skoðað; var þá ofan á það lagt 60 rd.; hélt ég um sumarið starfsaman stuttan böðul, er Árni hét, sem hlóð og þakti svo hús, að álagið varð um hauBtið 20 rd., sem skiftaaktinn sýnir. Til að taka út klausturafgiftina, 95 rd.sp., betala kaupstaðar restance 10 rd., og taka út til búsins lét ég inn í kaupstað í sömu tíð 9 hund- ruð fjár, og nokkuð betur, á einum degi; þurfti þetta harðfylgi og aðgæzlu. Fyrir hönd frú Þóru var sá mektugi Bjarni Hall- dórsson á Þingeyrum, og var þar við ekkert barn að eiga. Hún gerði oss alt til ills og örðugleika sem hún kunni; hún sendi þangað ráðsmann sinn um sumarið, þá sláttur var kom- inn og hyski með honum, og lét taka af oss hálfan eldivið, hálf tún og engjar, og lá við um heyið sjálft, er búið var að hirða. Bauð sýslumaður okkur, að dæma þennan umgang af, en þar hún hafði svo mektuga menn til fylgis, vildum við held- ur líða en stríða, því fyrir (var) sagt, að þeir mundu hrekja það rétt frá rétti. Enda var og upp á hana rekið og sett alt kvikt klaustursins inventarium, sem vóru helzt 24 hestar og hryssur, sem alt drapst aftur um veturinn. So hagaði forsjón guðs þessu sem fleiru okkur til lukku á móti tilstilli þeirra. Kúnum var og út svarað. Eftir stóð einasta 70 álnir, er ég helt eftir af ásettu ráði, því ég þóttist eiga hjá frúnni mitt djákna salarium þá átta mánuði, er ég þénti því embætti frá því hún fékk klaustrið, en hún svaraði þar til ei nema illu einu og kreisti út úr mér téðar 70 álnir að síðustunni. Nær þetta klausturs stapp og skifti vóru afstaðin, og í endalykt þess, trtilofaði presturinn Sra Halldór okkur saman. En í hjóna- bandið vórum við gefin þrem dögum síðar, því so var lýsingum hagað, og var ei samkoma herranna sundur slitin. Yar í því samkvæmi borðsitjandi 90 manns, og hvað þar upp gekk af mat og ölföngum þann hálfan mánuð, sem alt það yfir stóð, get ég ei frá sagt, en so varð uppgangssamt, að í vandræði sýndist og vanefni mundi komast, þá mest skyldi hófa og viðhafa, en

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.