Fjallkonan


Fjallkonan - 04.04.1899, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 04.04.1899, Blaðsíða 2
54 FJALLKONAN. XVI, 14 því fé; 3. að leggja allau arð af verzluu við söludeild í sama sjóð. Vöruverð í söludeild á nefnil. að vera sem næst kaupmanuaverði á félagssvæðinu, og það sem þá kann að græðast á þeirri veizlun, á að skiftast milli félagsmanna í hlutfalli við verzlun hvers eius og leggjast inn í reikning hans við sjóðinn, enn arður af verzlun utanfélagsmanna í varasjóð. Þana- ig ætti að safnast lítið eitt á tvær hendur, og því vinnast með tímanum, enn enginn fær út borgaða eign sína, nema við lát félagsmanns, brottflutning af félagssvæðinu, óforræði fjár síns, eða það ástand, sem gefur fulla vissu um, að félagsmaður þurfi ekk- ert á almennum verzlunarviðskiftum að halda sjálfur. Enn komi sá tími, að einhver félagsraaður eigi meira í sjóðnura enn sem nemur verzlunarupphæð hans að meðaltali 5 síðustu árin, þá fær hann útborgað það sem fram yfir er. Þetta félag (og líklega bæði) á að vera bæði pönt- unarfélag og kaupfélag, eftir því sem Torfi skóla- stjóri skýrir þau nöfn í 18. ári „Andvara", og því sjálfsagt nokkuð frábrugðið öllum öðrum slíkum fé- lagsskap hér á landi. Félagi. Útlendar fróttir. Skifting Kína virðist fara í hönd. Nú fara ítalir fram áað fáeitthvað af krásinni, „leigja" land nokkurt við Samnum flóann; þar eru Rússar á móti, enn Bretar með. Cecil Rodes hian alkunni höfðingi í Suður-Afríku („Napóleon Suður-Afríku") hefir verið í Berlín að semja við Þýzkalands keisara um járnbrautarlagn- ing eftir endilangri Afríku frá Góðrarvonarhöfða til Kairó. ílnnar sendu 500 manna nefnd til Rússakeis- ara með bænarskrá um stjórnarbót; undir henni 520 þús. nöfn. Ætlað að nefndin hafi enga áheyrn fengið. Brenna. Eitt af stærstu hótellunum í New- York, Windsorhotellið, brann til ösku 17. f. m. Það var sexloftað og í því 600 gestaherbergi. Sagt er þar hafi brunnið inni undir 100 manns. Húsbrunar. 15 febr. brann stór vöruskemma (pakk- hús) á Seyðisfirði, sem kölluð var Glasgow, eign Tho- strups verzlunar. Húsið brann gersamlega, og allar vörur sem inni vóru, svo sem fiskur, kol, tólg, salt og kornvara. Aðeins varð bjargað tveimur steinolíu- tunnum. Með naumindum tókst að verja næstu hús fyrir eldinum. Bæði hús og vörur var vátrygt. Ransóknum ekki lokið. 21. febr. brann til kaldra kola íbúðarhús Gísla Jón- assonar (frá Svínárnesi) á Litlárskógssandi við Eyja- fjörð. Enginn bjó í húsinu í vetur, og ekkert var þar geymt inni. Það var vátrygt. Ransókn var gerð af sýslumanni, enn varð árangurslaus. Báðir þessir húsbrunar virðast vera beinlínis af mannavöldum, og fara þau breiðu spjótin þá að tíð- kast. Snemma í marz kviknaði í húsi Tuliniuss kaup- manns á Hornafjarðarós, enn tókst að slökkva; þar brann fataskápur. Húsið með öllu var vátrygt. Skað- inn metiiin 300 kr. Prettkosning. 20. febr. fór fram prestskosning að Hofi í Vopnafirði. Á kjörskrá voru prestarnir Geir Sæmundsson á Hjaltastað, Kristiun Daníelssou á Sönd- um og Sigurður Sívertsen á Útskálum. Voru greidd 123 atkv.; þar af fékk Sigurðnr Sívertsen 62, Geir Særaundsson 60 og Kristinn Daníelsson 1. Séra Sig- urður er því kosinn ef kosningin verður ekki ónýtt vegna forragalla. Sýslunefndarfundnr Húnretninga var haldinn á Blöndósi 6.—10. marz. Heztu mál sem rædd vóru þar, munu hafaverið:—1. að koma á samveiði í Víði- dalsáumtíuár. Taisverður égreiningur mun vera um, hvort hægt sé að neyða Herniann bónda á Þingeyr- um til að vera með þessari félagsveiði, eða hvort hægt sé að telja Víðidslsá lengri enn þangað til hún feilur í Hópið. 2. helzta málið var að koma á fót tóvélum, og ætlar sýslan að ábyrgjast 12,000 kr. Iántöku til að koma þeim á fót, ef einhver vill taka það að sér. Pólitískur fundur var haldinn á Blöndósi 11. marz. „Mestur þorri fundarmanna aðhyítist stefnu þá (valtýskuna), sem þingm. Húnvetninga fylgdu á síðasta þingi; sumir vildu láta máíið hvílast, enn enginn mœlii með miðlun eða g'ómlu benedikzkunni", segir bréfritari. _________ Hval rak í f. m. á Melrakkanessfjöru í Alftafirði, 50 álna._________ Vesturfarir. Það er sagt að nokkurir menn í Skagafirði séu ráðuir til Ameríku farar í sumar. Aflaleysi virðist vera kringum alt land; þilskipa- afinn hér sunnan lands mjög rýr enn sem komið er. Helzt talað um fisk undau Selvogi. Það spillir líka aflabrógðunum, að sífeldar ógæftir hafa verið nú um mánaðartíma. > í Garðsjó hefir aflaat dálitið í net; þetta frá 40— 300 fiskar í eina trossu (4 net oftast). Hlutir á Miðuesi orðnir á 5. hundrað hæst, í Höfnum á 3. hundrað, enn í Grindavík sárlítið (um 100 hæst). Einnig mjög lítill afli í Þorlákshöfn (um 100), enn á Eyrarbakka og Stokkseyri kominn góður afli (4— 600). Á Loftsstöðum hins vegar lítið sem ekkert. Jarðskjálftar. Þeirra varð vart 2S.--28. febr. í Eyjafirði; mestir kippír 26. kl. 1 og 28. kl. 6 f. m. Mest kvað að jarðskjálftunum á Siglufirði. — Um sama leyti urðu allsnarpir jarðskjálftar norðan til í Noregi. Slys. 11. marz hrapaði til bana austan í Vöðlu- heiði Þorsteinn bóndi Árnason úr Lundi í Hnjóska- dal á leið heim til sín af Akureyri.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.