Fjallkonan


Fjallkonan - 19.08.1899, Side 1

Fjallkonan - 19.08.1899, Side 1
Kemur út um miðja viku. Yerð árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). TJppsögn (ðgild nema skrifleg) fyrir 1. okt. Sextándi árg. Reykjavtk, 19. ágúst 1899. 32. blað. Ritsíma-málið. I. Sem kunnngt er orðið, hefir stjórnin farið fram á, að alþingi veiti henni heimild til að verja 75,000 kr. af Iandsfé til undirbúnings fréttaþráðarlagningar af Austfjörðum til Reykjavíkur á þessu fjárhagstíma- bili. Enn fremur gerir stjórnin ráð fyrir, að 35,000 kr- séu veittar á ári hverju úr landssjóði í 20 ár til fréttaþráðarins. Það er þvi stórfé, sem hér er um að ræða, og er engin furða, þótt þingið hafi verið í vafa um, að veita það í fjárlögunum. Ymsir af þingmönnum hafa tekið það fram, að það væri vafasamt, að vér hefðum nokkurt veruiegt gagn af íréttaþræðinum fyrst um sinn, og mua mikið hæft í því. Það munu verða að tiltölu mjög fáir menn sem nota hann, og hraðskeytagjaldið verður að lík- indum afarhátt, álíka hátt og það er til suður- Ameríku eða austur-Asíu, 4—5 kr. orðið, og þó það yrði ekki hærra eun milli Englands og Danmerkur (25 au. orðið), þá er flestum ofvaxið að sæta því. Fjallk. hefir fyrir skömmu borist bréf um þetta mái frá íslendingi á Frakklandi, sem er talsvert kunnugur fréttaþráðarlagningu. Hann segir svo: „Það er nú af kappi sótt, að ísland styðji útleut félag til að leggja ritsíma milli Bretlands og ís- lands. Forgöngumenn fréttaþráðarins álíta líklega að eitt helzta sporið til að rétta efnahag íslands sé að koma því í málsheyrn við önnur lönd, og að það komist ísland ekki, nema íbúar þess skuldbindi sig til að borga útlendu ritsíma félagi nær 40 þús. króna árs- tillag um 20 ár. Alþingi hefir látið ginnast af þessum fortöl- uro.---------- Eg hefi þá skoðun, að ritsími til útlanda sé langt frá því að vera fyrsta sporið til að rétta við efna- hag íslands, heldur muni það miklu fremur verða til þess að gefa útlendum auðmönnum meiri umráð yfir verzlun og atvinnuvegum landsins.---------— . Vér íslendingar erum oft og einatt spurðir að því erlendis, hvaða iðnir íslendingar stundi heima, hvaða afurðir og þekking þeir hafi helzt að bjóða, sem öðr- um þjóðum sé peningavirði, — enn við erum sjaldan spurðir að því, hvort ísland hafi fréttaþráðarsamband við önnur lönd, né álitnir minni menn fyrir það, að hafa búið afskektir og án hjálpar útlendra manna um þúsnnd ár.-------Enn það er hætt við að ís- lenzkt þjóðerni félli í verði, ef fulltrúar landsins borgnðu útlendu félagi meira í vexti fyrir að leggja fréttaþráð, heldur enn þráðurinn þarf að kosta. „Stóra ritsíma félagið norræna“, „Det store nor- diske Telegraf Selskab", „The Great Northeru Tele- graph Company", sem hefir aðsetur sitt bæði í Kaup- mannahöfn og Lundúnum og ber því bæði nöfnin, býðr nú íslendingum ritsímann fyrir það, að þeir borgi félaginu árlega 35,000 kr., sem sjálft á þó að eiga ritsímann. Að þessu hefir alþingi gengið, og menn hafa búist við, að þráðurinn yrði lagður innan tveggja ára.---------- Alþingi er sannarlega greiðvikið við þetta stór- auðuga félag, og væri það mikií löðurmenska af fé- laginu, ef það legði ekki þráðinn svo fljótt sem unt væri, því vera mætti að alþingi snerist hugur seiuna.------ Alþingi gæti nú gert annað óþarfara enn að end- urskoða ritsímamálið frá upphafi og gera sér og landsmönnum grein fyrir: hvort ritsíma lagning til útlanda sé fyrsta handartakið, sem þarf að taka til að reisa við hag landsins, hvað fréttaþráður til út- landa þarf að kosta ísland, — og hvernig ísland gæti bezt varið því fé, sem ráðgert hefir verið að greiða útlenda fréttaþráðafélaginu. Um þessi atriði vil eg nú fara nokkrum orðum. Bætir þjóðin hag sinn með því að leggja á sig enn rneiri álögur, sökkva sér í enn meiri skuldir til að styrkja fyrirtæki, sera er og verður í höndum út- lendra auðmanna og notað af þeim til að auka veidi sitt, enn kirkja íslands eigia framtakssemi og þjóð- líf? íslendingar hafa lengi og ekki að ástæðulausu barmað sér yfir peningaleysi til að gera jarðabætr, auka fiskiflota sinn og kaupa verkvé'ar til að byrja að nota náttúruöflin, enn aiþingi hefir ekki ráð á að vetja 50—60 þús. krónum í þess konar tilraunir; það getur ekki treyst fullfærum Ísíendingum til að vera þar formenn. Enn svo ber mörg hundruð mil- jóna eigandi að dyrum hjá þjóðinni og segir: „Heyrðu, kona góð! Ég sé að jörðin þín er niður- nídd, enn þú átt efnilega pilta og mig langar til að gera eitthvað fyrir ykkur. Yiljir þú láta mig hafa 1 —2 miljónir króna, helzt 2—3 miljónir, þá skal ég Ieggja þjóðbraut að kotinu þínu og girða um túnið

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.